Fyrir leikinn var Kristianstad með 42 stig í sjötta sæti deildarinnar en Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, byrjaði með Hlín fremsta á vellinum.
Hlín Eiríksdóttir kom Kristianstad yfir á 68. mínútu en á 88. mínútu skoraði Amy Sayer og innsiglaði sigurinn.
Hlín var þó ekki eini Íslendingurinn sem kom við sögu þar sem Emelía Óskardóttir kom inn á sem varamaður á 82. mínútu. Bergþóra Ásmundsdóttir kom hins vegar ekki við sögu í liði Örebro.
Eftir leikinn er Kristianstad komið í fimmta sætið með 45 stig.