Fréttir erlendis greina frá því að Guardiola hafi ólmur viljað fá Bellingham til Manchester City en þriggja klukkutíma símtal hafi þó ekki verið nóg til þess að sannfæra hann þar sem Bellingham hafi verið staðráðinn í það að ganga til liðs við Real Madrid, þrátt fyrir betra tilboð frá City.
Bellingham gekk að lokum til liðs við Real Madrid og hefur byrjun hans með liðinu verið hreint út sagt mögnuð.