Óli Björn segir Covid-aðgerðir hafa gengið of langt Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2023 09:15 Óli Björn var formaður efnahags- og viðskiptanefndar á Covid-tímum. Hann telur að fara þurfi fram risauppgjör vegna aðgerða yfirvalda vegna sóttarinnar. vísir/vilhelm Óli Björn Kárason, fyrrum þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er gestur Frosta Logasonar í viðtalsþætti hans Spjallinu og telur að það verði að fara fram risauppgjör við aðgerðir yfirvalda á Covid-tímum. Óli Björn sat þegar þetta var sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar, en þar um voru allar aðgerðir dregnar. Hann segist stoltur af því sem gert var en viti jafnframt að það eigi eftir að fara fram uppgjör – risauppgjör – við það hvernig brugðist var við. Hann telur hafa verið gengið of langt. „Það þarf að fara í gegnum það á hvaða lagalega grunni var byggt þegar gripið var til aðgerða til að takmarka athafnafrelsi fyrirtækja, einstaklinga og mannleg samskipti. og þá er ég ekki að tala um kostnaðinn.“ Óli Björn segir það vissulega svo að hann hafi stutt aðgerðir sem farið var í og frumskylda stjórnvalda sé að vernda líf borgara og heilsu þeirra. „En eftir á að hyggja gengu margar aðgerðir alltof langt og ég dreg í efa að það hafi verið lagalegur grunnur fyrir öllum þeim aðgerðum sem gripið var til. Svo geta menn velt því fyrir sér, virkaði stjórnarskráin eða ekki?“ sagði Óli Björn sem telur að uppgjör verði að eiga sér stað, annars lærum við ekkert. „Ef að við þurfum að ganga aftur í gegnum einhvern svona faraldur, sem mér er sagt að sé ekkert ótrúlegt, en ég vona að verði aldrei, þá vona ég minnsta kosti að við munum eftir því sem við gengum í gegnum. Að við munum eftir því að við ákváðum að loka skólum. Jafnvel þegar við vissum að börnum stæði ekki nein, eða mjög takmörkuð hætta af þessari veiru. Að við munum að við sögðum við gamalt fólk; „Nei þú mátt ekki á síðustu dögum þínum eiga samskipti við þína nánustu“. Við gengum alveg ótrúlega langt.“ Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Óli Björn sat þegar þetta var sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar, en þar um voru allar aðgerðir dregnar. Hann segist stoltur af því sem gert var en viti jafnframt að það eigi eftir að fara fram uppgjör – risauppgjör – við það hvernig brugðist var við. Hann telur hafa verið gengið of langt. „Það þarf að fara í gegnum það á hvaða lagalega grunni var byggt þegar gripið var til aðgerða til að takmarka athafnafrelsi fyrirtækja, einstaklinga og mannleg samskipti. og þá er ég ekki að tala um kostnaðinn.“ Óli Björn segir það vissulega svo að hann hafi stutt aðgerðir sem farið var í og frumskylda stjórnvalda sé að vernda líf borgara og heilsu þeirra. „En eftir á að hyggja gengu margar aðgerðir alltof langt og ég dreg í efa að það hafi verið lagalegur grunnur fyrir öllum þeim aðgerðum sem gripið var til. Svo geta menn velt því fyrir sér, virkaði stjórnarskráin eða ekki?“ sagði Óli Björn sem telur að uppgjör verði að eiga sér stað, annars lærum við ekkert. „Ef að við þurfum að ganga aftur í gegnum einhvern svona faraldur, sem mér er sagt að sé ekkert ótrúlegt, en ég vona að verði aldrei, þá vona ég minnsta kosti að við munum eftir því sem við gengum í gegnum. Að við munum eftir því að við ákváðum að loka skólum. Jafnvel þegar við vissum að börnum stæði ekki nein, eða mjög takmörkuð hætta af þessari veiru. Að við munum að við sögðum við gamalt fólk; „Nei þú mátt ekki á síðustu dögum þínum eiga samskipti við þína nánustu“. Við gengum alveg ótrúlega langt.“
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira