Óttast um líf vina sinna Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2023 21:13 Mazen Maarouf er frá Palestínu en hefur verið íslenskur ríkisborgari frá árinu 2015. Vísir/Egill Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. Átökin milli Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraela hafa stigmagnast síðustu daga eftir árás Hamas á laugardagsmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hafa látið lífið og fleiri þúsundir slasast. Klippa: Óttast um líf vina sinna Stórt herlið Ísraela, sem samanstendur af hundruð þúsunda hermanna, hefur stillt sér upp við landamærin að Gasasvæðinu. Það er talið að þeir muni ráðast þar inn á næstu dögum en hingað til hafa flestar árásirnar verið gerðar úr lofti, til að mynda með eldflaugum. Óttast um líf vina sinna Mazen Maarouf kemur frá Palestínu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2015. Hann kennir við Háskóla Íslands en er í sambandi við fólk í Palestínu. Hann segist óttast um líf vina sinna. „Ég get ekki átt samskipti við suma þeirra því aðstæður þeirra eru hræðilegar. Sumir þeirra sitja fastir, sumir hafa ekki netsamband. Í dag missti, til dæmis, vinur minn sjö fjölskyldumeðlimi. Þetta eru aðallega fjölskyldur. Það sem við heyrum í fréttunum er að heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út. Þetta er þjóðarmorð. Þetta er þjóðarmorð af hálfu Ísraelsmanna,“ segir Mazen. „Hvert á það að fara?“ Hann gagnrýnir það að óbreyttu borgararnir á Gasasvæðinu geti hvergi farið. „Fólk fær viðvaranir aðeins fimm mínútum áður en heimili þess er sprengt í loft upp. Stundum. En stundum fær það enga viðvörun. Fólk yfirgefur heimili sín en getur ekkert farið því Gasasvæðið er umsetið. Ísraelski herinn segist vara fólk við en hvert á það að fara?“ segir Mazen. Í dag náðist samkomulag milli forsætisráðherra Ísrael og leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi um að mynda þjóðstjórn vegna neyðarástandsins á svæðinu. þeir tveir ásamt varnarmálaráðherra landsins skipa stríðsráð sem mun stjórna öllum hernaðaraðgerðum landsins. Á sama tíma mun þjóðþing Ísraela starfa mjög takmarkað en engin frumvörp verða tekin fyrir og engar þingsályktunartillögur sem ekki tengjast stríðinu við Hamas. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Átökin milli Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraela hafa stigmagnast síðustu daga eftir árás Hamas á laugardagsmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hafa látið lífið og fleiri þúsundir slasast. Klippa: Óttast um líf vina sinna Stórt herlið Ísraela, sem samanstendur af hundruð þúsunda hermanna, hefur stillt sér upp við landamærin að Gasasvæðinu. Það er talið að þeir muni ráðast þar inn á næstu dögum en hingað til hafa flestar árásirnar verið gerðar úr lofti, til að mynda með eldflaugum. Óttast um líf vina sinna Mazen Maarouf kemur frá Palestínu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2015. Hann kennir við Háskóla Íslands en er í sambandi við fólk í Palestínu. Hann segist óttast um líf vina sinna. „Ég get ekki átt samskipti við suma þeirra því aðstæður þeirra eru hræðilegar. Sumir þeirra sitja fastir, sumir hafa ekki netsamband. Í dag missti, til dæmis, vinur minn sjö fjölskyldumeðlimi. Þetta eru aðallega fjölskyldur. Það sem við heyrum í fréttunum er að heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út. Þetta er þjóðarmorð. Þetta er þjóðarmorð af hálfu Ísraelsmanna,“ segir Mazen. „Hvert á það að fara?“ Hann gagnrýnir það að óbreyttu borgararnir á Gasasvæðinu geti hvergi farið. „Fólk fær viðvaranir aðeins fimm mínútum áður en heimili þess er sprengt í loft upp. Stundum. En stundum fær það enga viðvörun. Fólk yfirgefur heimili sín en getur ekkert farið því Gasasvæðið er umsetið. Ísraelski herinn segist vara fólk við en hvert á það að fara?“ segir Mazen. Í dag náðist samkomulag milli forsætisráðherra Ísrael og leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi um að mynda þjóðstjórn vegna neyðarástandsins á svæðinu. þeir tveir ásamt varnarmálaráðherra landsins skipa stríðsráð sem mun stjórna öllum hernaðaraðgerðum landsins. Á sama tíma mun þjóðþing Ísraela starfa mjög takmarkað en engin frumvörp verða tekin fyrir og engar þingsályktunartillögur sem ekki tengjast stríðinu við Hamas.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira