Óttast um líf vina sinna Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2023 21:13 Mazen Maarouf er frá Palestínu en hefur verið íslenskur ríkisborgari frá árinu 2015. Vísir/Egill Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. Átökin milli Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraela hafa stigmagnast síðustu daga eftir árás Hamas á laugardagsmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hafa látið lífið og fleiri þúsundir slasast. Klippa: Óttast um líf vina sinna Stórt herlið Ísraela, sem samanstendur af hundruð þúsunda hermanna, hefur stillt sér upp við landamærin að Gasasvæðinu. Það er talið að þeir muni ráðast þar inn á næstu dögum en hingað til hafa flestar árásirnar verið gerðar úr lofti, til að mynda með eldflaugum. Óttast um líf vina sinna Mazen Maarouf kemur frá Palestínu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2015. Hann kennir við Háskóla Íslands en er í sambandi við fólk í Palestínu. Hann segist óttast um líf vina sinna. „Ég get ekki átt samskipti við suma þeirra því aðstæður þeirra eru hræðilegar. Sumir þeirra sitja fastir, sumir hafa ekki netsamband. Í dag missti, til dæmis, vinur minn sjö fjölskyldumeðlimi. Þetta eru aðallega fjölskyldur. Það sem við heyrum í fréttunum er að heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út. Þetta er þjóðarmorð. Þetta er þjóðarmorð af hálfu Ísraelsmanna,“ segir Mazen. „Hvert á það að fara?“ Hann gagnrýnir það að óbreyttu borgararnir á Gasasvæðinu geti hvergi farið. „Fólk fær viðvaranir aðeins fimm mínútum áður en heimili þess er sprengt í loft upp. Stundum. En stundum fær það enga viðvörun. Fólk yfirgefur heimili sín en getur ekkert farið því Gasasvæðið er umsetið. Ísraelski herinn segist vara fólk við en hvert á það að fara?“ segir Mazen. Í dag náðist samkomulag milli forsætisráðherra Ísrael og leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi um að mynda þjóðstjórn vegna neyðarástandsins á svæðinu. þeir tveir ásamt varnarmálaráðherra landsins skipa stríðsráð sem mun stjórna öllum hernaðaraðgerðum landsins. Á sama tíma mun þjóðþing Ísraela starfa mjög takmarkað en engin frumvörp verða tekin fyrir og engar þingsályktunartillögur sem ekki tengjast stríðinu við Hamas. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Átökin milli Hamas-samtakanna í Palestínu og Ísraela hafa stigmagnast síðustu daga eftir árás Hamas á laugardagsmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hafa látið lífið og fleiri þúsundir slasast. Klippa: Óttast um líf vina sinna Stórt herlið Ísraela, sem samanstendur af hundruð þúsunda hermanna, hefur stillt sér upp við landamærin að Gasasvæðinu. Það er talið að þeir muni ráðast þar inn á næstu dögum en hingað til hafa flestar árásirnar verið gerðar úr lofti, til að mynda með eldflaugum. Óttast um líf vina sinna Mazen Maarouf kemur frá Palestínu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2015. Hann kennir við Háskóla Íslands en er í sambandi við fólk í Palestínu. Hann segist óttast um líf vina sinna. „Ég get ekki átt samskipti við suma þeirra því aðstæður þeirra eru hræðilegar. Sumir þeirra sitja fastir, sumir hafa ekki netsamband. Í dag missti, til dæmis, vinur minn sjö fjölskyldumeðlimi. Þetta eru aðallega fjölskyldur. Það sem við heyrum í fréttunum er að heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út. Þetta er þjóðarmorð. Þetta er þjóðarmorð af hálfu Ísraelsmanna,“ segir Mazen. „Hvert á það að fara?“ Hann gagnrýnir það að óbreyttu borgararnir á Gasasvæðinu geti hvergi farið. „Fólk fær viðvaranir aðeins fimm mínútum áður en heimili þess er sprengt í loft upp. Stundum. En stundum fær það enga viðvörun. Fólk yfirgefur heimili sín en getur ekkert farið því Gasasvæðið er umsetið. Ísraelski herinn segist vara fólk við en hvert á það að fara?“ segir Mazen. Í dag náðist samkomulag milli forsætisráðherra Ísrael og leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi um að mynda þjóðstjórn vegna neyðarástandsins á svæðinu. þeir tveir ásamt varnarmálaráðherra landsins skipa stríðsráð sem mun stjórna öllum hernaðaraðgerðum landsins. Á sama tíma mun þjóðþing Ísraela starfa mjög takmarkað en engin frumvörp verða tekin fyrir og engar þingsályktunartillögur sem ekki tengjast stríðinu við Hamas.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira