Þreytt á Krambúðinni í anddyri Vestfjarða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. október 2023 06:45 Björn Bjarki segir að það yrði íbúum Dalabyggðar og nágranna sveitarfélaga til mikilla hagsbóta ef dagvöruverslun myndi opna í Búðardal. SC/Samsett Sveitarstjóri Dalabyggðar segist vera ósáttur við svör Samkaupa um rekstur verslunar í Búðardal. Sveitarstjórn hefur skorað á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Forsvarsmenn Samkaupa segja reynsluna kenna þeim að ekkert nema tap fáist af slíkum rekstri. Þeir ætla samt að funda með sveitarstjórn á miðvikudag. „Við erum náttúrulega bara afskaplega ósátt við þau svör og þau viðbrögð sem við höfum fengið frá Samkaupum og teljum að það sé nauðsynlegt að gera betrumbót,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, í samtali við Vísi. Tilefnið er áskorun sveitarstjórnar til stjórnar Samkaupa um að endurmeta hvaða tegund af verslun félagið bjóði upp á í Dalabyggð. Anddyrið að Vestfjörðum þurfi meiri þjónustu Rifjað er upp í bréfi sveitarstjórnar til Samkaupa að heimamenn hafi mótmælt því þegar Samkaup breyttu verslun sinni í Búðardal úr Kjörbúð yfir í Krambúðina. Segir í áskoruninni að sóknarmöguleikar séu mjög miklir fyrir dagvöruverslun sé horft til þess að íbúar í Dalabyggð, Reykhólasveit og af Ströndum sæki sér allar helstu nauðsynjar dagvöruverslunar út fyrir svæðið, helst í Borgarnesi og geri þar magninnkaup. „Bæði er að fjölga aðeins íbúum hér og svo er umferðin að stóraukast hérna í gegn,“ segir Björn Bjarki. „Við erum anddyrið að Vestfjörðum, eins inn á Strandir. Það fara allir hér í gegn, þannig að við þurfum að styrkja okkar innviði á allan hátt og þá þjónustuna líka. Nágrannar okkar eru í nákvæmlega sömu stöðu og þurfa að keyra í gegnum Dalina til að sækja sér sínar nauðsynjar. Þannig að við teljum að við séum þannig í sveit sett að kæmi hér öflug verslun yrði það líka búbót fyrir okkar góðu nágranna.“ Sveitarstjórn mótmælti breytingum Samkaupa árið 2020 og sendi forsvarsmönnum fyrirtækisins nýlega áskorun. Fundað verður um málið á morgun. Vísir/Vilhelm Skoða frekari verðlækkanir til íbúa Í svörum sínum til sveitarstjórnar vegna áskorunarinnar segir Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa að félagið hafi rekið Kjörbúð í Búðardal frá 2017 til 2020. Sú verslun hafi ávallt verið rekin með tapi. „Þegar umferð og fjöldi ferðamanna minnkaði til muna í tengslum við Covid-19 jókst tapið enn frekar. Það var því ljóst, miðað við stærð markaðarins, að því miður þá er ekki rekstrargrundvöllur fyrir Kjörbúð í Búðardal.“ Segir Gunnar að félagið hafi til að koma til móts við viðskiptavini sína tekið þá ákvörðun að breyta rekstrarformi verslunarinnar úr Kjörbúð í Krambúð fremur en að hætta alfarið með verslun á svæðinu. Í ljósi þeirra ástæðna sjái Samkaup sér ekki fært að breyta rekstrarformi verslunarinnar. „Þess ber að geta að í apríl hóf Samkaup að bjóða uppá sértækar verðlækkanir fyrir íbúa Dalabyggðar með því markmiði að hvetja íbúa til að versla í heimabyggð. Undirtekir hafa verið jákvæðar og til að koma frekar á móts við íbúa Dalabyggðar skoða stjórnendur Samkaupa nú frekari aðgerðir í þessa veru, þar sem íbúar sem versla í heimabyggð fá betri kjör en ella með notkun á Samkauppa appinu.“ Funda á miðvikudag „Þau eiga bara eftir að sýna okkur fram á það, hvað er í þeim pakka,“ segir Björn Bjarki um hinar sértæku verðlækkanir. Forsvarsmenn Samkaupa mæta í Dalabyggð á miðvikudag til fundar. „En það er alveg kýrskýrt að við teljum að það séu forsendur til þess að gera betur.“ Hefur komið til greina að heyra í öðrum rekstraraðilum? „Það er allavega eitthvað sem við myndum velta alvarlega fyrir okkur. Að ná eyrum annarra aðila til að efla innviðina hér og fá þá með okkur í það. En við vildum láta reyna á þetta samtal við Samkaup fyrst. Hvað svo sem gerist, það verður bara að koma í ljós og í kjölfarið á þessu samtali á miðvikudag.“ Dalabyggð Verslun Matvöruverslun Byggðamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
„Við erum náttúrulega bara afskaplega ósátt við þau svör og þau viðbrögð sem við höfum fengið frá Samkaupum og teljum að það sé nauðsynlegt að gera betrumbót,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, í samtali við Vísi. Tilefnið er áskorun sveitarstjórnar til stjórnar Samkaupa um að endurmeta hvaða tegund af verslun félagið bjóði upp á í Dalabyggð. Anddyrið að Vestfjörðum þurfi meiri þjónustu Rifjað er upp í bréfi sveitarstjórnar til Samkaupa að heimamenn hafi mótmælt því þegar Samkaup breyttu verslun sinni í Búðardal úr Kjörbúð yfir í Krambúðina. Segir í áskoruninni að sóknarmöguleikar séu mjög miklir fyrir dagvöruverslun sé horft til þess að íbúar í Dalabyggð, Reykhólasveit og af Ströndum sæki sér allar helstu nauðsynjar dagvöruverslunar út fyrir svæðið, helst í Borgarnesi og geri þar magninnkaup. „Bæði er að fjölga aðeins íbúum hér og svo er umferðin að stóraukast hérna í gegn,“ segir Björn Bjarki. „Við erum anddyrið að Vestfjörðum, eins inn á Strandir. Það fara allir hér í gegn, þannig að við þurfum að styrkja okkar innviði á allan hátt og þá þjónustuna líka. Nágrannar okkar eru í nákvæmlega sömu stöðu og þurfa að keyra í gegnum Dalina til að sækja sér sínar nauðsynjar. Þannig að við teljum að við séum þannig í sveit sett að kæmi hér öflug verslun yrði það líka búbót fyrir okkar góðu nágranna.“ Sveitarstjórn mótmælti breytingum Samkaupa árið 2020 og sendi forsvarsmönnum fyrirtækisins nýlega áskorun. Fundað verður um málið á morgun. Vísir/Vilhelm Skoða frekari verðlækkanir til íbúa Í svörum sínum til sveitarstjórnar vegna áskorunarinnar segir Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa að félagið hafi rekið Kjörbúð í Búðardal frá 2017 til 2020. Sú verslun hafi ávallt verið rekin með tapi. „Þegar umferð og fjöldi ferðamanna minnkaði til muna í tengslum við Covid-19 jókst tapið enn frekar. Það var því ljóst, miðað við stærð markaðarins, að því miður þá er ekki rekstrargrundvöllur fyrir Kjörbúð í Búðardal.“ Segir Gunnar að félagið hafi til að koma til móts við viðskiptavini sína tekið þá ákvörðun að breyta rekstrarformi verslunarinnar úr Kjörbúð í Krambúð fremur en að hætta alfarið með verslun á svæðinu. Í ljósi þeirra ástæðna sjái Samkaup sér ekki fært að breyta rekstrarformi verslunarinnar. „Þess ber að geta að í apríl hóf Samkaup að bjóða uppá sértækar verðlækkanir fyrir íbúa Dalabyggðar með því markmiði að hvetja íbúa til að versla í heimabyggð. Undirtekir hafa verið jákvæðar og til að koma frekar á móts við íbúa Dalabyggðar skoða stjórnendur Samkaupa nú frekari aðgerðir í þessa veru, þar sem íbúar sem versla í heimabyggð fá betri kjör en ella með notkun á Samkauppa appinu.“ Funda á miðvikudag „Þau eiga bara eftir að sýna okkur fram á það, hvað er í þeim pakka,“ segir Björn Bjarki um hinar sértæku verðlækkanir. Forsvarsmenn Samkaupa mæta í Dalabyggð á miðvikudag til fundar. „En það er alveg kýrskýrt að við teljum að það séu forsendur til þess að gera betur.“ Hefur komið til greina að heyra í öðrum rekstraraðilum? „Það er allavega eitthvað sem við myndum velta alvarlega fyrir okkur. Að ná eyrum annarra aðila til að efla innviðina hér og fá þá með okkur í það. En við vildum láta reyna á þetta samtal við Samkaup fyrst. Hvað svo sem gerist, það verður bara að koma í ljós og í kjölfarið á þessu samtali á miðvikudag.“
Dalabyggð Verslun Matvöruverslun Byggðamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira