Eftir jafntefli gegn botnliði Clermont í síðustu umferð þurfti stórlið PSG að snúa genginu við til að halda í við topplið Monaco.
Vitinha kom liðinu yfir gegn Rennes í kvöld á 32. mínútu áður en Achraf Hakimi tvöfaldaði forystuna fjórum mínútum síðar eftir stoðsendingu frá hinum 17 ára Warren Zaire-Emery.
Amine Gouiri minnkaði þó muninn fyrir Rennes snemma í síðari hálfleik, en Randal Kolo Muani tryggði gestunum öruggan 3-1 sigur á 58. mínútu með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
PSG er nú með 15 stig í þriðja sæti deildarinnar að átta umferðum loknum, tveimur stigum á eftir toppliði Monaco. Rennes situr hins vegar í áttunda sæti með 11 stig.