Kærir kynfræðslubók fyrir hönd foreldra: „Á þetta erindi við börn, ef fullorðið fólk sættir sig ekki við þetta?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 8. október 2023 13:25 Arnar Þór hefur kært bókina Kyn, kynlíf og allt hitt, en hann og Árelía Eydís Guðmundsdóttir ræddu um málið í Sprengisandi í dag. Vísir Lögmaður hefur fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra lagt inn kæru á hendur Menntamálastofnun vegna útgáfu bókarinnar Kyn, kynlíf og allt hitt. Bókin er ætluð grunnskólabörnum, en Arnar segir umbjóðendur sínir telji hana særi blygðunarkennd, og brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. Þetta kom fram í viðtali við Arnar Þór Jónsson, lögmann, í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar bendir hann á að í hegningarlögum sé bann við því að börn séu sýnd á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Mat umbjóðenda hans sé að það sé gert í bókinni. „Að grafískar lýsingar á kynlífi, hvatning til kynferðislegra athafna, hvatning til að jafnvel börn séu að taka myndir af sínum viðkvæmustu svæðum, hvatning til þess að börn séu að prófa alls konar kossa og svona myndefni sem er verið að hengja upp í skólum landsins. Myndefni sem yrði jafnvel ekki hengt upp á vinnustöðum fullorðins fólks. Þá spyr fólk: Á þetta erindi við börn, ef fullorðið fólk sættir sig ekki við þetta?“ spyr Arnar. Hann tekur fram að hann væri ekki að varpa fram sínum eigin skoðunum heldur væri hann talsmaður foreldra sem hefðu þessar áhyggjur. Óleikur að fræða ekki börnin Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, ræddi einnig um málið í Sprengisandi og segist taka eftir áhyggjum Arnars. Þó bendir hún á könnun sem hafi nýlega komið á borð hennar þar sem fram kemur að rúmur helmingur stúlkna í tíunda bekk hafi fengið beiðni um kynferðislega mynd af sér. „Ætlum að gera okkur þann óleik að mennta ekki börnin okkar og fræða þau um til dæmis áhrif kláms?“ segir Árelía sem bendir á að klámáhorf ungra drengja verði til þess að þeir geti síður tengst konum. „Þannig þið getið ímyndað ykkur hversu áhrifin eru mikil.“ Árelía útskýrir að sex ára börnum sé ekki dembt beint ofan í sömu kynfræðslu og eldri nemendum. Miðað sé við þroska barnanna við kennsluna. „Það er svo auðvelt að taka svona bók og taka eitthvað eitt sem sjokkerar þig mest, og segja að þetta sé ekki hægt. En það er ekki þannig,“ segir hún og útskýrir að kennarar setji kennsluna upp eins og þeir telji best og meti þá aldur og þroska barnanna. Þó minnist Árelía á að vegna mikillar umræðu og tortryggni sumra í garð kynfræðslu í grunnskólum hafi kennarar farið að veigra sér við því að fjalla um umrædd málefni í kennslustofum. Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Arnar Þór Jónsson, lögmann, í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar bendir hann á að í hegningarlögum sé bann við því að börn séu sýnd á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Mat umbjóðenda hans sé að það sé gert í bókinni. „Að grafískar lýsingar á kynlífi, hvatning til kynferðislegra athafna, hvatning til að jafnvel börn séu að taka myndir af sínum viðkvæmustu svæðum, hvatning til þess að börn séu að prófa alls konar kossa og svona myndefni sem er verið að hengja upp í skólum landsins. Myndefni sem yrði jafnvel ekki hengt upp á vinnustöðum fullorðins fólks. Þá spyr fólk: Á þetta erindi við börn, ef fullorðið fólk sættir sig ekki við þetta?“ spyr Arnar. Hann tekur fram að hann væri ekki að varpa fram sínum eigin skoðunum heldur væri hann talsmaður foreldra sem hefðu þessar áhyggjur. Óleikur að fræða ekki börnin Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, ræddi einnig um málið í Sprengisandi og segist taka eftir áhyggjum Arnars. Þó bendir hún á könnun sem hafi nýlega komið á borð hennar þar sem fram kemur að rúmur helmingur stúlkna í tíunda bekk hafi fengið beiðni um kynferðislega mynd af sér. „Ætlum að gera okkur þann óleik að mennta ekki börnin okkar og fræða þau um til dæmis áhrif kláms?“ segir Árelía sem bendir á að klámáhorf ungra drengja verði til þess að þeir geti síður tengst konum. „Þannig þið getið ímyndað ykkur hversu áhrifin eru mikil.“ Árelía útskýrir að sex ára börnum sé ekki dembt beint ofan í sömu kynfræðslu og eldri nemendum. Miðað sé við þroska barnanna við kennsluna. „Það er svo auðvelt að taka svona bók og taka eitthvað eitt sem sjokkerar þig mest, og segja að þetta sé ekki hægt. En það er ekki þannig,“ segir hún og útskýrir að kennarar setji kennsluna upp eins og þeir telji best og meti þá aldur og þroska barnanna. Þó minnist Árelía á að vegna mikillar umræðu og tortryggni sumra í garð kynfræðslu í grunnskólum hafi kennarar farið að veigra sér við því að fjalla um umrædd málefni í kennslustofum.
Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira