Þurfti að taka vel til í vinahópnum eftir særandi slúðursögur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. október 2023 11:34 Haraldur Logi og Drífa á góðri stundu. Líf Drífu Bjarkar Linnett Kristjánsdóttur breyttist varanlega í febrúar í fyrra þegar hún missti eiginmann sinn í eldsvoða sem varð í bílskúr heimilis þeirra á Tenerife. Litlu munaði að fleiri í fjölsyldunni yrðu eldinum að bráð. Drífa ræðir þá erfiðu reynslu og áfall sem fylgdi því að missa maka í hlaðvarpi Einars Bárðarsonar, Einmitt. Hún talar um sorgina, heimilismissinn, vinslit, dómstól götunnar og uppbyggingu nýs lífs. Í þættinum segir Drífa frá lífi hennar og eiginmannsins, Haraldar Loga Hrafnkelssonar eftir að þau kynntust. Drífa og Halli Logi voru með rekstur á Íslandi, heildsöluna Reykjavík Warehouse og sumarveitingastað og tjaldsvæðið í Hraunborgum. Þau voru komin með annan fótinn til Tenerife og ráku þar kaffibarinn Backyard í verslunarmiðstöð yfir veturinn. Drífa lýsir æsku sinni þannig að hún hafi átt föður sem minnti á Gísla á Uppsölum; sveitadurg og hann kunni allt, af gamla skólanum og bjó á sama blettinum allt sitt líf. „Svo var mamma með þetta rosalega viðskiptavit og kjarnakona. Ég er alin upp í þessu umhverfi og það eru forréttindi sem er ekki hægt að taka úr mér!“ Fjölskyldan saman á vöktum Þegar Drífa kynntist Halla var hún fasteignasali en hann starfaði hjá Birtíngi og Íslandsbanka. Heildsalan var stofnuð í bílskúrnum hjá þeim eftir að þau hófu búskap. Þau áttu sumarbústað í Hraunborgum og fannst vanta meiri metnað í rekstur veitingastaðarins þar. „Halli var ekki alveg til í það fyrst en gaf sig og börnin fengu sitt hlutverk og við vorum saman á vöktum. Þegar Halli dó breyttist þetta og við urðum því miður að selja. Það var erfitt skref að sleppa tökunum á þessu en á sama tíma eina vitið.“ Saman áttu Drífa og Halli börnin Harald Loga yngri og Björk Linnet, en Drífa átti áður dótturina Söru Jasmín sem Halli ól upp sem eigin dóttur. Árið 2008 fór fjölskyldan saman í frí til Tenerife og Drífa sá tækifæri alls staðar. Tíu árum síðar voru þau með mjög margt á sinni könnu og yngsta barn á leikskóla. „Þá sá ég tækifæri til að vera meira með Björk og kenna henni annað en að vinna. Íslensk kona auglýsti hús til leigu í þrjá mánuði og Halli hvatti mig til að fara út og þar var vorum við tvær saman í níu mánuði og strákanir komu oft út til okkar. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið fyrir mig. Miklu meiri ró samhliða fjarvinnunni. Halli sinnti öðru heima. Þetta endaði með því að við fluttum öll út, í annað hús, krakkarnir komnir í skóla þar og svo unnum við í Hraunborgum á sumrin.“ Eldsvoðinn og aðdragandinn Drífa segir í viðtalinu í sláandi smáatriðum frá aðdraganda sviplegs fráfalls fjölsylduföðurins eftir að hún hafði farið heim á undan honum úr stórafmæli vinar þeirra. Hún vaknaði svo ein í rúminu að morgni sunnudags við það að kviknað var í húsinu. Viðbragðsaðilar komu Drífu og börnunum í öruggt skjól en Harald var hvergi að finna. Drífa var í ömurlegri stöðu. Hún horfði á heimilið sitt brenna og var á sama tíma fúl út í eiginmanninn sem hafði ekki skilað sér heim. Á sama tíma hafði hún áhyggjur af hvar hann væri. Viðbragðsaðilar tilkynntu henni svo að Haraldur hefði fundist látinn í bíl í bílskúrnum. Hann hefði farist í brunanum. Enn er óljóst hvað olli brunanum. Af öryggismyndavélum mátti sjá þegar Haraldur kom heim. „Halli kom heim lyklalaus eftir að við vorum sofnuð. Hann vildi ekki vekja okkur og sofnaði í öðrum bílnum. Þetta var í febrúar og orðið dálítið kalt og hann ræsti því bílinn og sofnaði. Öll atburðarásin náðist í öryggismyndavélum.“ Óljóst er hvað olli eldinum. Drífa segir 47 þúsund bíla af sömu árgerð og tegund og Halli settist í hafa verið afturkallaðar af umboðinu. Þau hafi verið með bílaleigubíl en eigandi bílaleigunnar ekki sinnt því. Í framhaldinu var húsið þeirra innsiglað sem rannsóknarvettvangur og Drífa flutti með börnin á hótel. Þar þurfti hún að færa börnunum sorgarfréttirnar og mæta í skýrslutökur í áfalli. Fjölmiðlar ytra voru byrjaðir að birta myndir af húsinu. Dómstóll götunnar bætti gráu ofan á svart. „Svo komu alls kyns sárar sögusagnir sem flæktu málin mjög mikið og svertu minningu Halla og fjölskyldunnar. Fólk er enn að ræða í matarboðum og segja að Halli hafi verið tengdur mafíustarfsemi. Allt í einu er lítill kaffistaður í miðju molli orðinn að rússneskum næturklúbbi þar sem seld eru vopn. Raunverulegir vinir okkar eru meðal þeirra sem hafa dreift slíku og ég hef þurft að taka vel til í mínum vinahópi eftir þetta.“ Fasteignasali og fjárfestir Drífa og börnin eru búin að mæta miklu mótlæti í sínu sorgarferli. Drífa er aftur orðin fasteignasali á Spáni og einnig fjárfestir. Hún er að reyna að koma fjölskyldunni upp heimili á ný, ná áttum og taka ákvarðanir fyrir marga. „Það hefur fylgt mér að vera hluti af einhverju sjálfbætandi og mannbætandi og ég hef alltaf einblínt á leiðir til góðs lífs. Maður er t.d. alltaf á réttri leið í bataferli í sorginni þegar maður leyfir tilfinningum að koma þegar þær eiga að koma. Leyfir ferlinu að gerast. Og því er erfitt þegar fólk vill gefa manni vel meint óumbeðin ráð. Þetta þarf að allt að hafa sinn tíma. Þetta fólk hefur ekki verið í þessum sporum og ég hef alveg staðið mig vel hingað til.“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Sjá meira
Drífa ræðir þá erfiðu reynslu og áfall sem fylgdi því að missa maka í hlaðvarpi Einars Bárðarsonar, Einmitt. Hún talar um sorgina, heimilismissinn, vinslit, dómstól götunnar og uppbyggingu nýs lífs. Í þættinum segir Drífa frá lífi hennar og eiginmannsins, Haraldar Loga Hrafnkelssonar eftir að þau kynntust. Drífa og Halli Logi voru með rekstur á Íslandi, heildsöluna Reykjavík Warehouse og sumarveitingastað og tjaldsvæðið í Hraunborgum. Þau voru komin með annan fótinn til Tenerife og ráku þar kaffibarinn Backyard í verslunarmiðstöð yfir veturinn. Drífa lýsir æsku sinni þannig að hún hafi átt föður sem minnti á Gísla á Uppsölum; sveitadurg og hann kunni allt, af gamla skólanum og bjó á sama blettinum allt sitt líf. „Svo var mamma með þetta rosalega viðskiptavit og kjarnakona. Ég er alin upp í þessu umhverfi og það eru forréttindi sem er ekki hægt að taka úr mér!“ Fjölskyldan saman á vöktum Þegar Drífa kynntist Halla var hún fasteignasali en hann starfaði hjá Birtíngi og Íslandsbanka. Heildsalan var stofnuð í bílskúrnum hjá þeim eftir að þau hófu búskap. Þau áttu sumarbústað í Hraunborgum og fannst vanta meiri metnað í rekstur veitingastaðarins þar. „Halli var ekki alveg til í það fyrst en gaf sig og börnin fengu sitt hlutverk og við vorum saman á vöktum. Þegar Halli dó breyttist þetta og við urðum því miður að selja. Það var erfitt skref að sleppa tökunum á þessu en á sama tíma eina vitið.“ Saman áttu Drífa og Halli börnin Harald Loga yngri og Björk Linnet, en Drífa átti áður dótturina Söru Jasmín sem Halli ól upp sem eigin dóttur. Árið 2008 fór fjölskyldan saman í frí til Tenerife og Drífa sá tækifæri alls staðar. Tíu árum síðar voru þau með mjög margt á sinni könnu og yngsta barn á leikskóla. „Þá sá ég tækifæri til að vera meira með Björk og kenna henni annað en að vinna. Íslensk kona auglýsti hús til leigu í þrjá mánuði og Halli hvatti mig til að fara út og þar var vorum við tvær saman í níu mánuði og strákanir komu oft út til okkar. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið fyrir mig. Miklu meiri ró samhliða fjarvinnunni. Halli sinnti öðru heima. Þetta endaði með því að við fluttum öll út, í annað hús, krakkarnir komnir í skóla þar og svo unnum við í Hraunborgum á sumrin.“ Eldsvoðinn og aðdragandinn Drífa segir í viðtalinu í sláandi smáatriðum frá aðdraganda sviplegs fráfalls fjölsylduföðurins eftir að hún hafði farið heim á undan honum úr stórafmæli vinar þeirra. Hún vaknaði svo ein í rúminu að morgni sunnudags við það að kviknað var í húsinu. Viðbragðsaðilar komu Drífu og börnunum í öruggt skjól en Harald var hvergi að finna. Drífa var í ömurlegri stöðu. Hún horfði á heimilið sitt brenna og var á sama tíma fúl út í eiginmanninn sem hafði ekki skilað sér heim. Á sama tíma hafði hún áhyggjur af hvar hann væri. Viðbragðsaðilar tilkynntu henni svo að Haraldur hefði fundist látinn í bíl í bílskúrnum. Hann hefði farist í brunanum. Enn er óljóst hvað olli brunanum. Af öryggismyndavélum mátti sjá þegar Haraldur kom heim. „Halli kom heim lyklalaus eftir að við vorum sofnuð. Hann vildi ekki vekja okkur og sofnaði í öðrum bílnum. Þetta var í febrúar og orðið dálítið kalt og hann ræsti því bílinn og sofnaði. Öll atburðarásin náðist í öryggismyndavélum.“ Óljóst er hvað olli eldinum. Drífa segir 47 þúsund bíla af sömu árgerð og tegund og Halli settist í hafa verið afturkallaðar af umboðinu. Þau hafi verið með bílaleigubíl en eigandi bílaleigunnar ekki sinnt því. Í framhaldinu var húsið þeirra innsiglað sem rannsóknarvettvangur og Drífa flutti með börnin á hótel. Þar þurfti hún að færa börnunum sorgarfréttirnar og mæta í skýrslutökur í áfalli. Fjölmiðlar ytra voru byrjaðir að birta myndir af húsinu. Dómstóll götunnar bætti gráu ofan á svart. „Svo komu alls kyns sárar sögusagnir sem flæktu málin mjög mikið og svertu minningu Halla og fjölskyldunnar. Fólk er enn að ræða í matarboðum og segja að Halli hafi verið tengdur mafíustarfsemi. Allt í einu er lítill kaffistaður í miðju molli orðinn að rússneskum næturklúbbi þar sem seld eru vopn. Raunverulegir vinir okkar eru meðal þeirra sem hafa dreift slíku og ég hef þurft að taka vel til í mínum vinahópi eftir þetta.“ Fasteignasali og fjárfestir Drífa og börnin eru búin að mæta miklu mótlæti í sínu sorgarferli. Drífa er aftur orðin fasteignasali á Spáni og einnig fjárfestir. Hún er að reyna að koma fjölskyldunni upp heimili á ný, ná áttum og taka ákvarðanir fyrir marga. „Það hefur fylgt mér að vera hluti af einhverju sjálfbætandi og mannbætandi og ég hef alltaf einblínt á leiðir til góðs lífs. Maður er t.d. alltaf á réttri leið í bataferli í sorginni þegar maður leyfir tilfinningum að koma þegar þær eiga að koma. Leyfir ferlinu að gerast. Og því er erfitt þegar fólk vill gefa manni vel meint óumbeðin ráð. Þetta þarf að allt að hafa sinn tíma. Þetta fólk hefur ekki verið í þessum sporum og ég hef alveg staðið mig vel hingað til.“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan.
Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fleiri fréttir „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Sjá meira