Ákvað að börnin myndu ekki missa mömmu sína líka Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. ágúst 2023 20:00 Haraldur Logi lést af slysförum 6. febrúar í fyrra. Drífa Björk Linnet. „Það skiptir mig miklu máli að reyna að hafa skaðann eins takmarkaðann og hægt er eftir slíkan harmleik,“ segir fjárfestirinn, Drífa Björk Linnet ekkja Haraldar Loga Hrafnkelssonar. Hún hefur reynt að láta sorgina ekki heltaka líf sitt. Haraldur lést af slysförum þegar eldur kom upp á heimili þeirra hjóna á Tenerife í febrúar fyrra. „Ég ákvað strax að börnin mín myndu ekki missa mömmu sína líka þennan dag og hef ég því gert allt sem ég get til að halda lífi okkar eins líku því og það var áður. Það er náttúrulega engan veginn eins, þar sem bæði pabbi þeirra og heimilið okkar fór samdægurs en þau allavega misstu mig ekki eins og vel getur gerst þegar sorgin heltekur fólk,“ segir Drífa í samtali við Vísi. Hún trúir því að í kjölfar erfiðis komi eitthvað gott á móti. Halli og yngri dóttir þeirra.Drífa Björk Linnet. „Hugurinn ber mann hálfa leið hvort sem það er í áttina að því góða eða því slæma, ég trúi á það góða svo ég hlýt að fá það.“ Drífa og Haraldur eignuðust tvö börn saman, Harald Loga Jr. og Björk Linnet. Fyrir átti Drífa dótturina Söru Jasmín. Að sögn Drífu lítur hún björtum augum til framtíðar. Hún er með skemmtileg verkefni á teikniborðinu. „Það hefur aldrei neitt annað komið til greina en að eiga gott og innihaldsríkt líf alltaf. Sama hvaða verkefni lífið réttir manni,“ segir Drífa auðmjúk Halli og Drífa á brúðkaupsdaginn þeirra.Drífa Björk Linnet. „Ég bjartsýn og jákvæð að eðlisfari. það getur komið manni langt.“ Afmælisveisla í anda Halla Halli hefði orðið 51 árs 23. ágúst síðastliðinn. Í tilefni dagsins fagnaði fjölskyldan deginum, í hans anda, með rauðvíni og steik. „Við fórum út að borða í Hafnarfirði, heimabænum hans, á Krydd veitingahúsi. Staðurinn var í miklu uppáhaldi hjá honum. Mamma mín, Anna Árnadóttir, sem reyndist honum alltaf sem móðir, kom með okkur,“ segir Drífa og bætir við: „Halli og mamma voru mjög náin og áttu fallegt samband. Ég er ótrúlega þakklát fyrir það. Hún hefur staðið við bakið á mér og krökkunum sem klettur og er með okkur öllum stundum.“ Aðspurð segist Drífa vera óákveðin hvar hún vilji skjóta niður rótum. Sem stendur er fjölskyldan á flakki milli Íslands og Spánar. Halli og Drífa áttu fallegt samband.Drífa Björk Linnet. Lífið of stutt fyrir leiðindi Drífa minntist Halla og tímanna þeirra saman í einlægri færslu á samfélagsmiðlum í tilefni dagsins. Hún lýsir sambandi þeirra sem fallegu og drama lausu. „Ég var að skoða persónuleg samskipti á milli okkar og gamlar afmæliskveðjur og ég er svo þakklát fyrir hvað ég var dugleg að segja beint við hann hvað ég var þakklát og sjúk í hann alla daga. Samskipti okkar voru alltaf dramalaus og falleg og börnin okkar búa að því alla ævi að svona eigi samskipti milli hjóna að vera,“ segir í færslunni. Að sögn Drífu hafi Halli verið besti maður sem hún hafi kynnst. Enginn sé fulkominn en Halli hafi komist nálægt því. View this post on Instagram A post shared by Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir (@drifabk) „Rifrildi og drama eru svo mikill orkuþjófur og óþarfi að það er engum hollt að búa í svoleiðis umhverfi. Stjórnsemi er líka eitruð og allir einstaklingar verða að fá að hafa sýna vængi. Afbrýðisemi er óþolandi og fýlustjórnun og mislyndi er vægast sagt ósjarmerandi. Ekkert af þessu hrjáði Halla svo gangi mér vel bara,“ segir í færslunni. Drífa biðlar til annarra hjóna að venja sig á falleg samskipti. Fyrir sambandið og börnin. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir (@drifabk) Ástin og lífið Tímamót Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fær loksins lík eiginmannsins afhent Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir tilkynnti í myndbandi á Instagram að loksins fái fjölskyldan lík Haralds Loga Hrafnkelssonar til sín eftir að hann lést í eldsvoða á Spáni þann 6. febrúar fyrr á þessu ári. Drífa hefur barist fyrir því að fá lík eiginmannsins afhent síðan hann féll frá. 5. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Haraldur lést af slysförum þegar eldur kom upp á heimili þeirra hjóna á Tenerife í febrúar fyrra. „Ég ákvað strax að börnin mín myndu ekki missa mömmu sína líka þennan dag og hef ég því gert allt sem ég get til að halda lífi okkar eins líku því og það var áður. Það er náttúrulega engan veginn eins, þar sem bæði pabbi þeirra og heimilið okkar fór samdægurs en þau allavega misstu mig ekki eins og vel getur gerst þegar sorgin heltekur fólk,“ segir Drífa í samtali við Vísi. Hún trúir því að í kjölfar erfiðis komi eitthvað gott á móti. Halli og yngri dóttir þeirra.Drífa Björk Linnet. „Hugurinn ber mann hálfa leið hvort sem það er í áttina að því góða eða því slæma, ég trúi á það góða svo ég hlýt að fá það.“ Drífa og Haraldur eignuðust tvö börn saman, Harald Loga Jr. og Björk Linnet. Fyrir átti Drífa dótturina Söru Jasmín. Að sögn Drífu lítur hún björtum augum til framtíðar. Hún er með skemmtileg verkefni á teikniborðinu. „Það hefur aldrei neitt annað komið til greina en að eiga gott og innihaldsríkt líf alltaf. Sama hvaða verkefni lífið réttir manni,“ segir Drífa auðmjúk Halli og Drífa á brúðkaupsdaginn þeirra.Drífa Björk Linnet. „Ég bjartsýn og jákvæð að eðlisfari. það getur komið manni langt.“ Afmælisveisla í anda Halla Halli hefði orðið 51 árs 23. ágúst síðastliðinn. Í tilefni dagsins fagnaði fjölskyldan deginum, í hans anda, með rauðvíni og steik. „Við fórum út að borða í Hafnarfirði, heimabænum hans, á Krydd veitingahúsi. Staðurinn var í miklu uppáhaldi hjá honum. Mamma mín, Anna Árnadóttir, sem reyndist honum alltaf sem móðir, kom með okkur,“ segir Drífa og bætir við: „Halli og mamma voru mjög náin og áttu fallegt samband. Ég er ótrúlega þakklát fyrir það. Hún hefur staðið við bakið á mér og krökkunum sem klettur og er með okkur öllum stundum.“ Aðspurð segist Drífa vera óákveðin hvar hún vilji skjóta niður rótum. Sem stendur er fjölskyldan á flakki milli Íslands og Spánar. Halli og Drífa áttu fallegt samband.Drífa Björk Linnet. Lífið of stutt fyrir leiðindi Drífa minntist Halla og tímanna þeirra saman í einlægri færslu á samfélagsmiðlum í tilefni dagsins. Hún lýsir sambandi þeirra sem fallegu og drama lausu. „Ég var að skoða persónuleg samskipti á milli okkar og gamlar afmæliskveðjur og ég er svo þakklát fyrir hvað ég var dugleg að segja beint við hann hvað ég var þakklát og sjúk í hann alla daga. Samskipti okkar voru alltaf dramalaus og falleg og börnin okkar búa að því alla ævi að svona eigi samskipti milli hjóna að vera,“ segir í færslunni. Að sögn Drífu hafi Halli verið besti maður sem hún hafi kynnst. Enginn sé fulkominn en Halli hafi komist nálægt því. View this post on Instagram A post shared by Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir (@drifabk) „Rifrildi og drama eru svo mikill orkuþjófur og óþarfi að það er engum hollt að búa í svoleiðis umhverfi. Stjórnsemi er líka eitruð og allir einstaklingar verða að fá að hafa sýna vængi. Afbrýðisemi er óþolandi og fýlustjórnun og mislyndi er vægast sagt ósjarmerandi. Ekkert af þessu hrjáði Halla svo gangi mér vel bara,“ segir í færslunni. Drífa biðlar til annarra hjóna að venja sig á falleg samskipti. Fyrir sambandið og börnin. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir (@drifabk)
Ástin og lífið Tímamót Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fær loksins lík eiginmannsins afhent Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir tilkynnti í myndbandi á Instagram að loksins fái fjölskyldan lík Haralds Loga Hrafnkelssonar til sín eftir að hann lést í eldsvoða á Spáni þann 6. febrúar fyrr á þessu ári. Drífa hefur barist fyrir því að fá lík eiginmannsins afhent síðan hann féll frá. 5. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Fær loksins lík eiginmannsins afhent Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir tilkynnti í myndbandi á Instagram að loksins fái fjölskyldan lík Haralds Loga Hrafnkelssonar til sín eftir að hann lést í eldsvoða á Spáni þann 6. febrúar fyrr á þessu ári. Drífa hefur barist fyrir því að fá lík eiginmannsins afhent síðan hann féll frá. 5. ágúst 2022 11:02