Lífið

Fær loksins lík eiginmannsins afhent

Elísabet Hanna skrifar
Hjónin bjuggu saman á Spáni með fjölskyldunni.
Hjónin bjuggu saman á Spáni með fjölskyldunni. Skjáskot/Instagram

Drífa Björk Linn­et Kristjáns­dótt­ir tilkynnti í myndbandi á Instagram að loksins fái fjölskyldan lík Haralds Loga Hrafn­kels­son­ar til sín eftir að hann lést í eldsvoða á Spáni þann 6. fe­brú­ar fyrr á þessu ári. Drífa hefur barist fyrir því að fá lík eiginmannsins afhent síðan hann féll frá.

Fagna því að fá Halla

„Við erum smá að fagna. Við erum bún­ar að fá frétt­ir um það að við erum að fara að fá Halla til okk­ar. Ég var á fundi í morg­un og aft­ur núna seinni part­inn með út­faraþjón­ustu og það lít­ur allt út fyr­ir það að við get­um fengið Halla til okk­ar,“ segir hún í myndbandinu og bætir við: „Þeir ætla sem sagt af mannúðarástæðum að af­henda hann þrátt fyr­ir að mál­inu sé ekki lokið. Þeir eru ennþá að reyna að finna upp­tök elds­ins.“

Drífa segir að dánarvottorðið muni líklega innihalda þær upplýsingar að hann hafi látist af slysförum þrátt fyrir að rannsókn á málinu sé ekki lokið og upptök eldsins hafi enn ekki fundist. Hún tekur það fram í myndbandinu að samkvæmt öryggismyndavélum sé ekki um sakamál né sjálfsvíg að ræða og líklega hafi reykurinn verið dánarorsökin.

„Það er enginn sem getur sett sig í þessi spor án þess að hafa verið þar.“

Fær ekki giftingarhringinn

Ég er búin að vera eins og biluð plata hjá löggunni að reyna að spyrja alltaf að því sama því það sem skiptir mig máli í þessu öllu saman er: „Hvenær fæ ég Halla? og funduð þið giftingarhringinn?“ Núna hefur Drífa fengið svör um að hún sé að fá Halla en hringurinn eyðilagðist í eldsvoðanum.

Hún segist hafa beðið lengi eftir því að fá að nálgast hann og að líkið verði brennt í framhaldinu og flutt þannig til Íslands frá Tenerife ásamt því að vera dreift á hans uppáhaldsstaði.

Vöknuðu við eldinn

Drífa lýsti örlagaríka deginum á Instagram miðli sínum í síðustu viku þegar það kviknaði í húsi fjölskyldunnar á Tenerife. Eldri dóttir hennar vaknaði við eldinn, gerði móður sinni viðvart og kallað var eftir aðstoð. Eftir að búið var að slökkva eldinn og koma fjölskyldunni í öruggt skjól fékk hún hræðilegu fréttirnar: „Þegar það er búið koma þeir til mín og segj­ast hafa fundið mann­inn minn í ein­um af tveim­ur bif­reiðum í bíl­skúrn­um og hafi hann strax verið úr­sk­urðaður lát­inn.“

„Á meðan ég er að reyna að finna hótel, vissu börnin ekkert og spurðu í sífellu hvort ég ætlaði ekki að hringja í pabba þeirra og segja honum að það hafi kviknað í. Eftir að ég er búin að innrita mig á hótelið segi ég börnunum fréttirnar um að pabbi þeirra sé dáinn.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.