Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Jón Þór Stefánsson skrifar 6. október 2023 14:09 Gjaldskyldan hefði náð yfir um 1280 stæði, sem eru ætluð starfsfólki, skjólstæðingum og aðstandendum. Rúmlega tvöhundruð starfsmenn höfðu mótmælt ákvörðuninni. Vísir/Vilhelm Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. Rúmlega tvöhundruð manns hafa mótmælt fyrirhugaðri gjaldtöku í undirskriftasöfnun á netinu. Þar hafa ýmsir starfsmenn spítalans skrifað athugasemdir þar sem þeir útskýra hvernig gjaldtaka myndi henta sér illa. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, segir ljóst að umræddar breytingar hafi þarfnast frekari kynningar og meiri umræðu innan Landspítalans. „Forstjóri hefur því ákveðið að fresta gildistöku að sinni og fara betur yfir málið, meðal annars á starfsmannafundi þar sem farið verður yfir þau sjónarmið sem mestu máli skipta.“ Bílastæðin sem um ræðir eru 1280 talsins, en þau eiga einungis að vera ætluð starfsfólki, skjólstæðingum og aðstandendum. „Við starfsfólk Landspítala Hringbrautar mótmælum harðlega að þurfa að borga fyrir bílastæði við vinnustað okkar. Ekki er sanngjarnt að mismuna ríkisstarfsmönnum og hvað þá að leggja álögurnar eingöngu á ákveðin hóp Landspítalastarsmanna.“ segir á síðu undirskriftasöfnunarinnar. „Samgöngur í Reykjavík bjóða ekki uppá að mæta á réttum tíma í vinnuna (kl.07). Starfsmenn búa í mismunandi sveitafélögum sem ekki bjóða uppá almenningssamgöngur.“ Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóst sem stjórnendur spítalans fengu sendan fyrr í þessari viku þar sem áformin voru kynnt. Þar sagði að gjaldskylda hefði verið tekin upp fyrir bílastæði umhverfis bílastæði Landspítalans. Þar af leiðandi segir að spítalinn þurfi að grípa til aðgerða til að sporna við mikilli ásókn í bílastæðin sín. „Breytingin er í takti við umhverfis- og loftslagsstefnu Landspítala sem hefur að markmiði að draga úr bílaumferð, minnka kolefnisspor og hvetja til grænni samgöngumáta.“ segir í tölvupóstinum. Þá er greint frá samkomulagi sem hafi verið gert við fyrirtækið Green Parking, sem muni sjá til þess að starfsmenn geti fengið aðgang að bílastæðunum sem um ræðir fyrir þúsund krónur á mánuði, með því að skrá bílana sína. Landspítalinn Samgöngur Bílastæði Reykjavík Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Rúmlega tvöhundruð manns hafa mótmælt fyrirhugaðri gjaldtöku í undirskriftasöfnun á netinu. Þar hafa ýmsir starfsmenn spítalans skrifað athugasemdir þar sem þeir útskýra hvernig gjaldtaka myndi henta sér illa. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, segir ljóst að umræddar breytingar hafi þarfnast frekari kynningar og meiri umræðu innan Landspítalans. „Forstjóri hefur því ákveðið að fresta gildistöku að sinni og fara betur yfir málið, meðal annars á starfsmannafundi þar sem farið verður yfir þau sjónarmið sem mestu máli skipta.“ Bílastæðin sem um ræðir eru 1280 talsins, en þau eiga einungis að vera ætluð starfsfólki, skjólstæðingum og aðstandendum. „Við starfsfólk Landspítala Hringbrautar mótmælum harðlega að þurfa að borga fyrir bílastæði við vinnustað okkar. Ekki er sanngjarnt að mismuna ríkisstarfsmönnum og hvað þá að leggja álögurnar eingöngu á ákveðin hóp Landspítalastarsmanna.“ segir á síðu undirskriftasöfnunarinnar. „Samgöngur í Reykjavík bjóða ekki uppá að mæta á réttum tíma í vinnuna (kl.07). Starfsmenn búa í mismunandi sveitafélögum sem ekki bjóða uppá almenningssamgöngur.“ Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóst sem stjórnendur spítalans fengu sendan fyrr í þessari viku þar sem áformin voru kynnt. Þar sagði að gjaldskylda hefði verið tekin upp fyrir bílastæði umhverfis bílastæði Landspítalans. Þar af leiðandi segir að spítalinn þurfi að grípa til aðgerða til að sporna við mikilli ásókn í bílastæðin sín. „Breytingin er í takti við umhverfis- og loftslagsstefnu Landspítala sem hefur að markmiði að draga úr bílaumferð, minnka kolefnisspor og hvetja til grænni samgöngumáta.“ segir í tölvupóstinum. Þá er greint frá samkomulagi sem hafi verið gert við fyrirtækið Green Parking, sem muni sjá til þess að starfsmenn geti fengið aðgang að bílastæðunum sem um ræðir fyrir þúsund krónur á mánuði, með því að skrá bílana sína.
Landspítalinn Samgöngur Bílastæði Reykjavík Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira