Fimmtán ár frá Guð blessi Ísland ræðunni Boði Logason skrifar 6. október 2023 14:02 Geir ávarpaði þjóðina klukkan fjögur þann 6. október 2008. Stöð 2 Í dag eru fimmtán ár frá því að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa landið. Geir ávarpaði þjóðina klukkan fjögur þann 6. október árið 2008 en oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. Í ávarpinu sagði hann meðal annars að heimsbyggðin öll gengi í gegnum mikla fjármálakreppu og ríkistjórnir í mörgum löndum myndu nú róa lífróður til að bjarga því sem bjargað verður heimafyrir. „Ég hvet ykkur öll til að standa vörð um það sem skiptir mestu máli í lífi hvers einasta manns, standa vörð um þau lífsgildi sem standast það gjörningaveður sem nú er að hefjast,“ sagði Geir meðal annars í ávarpinu. „Með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.“ Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma þar sem meðal annars var rætt við Björn Inga Hrafnsson, sem þá var ritstjóri Markaðarins, Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, Ellert B. Schram, þáverandi þingmann Samfylkingarinnar og Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi þingmann Vinstri Grænna og núverandi forsætisráðherra. Þingmenn og álitsgjafar í útsendingunni voru eðlilega ringluð og fáir vissu hvað var framundan. Nokkrum mínútum eftir ávarp Geirs sagði Katrín að staðan væri mjög þröng og ástandið væri mjög alvarlegt. „Það er nauðsynlegt að ríkið grípi til aðgerða, það er verið að gera það.“ Í samtali við fréttastofu árið 2018, þegar tíu ár voru frá ræðunni, útskýrði Geir hvað fór í gegnum huga hans þegar hann skrifaði ræðuna. „Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að þessi þrjú orð myndu vekja eins mikla athygli og þau gerði, að þetta yrði kannski það eina sem fólk myndi úr þessari ræðu - það var aldrei hugmyndin,“ sagði hann meðal annars. Alþingi Hrunið Efnahagsmál Tímamót Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Geir ávarpaði þjóðina klukkan fjögur þann 6. október árið 2008 en oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. Í ávarpinu sagði hann meðal annars að heimsbyggðin öll gengi í gegnum mikla fjármálakreppu og ríkistjórnir í mörgum löndum myndu nú róa lífróður til að bjarga því sem bjargað verður heimafyrir. „Ég hvet ykkur öll til að standa vörð um það sem skiptir mestu máli í lífi hvers einasta manns, standa vörð um þau lífsgildi sem standast það gjörningaveður sem nú er að hefjast,“ sagði Geir meðal annars í ávarpinu. „Með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.“ Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma þar sem meðal annars var rætt við Björn Inga Hrafnsson, sem þá var ritstjóri Markaðarins, Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, Ellert B. Schram, þáverandi þingmann Samfylkingarinnar og Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi þingmann Vinstri Grænna og núverandi forsætisráðherra. Þingmenn og álitsgjafar í útsendingunni voru eðlilega ringluð og fáir vissu hvað var framundan. Nokkrum mínútum eftir ávarp Geirs sagði Katrín að staðan væri mjög þröng og ástandið væri mjög alvarlegt. „Það er nauðsynlegt að ríkið grípi til aðgerða, það er verið að gera það.“ Í samtali við fréttastofu árið 2018, þegar tíu ár voru frá ræðunni, útskýrði Geir hvað fór í gegnum huga hans þegar hann skrifaði ræðuna. „Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að þessi þrjú orð myndu vekja eins mikla athygli og þau gerði, að þetta yrði kannski það eina sem fólk myndi úr þessari ræðu - það var aldrei hugmyndin,“ sagði hann meðal annars.
Alþingi Hrunið Efnahagsmál Tímamót Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira