Óskar Hrafn: „Mér fannst við eiga skilið meira út úr þessum leik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. október 2023 19:08 Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tapaði 0-1 gegn Zorya Luhansk á Laugardalsvelli í annarri umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikarnir voru á löngum köflum sterkari aðili leiksins en komu boltanum ekki sjálfir í netið. „Svekktur, mér fannst við eiga skilið meira út úr þessum leik. Spilamennskan var frábær á köflum, en kannski bara frábær upp að síðasta þriðjungi. Nálægt teignum hjá þeim tókum við slæmar ákvarðanir og sýndum ekki nógu mikil gæði í afgreiðslunum“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Óskar segir liðið hafa verið ragt við að skjóta að marki, í fyrri hálfleiknum sérstaklega, liðið hafi skapað sér fínar stöður inni á vellinum en ekki nýtt þær nægilega vel. „Í fyrri hálfleik sköpuðum við fullt af góðum stöðum en harðneituðum að skjóta á markið. Vorum að leita að betra færi sem kom svo aldrei, í seinni hálfleik vorum við aðeins beinskeyttari en það vantaði herslumuninn, við þurfum að vera betri inn í teig andstæðinganna.“ Zorya Luhansk er fyrirfram skrifað slakasti mótherji Breiðabliks í riðlakeppninni. Liðið hefur farið illa af stað og situr í næstneðsta sæti deildarinnar í sínu heimalandi. Leikurinn í dag var því algjörlega kjörið tækifæri fyrir Breiðablik að sækja stig. „Við horfum á alla leiki til að ná stigum, þú veist ekkert fyrirfram. Telur þig kannski eiga fínan möguleika á móti ákveðnum liðum en svo kemur annað í ljós, í dag fannst mér við sterkari aðilinn og þá er svekkjandi að fá ekkert úr þessu. En við getum ekki hugsað þannig að þetta hafi verið eini leikurinn [sem við gætum fengið stig úr], það er bara Gent næst og við þurfum bara að mæta þangað með kassann úti.“ Breiðablik lýkur Íslandsmótinu næsta sunnudag þegar liðið mætir Stjörnunni í baráttunni um 3. sæti Bestu deildarinnar. „Hann verður ljómandi skemmtilegur, hörkuleikur eins og þeir eru alltaf. Við ætlum okkur að vinna hann og taka þriðja sætið“ sagði Óskar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Sjá meira
„Svekktur, mér fannst við eiga skilið meira út úr þessum leik. Spilamennskan var frábær á köflum, en kannski bara frábær upp að síðasta þriðjungi. Nálægt teignum hjá þeim tókum við slæmar ákvarðanir og sýndum ekki nógu mikil gæði í afgreiðslunum“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Óskar segir liðið hafa verið ragt við að skjóta að marki, í fyrri hálfleiknum sérstaklega, liðið hafi skapað sér fínar stöður inni á vellinum en ekki nýtt þær nægilega vel. „Í fyrri hálfleik sköpuðum við fullt af góðum stöðum en harðneituðum að skjóta á markið. Vorum að leita að betra færi sem kom svo aldrei, í seinni hálfleik vorum við aðeins beinskeyttari en það vantaði herslumuninn, við þurfum að vera betri inn í teig andstæðinganna.“ Zorya Luhansk er fyrirfram skrifað slakasti mótherji Breiðabliks í riðlakeppninni. Liðið hefur farið illa af stað og situr í næstneðsta sæti deildarinnar í sínu heimalandi. Leikurinn í dag var því algjörlega kjörið tækifæri fyrir Breiðablik að sækja stig. „Við horfum á alla leiki til að ná stigum, þú veist ekkert fyrirfram. Telur þig kannski eiga fínan möguleika á móti ákveðnum liðum en svo kemur annað í ljós, í dag fannst mér við sterkari aðilinn og þá er svekkjandi að fá ekkert úr þessu. En við getum ekki hugsað þannig að þetta hafi verið eini leikurinn [sem við gætum fengið stig úr], það er bara Gent næst og við þurfum bara að mæta þangað með kassann úti.“ Breiðablik lýkur Íslandsmótinu næsta sunnudag þegar liðið mætir Stjörnunni í baráttunni um 3. sæti Bestu deildarinnar. „Hann verður ljómandi skemmtilegur, hörkuleikur eins og þeir eru alltaf. Við ætlum okkur að vinna hann og taka þriðja sætið“ sagði Óskar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Sjá meira