Segir Bretland orðið óþekkjanlegt á alþjóðavettvangi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. október 2023 09:06 Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands. EPA-EFE/JAVIER ETXEZARRETA / PEUE / Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, segir að hann hafi áhyggjur af því að hvernig Bretland einangri sig á alþjóðavettvangi, að því er fram kemur á vef Guardian. Varadkar segir bresk stjórnvöld hafa gerst sek um einangrunarhyggju með útgöngu sinni úr Evrópusambandinu, lækkun framlaga til þróunarmála og vegna hugmynda stjórnvalda þar í landi um að segja skilið við mannréttindasáttamála Evrópu til að stemma stigu við komu flóttafólks yfir Ermasund. Varadkar hitti í gær Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands á fundi í Granada á Spáni þar sem leiðtogar 47 Evrópuríkja hittast á nýjum vettvangi Evrópulanda sem stofnaður var eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þar var hann sérstaklega spurður hvað sér finnist um hugmyndir Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, um að stjórnvöld segi skilið við skuldbindingar sínar gagnvart mannréttindadómstóli Evrópu. Hún segist ekki viss um hvort hann þjóni tilgangi sínum á tímum líkt og nú þar sem ólöglegir innflytjendur flykkist til Bretlands, yfir Ermasund, að hennar sögn. „Ég þarf að vera hreinskilinn. Það vekur hjá mér ugg að sjá Bretland einangra sig frá heiminum - hvort sem það er þegar það lækkar framlög sín til þróunarmála, eða hvort það er þegar það er þegar það yfirgefur Evrópusambandið og núna þetta tal um að segja skilið við mannréttindasáttmálann. Þetta er ekki það Bretland sem ég þekki,“ segir írski forsætisráðherrann. Varadkar sagði í gær í aðdraganda fundarins að hann hyggðist ræða þessi mál við breska starfsbróður sinn. Sunak fundaði einnig með Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. „Bretland sem ég elska og dáist að er land Magna Carta, stjórnarskrárvarinna réttinda, landið sem átti upptökin að þingbundnu lýðræði og landið sem aðstoðaði við gerð evrópska mannréttindasáttmálans.“ Írland Bretland Brexit Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Varadkar segir bresk stjórnvöld hafa gerst sek um einangrunarhyggju með útgöngu sinni úr Evrópusambandinu, lækkun framlaga til þróunarmála og vegna hugmynda stjórnvalda þar í landi um að segja skilið við mannréttindasáttamála Evrópu til að stemma stigu við komu flóttafólks yfir Ermasund. Varadkar hitti í gær Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands á fundi í Granada á Spáni þar sem leiðtogar 47 Evrópuríkja hittast á nýjum vettvangi Evrópulanda sem stofnaður var eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þar var hann sérstaklega spurður hvað sér finnist um hugmyndir Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, um að stjórnvöld segi skilið við skuldbindingar sínar gagnvart mannréttindadómstóli Evrópu. Hún segist ekki viss um hvort hann þjóni tilgangi sínum á tímum líkt og nú þar sem ólöglegir innflytjendur flykkist til Bretlands, yfir Ermasund, að hennar sögn. „Ég þarf að vera hreinskilinn. Það vekur hjá mér ugg að sjá Bretland einangra sig frá heiminum - hvort sem það er þegar það lækkar framlög sín til þróunarmála, eða hvort það er þegar það er þegar það yfirgefur Evrópusambandið og núna þetta tal um að segja skilið við mannréttindasáttmálann. Þetta er ekki það Bretland sem ég þekki,“ segir írski forsætisráðherrann. Varadkar sagði í gær í aðdraganda fundarins að hann hyggðist ræða þessi mál við breska starfsbróður sinn. Sunak fundaði einnig með Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. „Bretland sem ég elska og dáist að er land Magna Carta, stjórnarskrárvarinna réttinda, landið sem átti upptökin að þingbundnu lýðræði og landið sem aðstoðaði við gerð evrópska mannréttindasáttmálans.“
Írland Bretland Brexit Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira