Erlent

Fannst látinn í sjónum við Kristiansand

Atli Ísleifsson skrifar
Alþjóðleg handtökuskipun á hendur manninum var gefin út í síðustu viku.
Alþjóðleg handtökuskipun á hendur manninum var gefin út í síðustu viku. Lögregla í Noregi

Fjörutíu og sex ára karlmaður sem lögregla í Noregi lýsti eftir í síðustu viku vegna dráps á mæðgum í Kristiansand hefur fundist látinn. Maðurinn fannst látinn í sjónum, milli eyjanna Dybingen og Svensholmen fyrir utan bæinn.

Lögregla í Noregi greindi frá því á miðvikudaginn í síðustu viku að mæðgur – 42 ára kona og átta ára stúlka – hefðu fundist látnar á heimili í Vågsbygd í Kristiansand.

Daginn eftir var ákveðið að lýsa eftir manni konunnar og föður stúlkunnar, Alwan Ahmed Alawneh og var gefin út alþjóðleg handtökuskipun.

Greint var frá því að maður hefði fundist látinn í sjónum í gær og fékkst staðfest í dag að niðurstaða bráðabirgðaskýrslu bendi til að um Alawneh hafi verið að ræða.

Lögregla getur ekki gefið upp að svo stöddu hvað hafi dregið manninn til dauða.


Tengdar fréttir

Mæðgur myrtar í Noregi

Móðir og átta ára dóttir hennar fundust látnar í borginni Kristiansand í Noregi í dag. Málið er rannsakað sem morð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×