Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2023 14:01 Strætóstoppistöðin Hólsvegur, sem er að finna hægra megin á myndinni, mun brátt heyra sögunni til. 150 metrar eru í næstu stöð, það er Sunnutorg. Vísir/Arnar Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti tillögu samgöngustjóra borgarinnar þessa efnis á fundi sínum í gær. Framundan eru sömuleiðis framkvæmdir fyrirhugaðar við sameiningu stoppistöðva, einnig á leið 14, við Austurbrún, ekki langt frá stoppistöðinni Hólsvegi. Með þeirri framkvæmd er einnig ætlunin að hjálpa leið 14 að halda betur áætlun. Reykjavíkurborg Einungis er að finna stoppistöð við horn Hólsvegar og Langholtsvegar öðru megin götunnar. Bent er á að stutt sé í næstu stoppustöð, við Sunnutorg sem er í um 150 metra fjarlægð. Meira en fjórum mínútum of seinn í 40 prósent tilvika Í greinargerð kemur fram að ráðist hafi verið í talningu á innstigum í mars fyrr á þessu ári þar sem í ljóst kom að tólf innstig hafi verið á Hólsvegi þann daginn, eða 0,8 prósent innstiga á leiðinni þann daginn. Til samanburðar hafi innstigin verið 241 (16 prósent) við Hlemm og 166 (11 prósent) við Laugardalslaug. Strætisvagnar á leið 14 eru ítrekað seinir samkvæmt yfirliti borgarinnar.Vísir/Arnar Fram kemur að leið 14 hafi verið í vandræðum um allnokkra hríð og verið of sein, fjórar mínútur eða meira, í rúmlega 40 prósent ferða á fyrsta ársfjórðungi 2023. „Ástandið er erfiðast síðdegis á virkum dögum, en leiðin þræðir íbúahverfi þar sem umferð er mikil seinnipartinn. Tæplega 69% brottfara leiðar 14 á fyrsta ársfjórðungi 2023 voru þá of seinar samanborið við 38% fyrir höfuðborgarsvæðið í heild á sama tíma. Tvær stöðvar sameinaðar í Austurbrún. Rvk Nauðsynlegt er að bregðast við og lagfæra áætlun leiðar 14. Notendur hafa mikið kvartað undan óstundvísi leiðarinnar, bæði gegnum ábendingakerfi Strætó og á samfélagsmiðlum, enda er leið 14 vel nýtt og var sú leið Strætó sem var með flest innstig á hvern kílómetra árið 2022. Upplýsingar um tillöguna voru lagðar fram á 38. fundi íbúaráðs Laugardals 11. september 2023. Engar athugasemdir hafa borist frá íbúaráðinu eða íbúum vegna þessa,“ segir í greinargerð samgöngustjóra. Fyrirhuguð þrenging við nýja strætóstoppustöð á Austurbrún í Reykjavík. Rvk Sameina stöðvar í Austurbrún Á fundi ráðsins voru einnig kynntar þær framkvæmdir við strætóstöðvar sem til stendur að ráðast í á þessu ári. Þar var meðal annars tíundað að til stæði að sameina stöðvar á leið 14 sem ganga undir nafninu Dragavegur og Austurbrún í eina stoppistöð. Nýju stöðina yrði líkt og þær fyrri að finna á Austurbrún, nokkurn veginn miðja vegu milli Dragavegar og Hólsvegar og yrði þar komið upp þrengingu líkt og tíðkast við strætóstöðvar víða um borg. Ennfremur segir að ráðist sé í þær framkvæmdir að ósk Strætó og að tilgangurinn þar sé sömuleiðis að bæta stundvísi leiðar 14. Stoppistöðin Hólsvegur, á horni Hólsvegar og Langholtsvegar.Vísir/Arnar Strætó Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti tillögu samgöngustjóra borgarinnar þessa efnis á fundi sínum í gær. Framundan eru sömuleiðis framkvæmdir fyrirhugaðar við sameiningu stoppistöðva, einnig á leið 14, við Austurbrún, ekki langt frá stoppistöðinni Hólsvegi. Með þeirri framkvæmd er einnig ætlunin að hjálpa leið 14 að halda betur áætlun. Reykjavíkurborg Einungis er að finna stoppistöð við horn Hólsvegar og Langholtsvegar öðru megin götunnar. Bent er á að stutt sé í næstu stoppustöð, við Sunnutorg sem er í um 150 metra fjarlægð. Meira en fjórum mínútum of seinn í 40 prósent tilvika Í greinargerð kemur fram að ráðist hafi verið í talningu á innstigum í mars fyrr á þessu ári þar sem í ljóst kom að tólf innstig hafi verið á Hólsvegi þann daginn, eða 0,8 prósent innstiga á leiðinni þann daginn. Til samanburðar hafi innstigin verið 241 (16 prósent) við Hlemm og 166 (11 prósent) við Laugardalslaug. Strætisvagnar á leið 14 eru ítrekað seinir samkvæmt yfirliti borgarinnar.Vísir/Arnar Fram kemur að leið 14 hafi verið í vandræðum um allnokkra hríð og verið of sein, fjórar mínútur eða meira, í rúmlega 40 prósent ferða á fyrsta ársfjórðungi 2023. „Ástandið er erfiðast síðdegis á virkum dögum, en leiðin þræðir íbúahverfi þar sem umferð er mikil seinnipartinn. Tæplega 69% brottfara leiðar 14 á fyrsta ársfjórðungi 2023 voru þá of seinar samanborið við 38% fyrir höfuðborgarsvæðið í heild á sama tíma. Tvær stöðvar sameinaðar í Austurbrún. Rvk Nauðsynlegt er að bregðast við og lagfæra áætlun leiðar 14. Notendur hafa mikið kvartað undan óstundvísi leiðarinnar, bæði gegnum ábendingakerfi Strætó og á samfélagsmiðlum, enda er leið 14 vel nýtt og var sú leið Strætó sem var með flest innstig á hvern kílómetra árið 2022. Upplýsingar um tillöguna voru lagðar fram á 38. fundi íbúaráðs Laugardals 11. september 2023. Engar athugasemdir hafa borist frá íbúaráðinu eða íbúum vegna þessa,“ segir í greinargerð samgöngustjóra. Fyrirhuguð þrenging við nýja strætóstoppustöð á Austurbrún í Reykjavík. Rvk Sameina stöðvar í Austurbrún Á fundi ráðsins voru einnig kynntar þær framkvæmdir við strætóstöðvar sem til stendur að ráðast í á þessu ári. Þar var meðal annars tíundað að til stæði að sameina stöðvar á leið 14 sem ganga undir nafninu Dragavegur og Austurbrún í eina stoppistöð. Nýju stöðina yrði líkt og þær fyrri að finna á Austurbrún, nokkurn veginn miðja vegu milli Dragavegar og Hólsvegar og yrði þar komið upp þrengingu líkt og tíðkast við strætóstöðvar víða um borg. Ennfremur segir að ráðist sé í þær framkvæmdir að ósk Strætó og að tilgangurinn þar sé sömuleiðis að bæta stundvísi leiðar 14. Stoppistöðin Hólsvegur, á horni Hólsvegar og Langholtsvegar.Vísir/Arnar
Strætó Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira