Ömurlegt að þurfa að ræða kynfæri sín til að stoppa slúðursögur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. október 2023 11:46 Veiga Grétarsdóttir fann sig knúna til að stíga fram og leiðrétta sögusagnir sem hafa gengið fjöllunum hærra undanfarna daga. Bítið/Reykjavíkurborg Trans kona segir ömurlegt að þurfa að stíga fram og ræða kynfæri sín til að stoppa slúðursögur. Rætin saga um að grunnskólastúlkum í skólasundi hafi verið brugðið vegna karlmanns í sturtuklefanum, sé lygasaga byggð á hatri. Í síðustu viku greindi Fréttin.is frá því að níu ára stúlkur í Rimaskóla hafi mætt nöktum karlmanni í sturtuklefa í Grafarvogslaug þegar þær voru í skólasundi. Á síðunni segir að stúlkunum hafi verið afar brugðið og að einstaklingurinn sem um ræðir hafi verið karlmaður sem skilgreinir sig sem konu. Í kjölfarið fór af stað hávær umræða og í gær sá trans konan Veiga Grétarsdóttir Sulebust sig knúna til að stíga fram til að leiðrétta það sem hún segir vera lygasögu byggða á hatri. Leið eins og sirkusdýri Veiga er umrædd kona í Grafarvogslaug og í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði hún frá raunverulegri atburðarrás. Hún segist reglulega fara í sund í Grafarvogslaug og í umrætt skipti hafði hún tekið eftir stúlku sem gjóaði á hana augum og glotti. „Hún fór svo út og kom til baka með vinkona sína. Hún glottir aftur en vinkonan er leitandi, leitar að einhverjum sem á að vera eitthvað öðruvísi. Ég tek eftir þessu. Þær fara bakvið, koma svo til baka, horfa báðar á mig og glotta og hlæja. Fara út, koma svo fjórar til baka, standa fyrir framan mig og glotta og hlæja.“ Mér leið bara eins og ég væri sirkusdýr í klefanum. „Það var bara verið að gera grín af mér og hlæja að mér, sem er ekkert þægilegt.“ Ræddi við móður einnar stúlkunnar Þegar Fréttin.is hafði birt misvísandi grein um málið og sögusagnir orðið háværar ákvað Veiga að stíga fram til að leiðrétta rangfærslurnar. Í gær birtist viðtal við hana á Heimildinni sem fékk töluverða athygli. Í kjölfarið segist hún hafa fengið fjöldan allan af skilaboðum, þar á meðal frá móður einnar stúlkunnar. Í kjölfarið hafi hún hringt í hana og þær talað saman í um tuttugu mínútur. „Hún sagði mér alla söguna, hvernig þetta var frá þeirra bæjardyrum séð. Stelpurnar voru miður sin yfir þessu, sáu eftir þessu, og það var ekkert af foreldrunum sem kom þessari sögu af stað. Heldur var að önnur kona sem a systur í þessum skóla sem frétti af þessu og hatar víst trans fólk. Hún byrjar víst á því að skrifa um þetta á einhverri síðu sem heitir stoppum klámvæðingu fyrir börn.“ Atvikið átti sér stað í Grafarvogslaug í síðustu viku.Reykjavíkurborg Þannig hafi sagan, sem sé algjör tilbúningur, farið á flug. Veiga segir ömurlegt hvernig staðan í samfélaginu sé í dag. „Að ég þurfi að koma fram og tala um kynfærin á mér til að stoppa slúðursögur. Það eina sem við trans fólkið viljum er að fá að vera partur af samfélaginu og fá að taka þátt í samfélaginu.“ Veiga fer mjög reglulega í sund en hefur aldrei lent í álíka atviki. Þegar hún réri hringinn í kringum Ísland árið 2019 segist hún hafa farið í allar sundlaugar sem hún komst í á landinu. „Ég hitti sjómenn, bændur og spjallaði við fólk í pottinum. Aldrei upplifði ég nokkurn skapaðan hlut. Þetta er bara núna síðustu mánuðina eftir að ákveðin samtök voru stofnuð, þá koma svona mikið af gróusögum og kjaftasögum, og já bara hatri gagnvart fólki eins og mér.“ Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Veigu í heild sinni. Hinsegin Mannréttindi Sundlaugar Bítið Málefni trans fólks Tengdar fréttir Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Í síðustu viku greindi Fréttin.is frá því að níu ára stúlkur í Rimaskóla hafi mætt nöktum karlmanni í sturtuklefa í Grafarvogslaug þegar þær voru í skólasundi. Á síðunni segir að stúlkunum hafi verið afar brugðið og að einstaklingurinn sem um ræðir hafi verið karlmaður sem skilgreinir sig sem konu. Í kjölfarið fór af stað hávær umræða og í gær sá trans konan Veiga Grétarsdóttir Sulebust sig knúna til að stíga fram til að leiðrétta það sem hún segir vera lygasögu byggða á hatri. Leið eins og sirkusdýri Veiga er umrædd kona í Grafarvogslaug og í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði hún frá raunverulegri atburðarrás. Hún segist reglulega fara í sund í Grafarvogslaug og í umrætt skipti hafði hún tekið eftir stúlku sem gjóaði á hana augum og glotti. „Hún fór svo út og kom til baka með vinkona sína. Hún glottir aftur en vinkonan er leitandi, leitar að einhverjum sem á að vera eitthvað öðruvísi. Ég tek eftir þessu. Þær fara bakvið, koma svo til baka, horfa báðar á mig og glotta og hlæja. Fara út, koma svo fjórar til baka, standa fyrir framan mig og glotta og hlæja.“ Mér leið bara eins og ég væri sirkusdýr í klefanum. „Það var bara verið að gera grín af mér og hlæja að mér, sem er ekkert þægilegt.“ Ræddi við móður einnar stúlkunnar Þegar Fréttin.is hafði birt misvísandi grein um málið og sögusagnir orðið háværar ákvað Veiga að stíga fram til að leiðrétta rangfærslurnar. Í gær birtist viðtal við hana á Heimildinni sem fékk töluverða athygli. Í kjölfarið segist hún hafa fengið fjöldan allan af skilaboðum, þar á meðal frá móður einnar stúlkunnar. Í kjölfarið hafi hún hringt í hana og þær talað saman í um tuttugu mínútur. „Hún sagði mér alla söguna, hvernig þetta var frá þeirra bæjardyrum séð. Stelpurnar voru miður sin yfir þessu, sáu eftir þessu, og það var ekkert af foreldrunum sem kom þessari sögu af stað. Heldur var að önnur kona sem a systur í þessum skóla sem frétti af þessu og hatar víst trans fólk. Hún byrjar víst á því að skrifa um þetta á einhverri síðu sem heitir stoppum klámvæðingu fyrir börn.“ Atvikið átti sér stað í Grafarvogslaug í síðustu viku.Reykjavíkurborg Þannig hafi sagan, sem sé algjör tilbúningur, farið á flug. Veiga segir ömurlegt hvernig staðan í samfélaginu sé í dag. „Að ég þurfi að koma fram og tala um kynfærin á mér til að stoppa slúðursögur. Það eina sem við trans fólkið viljum er að fá að vera partur af samfélaginu og fá að taka þátt í samfélaginu.“ Veiga fer mjög reglulega í sund en hefur aldrei lent í álíka atviki. Þegar hún réri hringinn í kringum Ísland árið 2019 segist hún hafa farið í allar sundlaugar sem hún komst í á landinu. „Ég hitti sjómenn, bændur og spjallaði við fólk í pottinum. Aldrei upplifði ég nokkurn skapaðan hlut. Þetta er bara núna síðustu mánuðina eftir að ákveðin samtök voru stofnuð, þá koma svona mikið af gróusögum og kjaftasögum, og já bara hatri gagnvart fólki eins og mér.“ Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Veigu í heild sinni.
Hinsegin Mannréttindi Sundlaugar Bítið Málefni trans fólks Tengdar fréttir Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu