Erlent

Þrír látnir eftir skot­á­rás í verslunar­mið­stöð í Bang­kok

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill viðbúnaður var við Siam Paragon verslunarmiðstöðina í Bangkok fyrr í dag.
Mikill viðbúnaður var við Siam Paragon verslunarmiðstöðina í Bangkok fyrr í dag. AP

Þrír eru látnir eftir að ungur maður hóf skothríð í Siam Paragon-verslunarmiðstöðinni í taílensku höfuðborginni Bangkok í dag. Fjórtán ára drengur er í haldi lögreglu vegna árásarinnar.

Erlendir fjölmiðlar segja drenginn hafa notast við skammbyssu í árásinni.

Á samfélagsmiðlum sást til viðskiptavina hlaupa út úr verslunarmiðstöðinni eftir að skothríðin hófst. Auk verslunarmiðstöðvarinnar var ákveðið að loka Siam-neðanjarðarlestarstöðinni.

Reuters segir frá því að skotárásir séu ekki óalgengar í Taílandi. Þannig voru 36 drepnir á leikskóla í skotárás í landinu á síðasta ári. 22 þeirra sem létust voru börn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×