Flestir vildu Verzló en Tækniskólinn neyddist til að hafna flestum Lovísa Arnardóttir skrifar 2. október 2023 13:00 Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. Tækniskólinn Um 6.500 nemendur voru innritaðir í framhaldsskóla í haust, af þeim eru um 4.300 að koma beint úr grunnskóla. Flestir fóru í bók- eða starfsnám. Langflestir, eða 818, hófu nám við Tækniskólann. Alls sóttu 7623 um framhaldsskólavist fyrir haustið. Af þeim voru 4463 umsóknir frá grunnskólanemum sem voru að ljúka grunnskóla. Verzlunarskólinn var vinsælastur en flest þeirra settu hann í fyrsta val og næst flest Tækniskólann. Ekki voru þó allar þær umsóknir samþykktar. Þetta kemur fram í innritunargögnum Menntamálastofnunar. Tækniskólinn er sá skóli sem tekur við flestum nýjum nemendum þetta haustið en alls byrjuðu þar í haust 818 nýir nemendur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari, segir þau því miður aldrei geta tekið við öllum sem sækja um. Verst sé þegar ekki sé heldur pláss annars staðar í samskonar nám því fullt sé í iðngreinar þar líka. „Okkur gengur ágætlega að taka inn en getum auðvitað ekki orðið við þeim mikla fjölda sem sækir um. Það hefur fjölgað í Tækniskólanum á undanförnum fimm árum um 400 eða svo en það dugar engan veginn til að verða við eftirspurn í starfs-, iðn- og tækninám,“ segir Hildur og að það sé alltaf á endanum fjármagn, húsnæði og mannskapur sem hafi mest áhrif á það hversu mörgum þau hafna. „Þótt að stjórnvöld séu mjög jákvæð og áfram og það hafi verið lagt meira fé í málaflokkinn, sem snýr að okkur, þá dugar það ekki til,“ segir Hildur. Flestir sem sækja um í Tækniskólann sækja í bygginga- og rafiðnaðgreinar, en Hildur segir líka fleiri sækja um í pípara, múrverk, klæðskera og hársnyrtiiðn sem dæmi. Hún segir það jákvætt að sjá fleiri stúlkur sækja um í skólann en þó er enn mikill meirihluti drengir. „Það gengur ekki eins hratt og við hefjum viljað að fjölga stúlkum. Við reynum að leggja mikið upp úr því að höfða til beggja kynja í allar námsgreinar en á sama tíma og stúlkum fjölgar, fjölgar drengjunum líka. Þannig vex prósentan hægt.“ Hún segist þó sjá eina breytingu og það sé að stelpur komi yngri inn í þær greinar sem oft hefur verið talað um sem hefðbundnar karlagreinar og eins komi drengir fyrr inn í greinar sem sé oft talað um sem hefðbundnar kvennagreinar, eins og klæðskera og kjólasaum. „Það er jákvæð breyting en þetta þyrfti að gerast miklu hraðar.“ Hún segir þann hóp sem hefur nú nám hjá þeim afar fjölbreyttan, það sé breitt aldursbil frá 14 upp í 67 en auk þess taki þau líka inn fjölda nemenda sem eru með einhvers konar sérþarfir á starfsbrautir. Hún segir þau fara bjartsýn inn í árið. „Það er gríðarlega jákvætt hversu margir sækjast í starfs- og tækninám í dag og hvernig sú þróun hefur verið. Það er ofboðslega leiðinlegt að þurfa að synja nemendum um nám sem þeir eiga fullt erindi í, vegna plássleysis, og við vonumst til þess að það blasi við bjartari tímar og nýbygging Tækniskólans verði að veruleika þannig við getum tekið á móti fleirum í toppaðstæðum innan ekki of fárra ára,“ segir Hildur og vísar þar til nýbyggingar í Hafnarfirði þar sem stefnt er á að sameina alla starfsemi skólans. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Alls sóttu 7623 um framhaldsskólavist fyrir haustið. Af þeim voru 4463 umsóknir frá grunnskólanemum sem voru að ljúka grunnskóla. Verzlunarskólinn var vinsælastur en flest þeirra settu hann í fyrsta val og næst flest Tækniskólann. Ekki voru þó allar þær umsóknir samþykktar. Þetta kemur fram í innritunargögnum Menntamálastofnunar. Tækniskólinn er sá skóli sem tekur við flestum nýjum nemendum þetta haustið en alls byrjuðu þar í haust 818 nýir nemendur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari, segir þau því miður aldrei geta tekið við öllum sem sækja um. Verst sé þegar ekki sé heldur pláss annars staðar í samskonar nám því fullt sé í iðngreinar þar líka. „Okkur gengur ágætlega að taka inn en getum auðvitað ekki orðið við þeim mikla fjölda sem sækir um. Það hefur fjölgað í Tækniskólanum á undanförnum fimm árum um 400 eða svo en það dugar engan veginn til að verða við eftirspurn í starfs-, iðn- og tækninám,“ segir Hildur og að það sé alltaf á endanum fjármagn, húsnæði og mannskapur sem hafi mest áhrif á það hversu mörgum þau hafna. „Þótt að stjórnvöld séu mjög jákvæð og áfram og það hafi verið lagt meira fé í málaflokkinn, sem snýr að okkur, þá dugar það ekki til,“ segir Hildur. Flestir sem sækja um í Tækniskólann sækja í bygginga- og rafiðnaðgreinar, en Hildur segir líka fleiri sækja um í pípara, múrverk, klæðskera og hársnyrtiiðn sem dæmi. Hún segir það jákvætt að sjá fleiri stúlkur sækja um í skólann en þó er enn mikill meirihluti drengir. „Það gengur ekki eins hratt og við hefjum viljað að fjölga stúlkum. Við reynum að leggja mikið upp úr því að höfða til beggja kynja í allar námsgreinar en á sama tíma og stúlkum fjölgar, fjölgar drengjunum líka. Þannig vex prósentan hægt.“ Hún segist þó sjá eina breytingu og það sé að stelpur komi yngri inn í þær greinar sem oft hefur verið talað um sem hefðbundnar karlagreinar og eins komi drengir fyrr inn í greinar sem sé oft talað um sem hefðbundnar kvennagreinar, eins og klæðskera og kjólasaum. „Það er jákvæð breyting en þetta þyrfti að gerast miklu hraðar.“ Hún segir þann hóp sem hefur nú nám hjá þeim afar fjölbreyttan, það sé breitt aldursbil frá 14 upp í 67 en auk þess taki þau líka inn fjölda nemenda sem eru með einhvers konar sérþarfir á starfsbrautir. Hún segir þau fara bjartsýn inn í árið. „Það er gríðarlega jákvætt hversu margir sækjast í starfs- og tækninám í dag og hvernig sú þróun hefur verið. Það er ofboðslega leiðinlegt að þurfa að synja nemendum um nám sem þeir eiga fullt erindi í, vegna plássleysis, og við vonumst til þess að það blasi við bjartari tímar og nýbygging Tækniskólans verði að veruleika þannig við getum tekið á móti fleirum í toppaðstæðum innan ekki of fárra ára,“ segir Hildur og vísar þar til nýbyggingar í Hafnarfirði þar sem stefnt er á að sameina alla starfsemi skólans.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent