Gert að sæta „öruggri gæslu“ eftir vopnað rán Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2023 11:42 Fram kemur að maðurinn hafi framið ránið grímuklæddur, nánar tiltekið með sóttvarnagrímu. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem framdi vopnað rán þann 22. ágúst 2021 þarf að sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann var ákærður fyrir að hafa farið í verslun í Reykjavík og gengið að þremur starfsmönnum hennar og krafið þau um pening. Starfsfólkið hafi ekki skilið hann og hann barið vínflösku í afgreiðsluborðið og ógnað þeim með brotinni flöskunni. Það hafi orðið til þess að einn starfsmaðurinn opnaði peningaskúffuna á afgreiðslukassanum og þá teygði maðurinn sig yfir afgreiðsluborðið og tók peningaseðla að óþekktri fjárhæð og fór síðan úr versluninni. Í dómnum er verknaðinum lýst betur í ákveðnum atriðum, til að mynda kemur fram að maðurinn hafi verið grímuklæddur með sóttvarnagrímu. Og þá hafi hann tekið leigubíl af vettvangi. Maðurinn játaði verknaðinn, en í dómnum kemur meira að segja fram að hann hafi sagt lögreglu frá verknaðinum að fyrra bragði þegar hún gaf sig á tal við hann vegna annars máls. Því var ekki ágreiningur um verknaðinn sem lýst var í ákærunni í málinu. Hins vegar kemur fram að maðurinn hafi glímt við mikil geðræn vandamál um árabil og að vopnaða ránið hafi verið framið þegar hann var í alvarlegu geðrofsástandi. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á því augnabliki. Héraðsdómur Reykjavíkur bendir á að þegar sakborningar séu sýknaðir, eða ef refsing telst árangurslaus, megi dómurinn gera ráðstafanir sem sjái til þess að ekki veitist háski af viðkomandi. Maðurinn er sjálfráða og var það metið svo að það væri áhættuþáttur þar sem að komið gæti til þess að hann yrði ósamvinnufús eða myndi leita á ný í áhættuhegðun. Fram kemur í dómnum að hugtakið „öryggisgæsla“ komi ekki fyrir í hegningarlögum, en að vista megi fólk á „viðeigandi hæli“. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn skyldi sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Í dómnum er tekið betur fram hvað er átt við með því, en þar segir að mikilvægt sé að tekið verði mið af núverandi búsetu, eftirliti, stuðningi og meðferð mannsins, en að öryggisgæsla fari fram innan lokaðrar stofnunar réttargeðdeildar. Dómsmál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Hann var ákærður fyrir að hafa farið í verslun í Reykjavík og gengið að þremur starfsmönnum hennar og krafið þau um pening. Starfsfólkið hafi ekki skilið hann og hann barið vínflösku í afgreiðsluborðið og ógnað þeim með brotinni flöskunni. Það hafi orðið til þess að einn starfsmaðurinn opnaði peningaskúffuna á afgreiðslukassanum og þá teygði maðurinn sig yfir afgreiðsluborðið og tók peningaseðla að óþekktri fjárhæð og fór síðan úr versluninni. Í dómnum er verknaðinum lýst betur í ákveðnum atriðum, til að mynda kemur fram að maðurinn hafi verið grímuklæddur með sóttvarnagrímu. Og þá hafi hann tekið leigubíl af vettvangi. Maðurinn játaði verknaðinn, en í dómnum kemur meira að segja fram að hann hafi sagt lögreglu frá verknaðinum að fyrra bragði þegar hún gaf sig á tal við hann vegna annars máls. Því var ekki ágreiningur um verknaðinn sem lýst var í ákærunni í málinu. Hins vegar kemur fram að maðurinn hafi glímt við mikil geðræn vandamál um árabil og að vopnaða ránið hafi verið framið þegar hann var í alvarlegu geðrofsástandi. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á því augnabliki. Héraðsdómur Reykjavíkur bendir á að þegar sakborningar séu sýknaðir, eða ef refsing telst árangurslaus, megi dómurinn gera ráðstafanir sem sjái til þess að ekki veitist háski af viðkomandi. Maðurinn er sjálfráða og var það metið svo að það væri áhættuþáttur þar sem að komið gæti til þess að hann yrði ósamvinnufús eða myndi leita á ný í áhættuhegðun. Fram kemur í dómnum að hugtakið „öryggisgæsla“ komi ekki fyrir í hegningarlögum, en að vista megi fólk á „viðeigandi hæli“. Niðurstaða dómsins var sú að maðurinn skyldi sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Í dómnum er tekið betur fram hvað er átt við með því, en þar segir að mikilvægt sé að tekið verði mið af núverandi búsetu, eftirliti, stuðningi og meðferð mannsins, en að öryggisgæsla fari fram innan lokaðrar stofnunar réttargeðdeildar.
Dómsmál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði