Fótbolti

Sjáðu mörkin: Þrennan dæmd af Alberti

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Albert var eftirsóttur af toppliðum Ítalíu í sumar
Albert var eftirsóttur af toppliðum Ítalíu í sumar Vísir/Getty

Albert Guðmundsson skoraði bæði mörk Genoa í 2-2 jafntelfi á útivelli gegn Udinese. Þrennan var í hús en VAR dómari leiksins dæmdi eitt mark ógilt hjá Alberti.

Fyrsta markið kom á 14. mínútu, þrumuskot rétt fyrir utan teig upp í þaknetið. Udinese jafnaði svo leikinn en Albert skoraði sitt annað mark á 28. mínútu sem var dæmt af. En  Albert setti boltann í netið í þriðja skipti og skoraði annað mark liðsins á 41. mínútu. 

Allt leit út fyrir að forystan myndi halda og sigurinn væri í höfn en á 91. mínútu tókst Alan Matturo að jafna leikinn á ný og tryggja stigið fyrir Udinese. Sandi Lovric, varnarmaður Udinese, var svo sendur af velli á 94. mínútu þegar Genoa sótti í leit að sigri. 

Sjáðu mörk Alberts í spilaranum hér fyrir neðan: 

Klippa: Tvö mörk Alberts gegn Udinese

Albert hefur farið vel af stað á tímabilinu með félagsliði sínu og er afar vinsæll meðal stuðningsmanna en hann er í leikbanni frá landsliðinu meðan rannsókn á sér stað vegna ásakana um kynferðisbrot af hans hálfu. 

Genoa heldur sér með þessu stigi í 11. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, andstæðingar þeirra í Udinese sitja í því 17.. Albert hefur skorað 3 mörk í fyrstu 7 leikjum liðsins.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×