„Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Árni Sæberg skrifar 29. september 2023 15:46 Ómar R. Valdimarsson er verjandi Alexanders Mána, sem er ákærður fyrir þrjár tilraunir til manndráps. Vísir/Vilhelm Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. Lögreglumaðurinn lýsti því hvernig rannsóknin fór fram eftir að hann tók við stjórn hennar þegar hann mætti til vinnu föstudaginn 18. nóvember árið 2022. Hann sagði að áherslan hafi verið á að greina myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum, bæði á Bankastræti Club sem og á öðrum stöðum, einna helst Dubliner og Paloma. Þar höfðu árásarmennirnir safnast saman áður en þeir lögðust til atlögu. Hann sagði að mikill fjöldi rannsóknarlögreglumanna hefði komið að málinu og teymi stofnuð utan um hvern anga rannsóknarinnar. Sáu bara einn hníf Lögregluþjónninn sagði að við ítarlega greiningu á upptökum frá Bankastræti Club hafi aðeins einn hnífur sést. „Hvergi nokkurs staðar í myndbandinu eða í ferlinu, sjáum við fleiri en einn hníf. Vissulega reyndum við eftir fremsta megni að greina öll vopn en við urðum ekki vör við fleiri hnífa,“ sagði hann. Hins vegar hafi sést ein kylfa, eitt vasaljós og stunguvesti. Þá segir hann að lögreglan hafi varið miklu púðri í leit að umræddum hníf, sem sakborningurinn Alexander Máni Björnsson gekkst við að hafa verið með. Hann hafi sagst hafa hent hnífnum í ótilgreinda ruslatunnu. „Okkur langaði mikið að finna þennan hníf, lögðum mikla vinnu í það, meðal annars að sjá hann betur á myndbandinu. Það var ekki hægt að þysja inn á hann, var alltaf það grófkornóttur að við sáum ekki hvernig hnífurinn var.“ Hnífurinn hefur enn ekki fundist. Telja næsta víst að Alexander Máni hafi stungið alla þrjá Líkt og greint hefur verið frá hefur Alexander Máni Björnsson játað að hafa stunguð tvo brotaþola málsins en ekki þann þriðja. Þá neitar hann að hafa reynt að verða mönnunum tveimur að bana. Við skýrslutöku á mánudaginn sagði hann að það sæist á upptökum úr öryggismyndavélum staðarins að hann hefði ekki stungið brotaþolann Lúkas Geir. „Ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu.“ „Við skoðuðum það og reyndum að vinna myndbandið eins vel og við gátum varðandi snertingu þeirra á milli, Eina snertingin sem varð til þess að hann féll niður var þegar hann rakst í Alexander Mána, niðurstaðan var sú að yfirgnæfandi líkur væru á því að Alexander Máni hefði stungið Lúkas,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn. „Alls ekki, ég veit ekki hvernig þú dregur þá ályktun“ Þá var komið að Ómari R. Valdimarssyni, verjanda Alexanders Mána, að spyrja lögreglumanninn spjörunum úr. Hann spurði út í það hvernig lögregla hefði komist að því að Alexander Máni hefði verið með hníf inni á Bankastræti Club. „Það var ljóst strax í upphafi þegar myndbandið var skoðað að maður hélt á hníf þegar hann gekk inn á Bankastræti Club, það var ekki ljóst hver var á bak við grímuna. Það varð fljótt ljóst að það var Alexander Máni.“ Þá sagði Ómar að Alexander Máni hefði gengist við því að hafa verið með hníf umrætt kvöld og spurði hvort rannsókn hefði verið hætt á þeim tímapunkti. „Alls ekki, ég veit ekki hvernig þú dregur þá ályktun,“ sagði lögreglumaðurinn. Ómar velti sömu spurningu upp þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Dómari bað verjendur um að vera kurteisir Þá spurði Ómar lögreglumanninn hvort hann gæti útilokað það að fleiri en Alexander Máni hafi verið með hníf inni í svokölluðu VIP-herbergi á staðnum, þar sem árásin var framin. Lögreglumaðurinn sagðit geta fullyrt að Alexander Máni hafi verið sá eini með hníf. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ muldraði Ómar þá lágt. Dómari spurði hann þá hvað hann hefði sagt. „Ég sagði að ég vissi ekki að hann væri alvitur, en ég dreg það til baka.“ Dómari sagði það gott og bað verjendur, og verjanda, um að vera kurteisir. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Lögreglumaðurinn lýsti því hvernig rannsóknin fór fram eftir að hann tók við stjórn hennar þegar hann mætti til vinnu föstudaginn 18. nóvember árið 2022. Hann sagði að áherslan hafi verið á að greina myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum, bæði á Bankastræti Club sem og á öðrum stöðum, einna helst Dubliner og Paloma. Þar höfðu árásarmennirnir safnast saman áður en þeir lögðust til atlögu. Hann sagði að mikill fjöldi rannsóknarlögreglumanna hefði komið að málinu og teymi stofnuð utan um hvern anga rannsóknarinnar. Sáu bara einn hníf Lögregluþjónninn sagði að við ítarlega greiningu á upptökum frá Bankastræti Club hafi aðeins einn hnífur sést. „Hvergi nokkurs staðar í myndbandinu eða í ferlinu, sjáum við fleiri en einn hníf. Vissulega reyndum við eftir fremsta megni að greina öll vopn en við urðum ekki vör við fleiri hnífa,“ sagði hann. Hins vegar hafi sést ein kylfa, eitt vasaljós og stunguvesti. Þá segir hann að lögreglan hafi varið miklu púðri í leit að umræddum hníf, sem sakborningurinn Alexander Máni Björnsson gekkst við að hafa verið með. Hann hafi sagst hafa hent hnífnum í ótilgreinda ruslatunnu. „Okkur langaði mikið að finna þennan hníf, lögðum mikla vinnu í það, meðal annars að sjá hann betur á myndbandinu. Það var ekki hægt að þysja inn á hann, var alltaf það grófkornóttur að við sáum ekki hvernig hnífurinn var.“ Hnífurinn hefur enn ekki fundist. Telja næsta víst að Alexander Máni hafi stungið alla þrjá Líkt og greint hefur verið frá hefur Alexander Máni Björnsson játað að hafa stunguð tvo brotaþola málsins en ekki þann þriðja. Þá neitar hann að hafa reynt að verða mönnunum tveimur að bana. Við skýrslutöku á mánudaginn sagði hann að það sæist á upptökum úr öryggismyndavélum staðarins að hann hefði ekki stungið brotaþolann Lúkas Geir. „Ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu.“ „Við skoðuðum það og reyndum að vinna myndbandið eins vel og við gátum varðandi snertingu þeirra á milli, Eina snertingin sem varð til þess að hann féll niður var þegar hann rakst í Alexander Mána, niðurstaðan var sú að yfirgnæfandi líkur væru á því að Alexander Máni hefði stungið Lúkas,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn. „Alls ekki, ég veit ekki hvernig þú dregur þá ályktun“ Þá var komið að Ómari R. Valdimarssyni, verjanda Alexanders Mána, að spyrja lögreglumanninn spjörunum úr. Hann spurði út í það hvernig lögregla hefði komist að því að Alexander Máni hefði verið með hníf inni á Bankastræti Club. „Það var ljóst strax í upphafi þegar myndbandið var skoðað að maður hélt á hníf þegar hann gekk inn á Bankastræti Club, það var ekki ljóst hver var á bak við grímuna. Það varð fljótt ljóst að það var Alexander Máni.“ Þá sagði Ómar að Alexander Máni hefði gengist við því að hafa verið með hníf umrætt kvöld og spurði hvort rannsókn hefði verið hætt á þeim tímapunkti. „Alls ekki, ég veit ekki hvernig þú dregur þá ályktun,“ sagði lögreglumaðurinn. Ómar velti sömu spurningu upp þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Dómari bað verjendur um að vera kurteisir Þá spurði Ómar lögreglumanninn hvort hann gæti útilokað það að fleiri en Alexander Máni hafi verið með hníf inni í svokölluðu VIP-herbergi á staðnum, þar sem árásin var framin. Lögreglumaðurinn sagðit geta fullyrt að Alexander Máni hafi verið sá eini með hníf. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ muldraði Ómar þá lágt. Dómari spurði hann þá hvað hann hefði sagt. „Ég sagði að ég vissi ekki að hann væri alvitur, en ég dreg það til baka.“ Dómari sagði það gott og bað verjendur, og verjanda, um að vera kurteisir.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent