„Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2023 18:58 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir reglugerðarbreytingar félagsmálaráðherra, sem kveða á um að aðstoð sveitarfélaga til útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi vera algjörlega einhliða og í andstöðu við það sem ráðherra hafi vitað að væri afstaða sambandsins. Í morgun var greint frá því að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. „Reglurnar sem ráðuneytið hefur breytt eru nr. 520/2021 og settar á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í þeim er kveðið á um aðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna þeirrar aðstoðar. Eftir breytingarnar á reglunum er nú skýrt kveðið á um hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna aðstoðar sveitarfélaga við umrædda einstaklinga á grundvelli 15. gr. laganna,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu um breytingarnar. Mikil vonbrigði „Það voru okkur mikil vonbrigði í morgun þegar ráðherra félagsmála tilkynnti okkur einhliða að hann hefði ákveðið að breyta reglugerðum og fyrirmælum, og skilgreina þessa þjónustu sem þjónustu sveitarfélaga án samráðs eða samvinnu við okkur. Þvert á það sem hann veit, að sveitarfélögin hafa lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á að taka þetta verkefni að sér. Hér er verið að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks. Nú hefur ráðherrann skilgreint það að það sé nóg að viðkomandi fái að gista einhversstaðar og mögulega eina máltíð. Þetta er fólk án framfærslu og án nokkurs framfærslugrundvallar hér, sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að það sé rétt, þar sem ríkið er að búa til þennan hóp, að þau bara sinni honum áfram. Ég fagna því að Rauði krossinn komi þarna inn, þau gera þetta eflaust vel, og ég skil ekki að það þurfi endilega að blanda sveitarfélögunum í þetta. Við þurfum auðvitað að fara yfir þetta. Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu.“ Hún segir sambandið hafa varað við því í aðdraganda nýrra útlendngalaga að nýr hópur heimilislauss fólks yrði til hér á landi. „Auðvitað er gott að fólk eigi ekki að sofa úti en það er staðreynd að hér er verið að búa til nýjan hóp í íslensku samfélagi. Allir sem eru heimilislausir og fá þjónustu á vegum sveitarfélaganna eru með framfærslu, það er enginn framfærslulaus á Íslandi. Það að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks sem er ekki með framfærslu, það er nýr veruleiki og hugnast okkur sveitarfélögunum ekki vel,“ sagði Heiða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. „Reglurnar sem ráðuneytið hefur breytt eru nr. 520/2021 og settar á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í þeim er kveðið á um aðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna þeirrar aðstoðar. Eftir breytingarnar á reglunum er nú skýrt kveðið á um hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna aðstoðar sveitarfélaga við umrædda einstaklinga á grundvelli 15. gr. laganna,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu um breytingarnar. Mikil vonbrigði „Það voru okkur mikil vonbrigði í morgun þegar ráðherra félagsmála tilkynnti okkur einhliða að hann hefði ákveðið að breyta reglugerðum og fyrirmælum, og skilgreina þessa þjónustu sem þjónustu sveitarfélaga án samráðs eða samvinnu við okkur. Þvert á það sem hann veit, að sveitarfélögin hafa lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á að taka þetta verkefni að sér. Hér er verið að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks. Nú hefur ráðherrann skilgreint það að það sé nóg að viðkomandi fái að gista einhversstaðar og mögulega eina máltíð. Þetta er fólk án framfærslu og án nokkurs framfærslugrundvallar hér, sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að það sé rétt, þar sem ríkið er að búa til þennan hóp, að þau bara sinni honum áfram. Ég fagna því að Rauði krossinn komi þarna inn, þau gera þetta eflaust vel, og ég skil ekki að það þurfi endilega að blanda sveitarfélögunum í þetta. Við þurfum auðvitað að fara yfir þetta. Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu.“ Hún segir sambandið hafa varað við því í aðdraganda nýrra útlendngalaga að nýr hópur heimilislauss fólks yrði til hér á landi. „Auðvitað er gott að fólk eigi ekki að sofa úti en það er staðreynd að hér er verið að búa til nýjan hóp í íslensku samfélagi. Allir sem eru heimilislausir og fá þjónustu á vegum sveitarfélaganna eru með framfærslu, það er enginn framfærslulaus á Íslandi. Það að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks sem er ekki með framfærslu, það er nýr veruleiki og hugnast okkur sveitarfélögunum ekki vel,“ sagði Heiða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira