Erlent

Tók kókaín á ber­­brjósta konu og ætlaði svo að fljúga heim

Bjarki Sigurðsson skrifar
Vél á vegum British Airways.
Vél á vegum British Airways. Getty/Urbanandsport

Breska flugmanninum Mike Beaton hefur verið sagt upp störfum hjá British Airways-flugfélaginu eftir að hann mætti til starfa undir áhrifum fíkniefna. 

Beaton var staddur í Jóhannesarborg í Suður-Afríku þegar atvikið átti sér stað. Hann hafði montað sig af því í smáskilaboðum til flugfreyju að hann hafi tekið kókaín á berbrjósta konu kvöldið áður og lét hún vita af því. 

Í smáskilaboðunum útskýrði Beaton að á djamminu kvöldið fyrir flugferðina hafi hann hitt tvo heimamenn, velska konu og unga spænska stelpu. Fóru þau öll heim til annars mannanna og neyttu þar saman fíkniefnanna. 

„Ég týndi skyrtunni minni einhvers staðar og einn af heimamönnunum kom með disk með nokkrum línum af kókaíni. Þá byrjaði umræða um af hvaða brjóstum væri best að taka eina línu af,“ sagði í skilaboðum Beaton. 

Er upp komst um málið var flugferðinni frestað og annar flugmaður fenginn til að fljúga vélinni. Beaton var  sendur heim og við heimkomuna var honum tjáð að honum hafi verið vikið úr starfi og flugskírteini hans afturkallað.  



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×