Innlent

Vatn komið aftur á í Kópavogi

Árni Sæberg skrifar
Kóarhverfi er eitt þeirra hverfa sem er án kalds vatns.
Kóarhverfi er eitt þeirra hverfa sem er án kalds vatns. Vísir/Vilhelm

Kaldavatnslaust var í hluta Kópavogs, austan Reykjanesbrautar, það er að segja í Hvörfum, Þingum, Kórum og hluta Salahverfis í morgun. Vatn er aftur komið á en ekki er fullur þrýstingur á kerfinu eins og er.

Þetta segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þar segir að kerfisbilun hafi orsakað vatnsleysið í morgun.

„Athugið að það gæti verið loft í lögnum, sem þýðir að vatn rennur ekki alveg eðlilega þegar skrúfað er frá krana. Ekki fullur þrýstingur á kerfinu eins og sakir standa,“ segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×