Kerfi liggja niðri og kvöldfréttir fara ekki í loftið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. september 2023 22:04 Höfuðstöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut. Vísir/Hanna Kvöldfréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið þetta þriðjudagskvöld vegna afleiðinga rafmagnsleysis. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur varð háspennubilun sem olli rafmagnsleysi á Suðurlandsbraut og Faxafeni. Rafmagninu sló út um klukkan 18 og var rafmagnslaust í um það bil einn og hálfan tíma. Rafmagnsleysið olli bilunum í tæknikerfum hjá Sýn sem valda því að ekki er hægt að senda fréttatímann út. „Í miðri fréttavinnslu, þegar fréttamenn voru að klippa fréttir og ganga frá tímanum varð allt svart hjá okkur. Við gerðum allt sem við gátum til að laga þetta og senda út þéttan kvöldfréttatíma en því miður fyrir dygga og fréttaþyrsta áskrifendur okkar tókst það ekki. Aftur á móti fara fréttirnar á mest lesna vef landsins, Vísi og við verðum mætt spræk á Bylgjuna klukkan sjö í fyrramálið að færa þjóðinni fréttir,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. „Rafmagnsleysið hafði áhrif á ýmis kerfi sem eru nauðsynleg til að framleiða fréttirnar og senda út. Við leggjum áherslu á líflegan fréttatíma á Stöð 2, með beinum útsendingum og góðu sjónvarpi, og við munum heldur betur standa við það á morgun, klukkan 18:30.“ Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Páll Jónsson, forstöðumaður fjölmiðlalausna Sýnar segir sjónvarps- og útvarpsstöðvar miðlanna komnar í gang aftur en þó með einhverjum truflunum þar sem enn er unnið að lagfæringu. „Við erum að vinna hörðum höndum að því að koma öllum kerfum í lag eftir áhrif rafmagnstruflananna. Unnið verður eftir þörfum að klára það, eins lengi og þarf. Við erum með helstu sérfræðinga landsins í málinu.“ Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tengdar fréttir Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 18:40 Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. 26. september 2023 19:02 Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 17:58 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
„Í miðri fréttavinnslu, þegar fréttamenn voru að klippa fréttir og ganga frá tímanum varð allt svart hjá okkur. Við gerðum allt sem við gátum til að laga þetta og senda út þéttan kvöldfréttatíma en því miður fyrir dygga og fréttaþyrsta áskrifendur okkar tókst það ekki. Aftur á móti fara fréttirnar á mest lesna vef landsins, Vísi og við verðum mætt spræk á Bylgjuna klukkan sjö í fyrramálið að færa þjóðinni fréttir,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. „Rafmagnsleysið hafði áhrif á ýmis kerfi sem eru nauðsynleg til að framleiða fréttirnar og senda út. Við leggjum áherslu á líflegan fréttatíma á Stöð 2, með beinum útsendingum og góðu sjónvarpi, og við munum heldur betur standa við það á morgun, klukkan 18:30.“ Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Páll Jónsson, forstöðumaður fjölmiðlalausna Sýnar segir sjónvarps- og útvarpsstöðvar miðlanna komnar í gang aftur en þó með einhverjum truflunum þar sem enn er unnið að lagfæringu. „Við erum að vinna hörðum höndum að því að koma öllum kerfum í lag eftir áhrif rafmagnstruflananna. Unnið verður eftir þörfum að klára það, eins lengi og þarf. Við erum með helstu sérfræðinga landsins í málinu.“
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tengdar fréttir Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 18:40 Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. 26. september 2023 19:02 Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 17:58 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 18:40
Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. 26. september 2023 19:02
Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 17:58