Fótbolti

Bayern München flaug inn í 32-liða úrslit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bayern München lenti ekki í neinum vandræðum í bikarnum.
Bayern München lenti ekki í neinum vandræðum í bikarnum. Christina Pahnke - sampics/Corbis via Getty Images

Bayern München er á leið í 32-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar eftir öruggan 4-0 útisigur gegn C-deildarliði Preußen Münster í kvöld.

Þýsku meistararnir hvíldu marga af sínum stærstu nöfnum, en það kom þó ekki að sök því Eric Maxim Choupo-Moting kom liðinu yfir strax á níundu mínútu.

Konrad Laimer tvöfaldaði forystu gestanna þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í fyrri hálfleik áður en Frans Kratzig, sem hafði komið inn á sem varamaður fyrir Serge Gnabry, skoraði þriðja mark Bayern á fimmtu mínútu uppbótartíma.

Gestirnir frá München tóku fótinn svo aðeins af bensígjöfinni í síðari hálfleik, en Mathys Tel bætti þó fjórða marki liðsins við þegar um fimm mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Niðurstaðan því öruggur 4-0 sigur Bayern sem er á leið í 32-liða úrslit þýska bikarsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.