Lífið

Chris Hemsworth á Ís­landi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Chris Hemsworth er meðal myndarlegustu manna í heimi og er frá sannkallaðri paradís sem er Ástralía.
Chris Hemsworth er meðal myndarlegustu manna í heimi og er frá sannkallaðri paradís sem er Ástralía. EPA-EFE/CLEMENS BILAN

Ástralski stór­leikarinn Chris Hemsworth er staddur á klakanum. Hann kom hingað til lands síð­degis í dag og er hér á­samt dóttur sinni, hinni 11 ára gömlu India Rose.

Sam­kvæmt heimildum Vísis lenti leikarinn hér á landi á þriðja tímanum í dag með flugi frá Osló. Hann hefur þegar keypt sér flíkur í North Face og í 66 Norður og ljóst að hann og India ætla sér að vera hlýtt á meðan dvöl sinni hér stendur.

Ekki er ljóst hve lengi feðginin hyggjast dvelja á landinu. Hemsworth, sem býr í Byron Bay bæ á austur­strönd Ástralíu, hefur undan­farið tekið sér per­sónu­legt frí frá leik­listinni. 

Chris er lík­lega þekktastur fyrir hlut­verk sitt sem þrumu­guðinn Þór í Mar­vel myndunum. Dóttir hans fékk einmitt að leika í stóru gestahlutverki í nýjustu myndinni, Thor: Love and Thunder.

Hann upp­götvaði seint á síðasta ári að hann væri með svo­kallað for­næmi fyrir Alz­heimer sjúk­dómnum. Það þýðir að hann er með tvo erfða­breyti­leika sem auka líkurnar á því að hann þrói með sér Alz­heimer sjúk­dóminn.

Sagðist Chris í kjöl­farið hafa á­kveðið að taka sér frí frá sviðs­ljósinu. Hann sagðist ætla að taka sér góðan tíma í frí og eyða tíma með börnunum sínum og eigin­konu sinni. Ljóst er á Ís­lands­förinni að leikarinn hefur staðið við orð sín.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.