„Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Árni Sæberg skrifar 26. september 2023 13:48 Verjendur sitja við fjórar borðaraðir. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. Í Gullhömrum er samankominn fjöldi verjenda, sem fengu kaffi í hléi í morgun þeim til mikillar ánægju, starfsmanna dómsins, tæknimanna og fjölmiðlamanna. Það hefur verið mikið verkefni að búa til dómsal í veislusalnum í Gullhömrum fyrir svo fjölmenna aðalmeðferð en sakborningar eru um 25. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður okkar, fór yfir umstangið í kvöldfréttum í gær. Tæknimenn á vegum Origo og dómstólasýslunnar hafa verið önnum kafnir undanfarna daga varðandi tæknimálin. Því fylgir að setja upp hljóðnema við hvert borð og hátalara sem magna það sem verjendur, sækjendur, dómari og sakborningar segja. Það hefur þó gengi upp og ofan að heyra í þeim sem tekur til máls hverju sinni. Ekki er þar við tæknimálin að sakast heldur eiga menn erfitt að venjast því að tala skýrt í hljóðnemana. „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast,“ heyrðist í einum verjanda nú eftir hádegishlé. Sá er verjandi eins þeirra sem ákærðir eru fyrir hlutdeild í málinu en verjendur sitja flestir við aftari tvær borðaraðirnar. Í morgun bættist við um tuttugu manna hópur laganema frá Háskóla Íslands. Ástæðan er sú að Jón Þór Ólason, einn verjenda í málinu, þurfti að láta fyrirlestur í refsirétti niður falla. Hann hefur kennt refsirétt við skólann um langt árabil. Í Gullhömrum hafa mest í morgun verið á að giska á sjöunda tug manna, töluvert fleiri en rúmast í stærsta sal dómshússins við Lækjartorg. Brotaþolar mæta á fimmtudag Í dag og á morgun verða teknar skýrslur af þeim sem sæta ákæru fyrir hlutdeild, á morgun gefa lögreglumenn skýrslur og loks á fimmtudag mæta brotaþolarnir þrír og segja frá reynslu sinni. Tveir þeirra hafa gert það opinberlega áður, þá í viðtali við útvarpsmanninn Gústa B. Áfram verður fylgst með gangi mála og á fimmtudag verður greint frá því sem hefur komið fram og mun koma fram í skýrslutökum. Dómari í málinu tilkynnti í gær að bannað væri að greina frá því áður en þeim lýkur. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sjá meira
Í Gullhömrum er samankominn fjöldi verjenda, sem fengu kaffi í hléi í morgun þeim til mikillar ánægju, starfsmanna dómsins, tæknimanna og fjölmiðlamanna. Það hefur verið mikið verkefni að búa til dómsal í veislusalnum í Gullhömrum fyrir svo fjölmenna aðalmeðferð en sakborningar eru um 25. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður okkar, fór yfir umstangið í kvöldfréttum í gær. Tæknimenn á vegum Origo og dómstólasýslunnar hafa verið önnum kafnir undanfarna daga varðandi tæknimálin. Því fylgir að setja upp hljóðnema við hvert borð og hátalara sem magna það sem verjendur, sækjendur, dómari og sakborningar segja. Það hefur þó gengi upp og ofan að heyra í þeim sem tekur til máls hverju sinni. Ekki er þar við tæknimálin að sakast heldur eiga menn erfitt að venjast því að tala skýrt í hljóðnemana. „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast,“ heyrðist í einum verjanda nú eftir hádegishlé. Sá er verjandi eins þeirra sem ákærðir eru fyrir hlutdeild í málinu en verjendur sitja flestir við aftari tvær borðaraðirnar. Í morgun bættist við um tuttugu manna hópur laganema frá Háskóla Íslands. Ástæðan er sú að Jón Þór Ólason, einn verjenda í málinu, þurfti að láta fyrirlestur í refsirétti niður falla. Hann hefur kennt refsirétt við skólann um langt árabil. Í Gullhömrum hafa mest í morgun verið á að giska á sjöunda tug manna, töluvert fleiri en rúmast í stærsta sal dómshússins við Lækjartorg. Brotaþolar mæta á fimmtudag Í dag og á morgun verða teknar skýrslur af þeim sem sæta ákæru fyrir hlutdeild, á morgun gefa lögreglumenn skýrslur og loks á fimmtudag mæta brotaþolarnir þrír og segja frá reynslu sinni. Tveir þeirra hafa gert það opinberlega áður, þá í viðtali við útvarpsmanninn Gústa B. Áfram verður fylgst með gangi mála og á fimmtudag verður greint frá því sem hefur komið fram og mun koma fram í skýrslutökum. Dómari í málinu tilkynnti í gær að bannað væri að greina frá því áður en þeim lýkur.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sjá meira
Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17
Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13