Ljóst hverjir verða fyrstu fræðimennirnir sem dvelja í Grímshúsi Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2023 12:44 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Vísir/Arnar Aðstandendur Hringborðs norðurslóða hefur tilkynnt hvaða fræðimenn hafa fengið úthlutaða fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði frá haustinu 2023 til sumars 2025. Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar kynnti fyrir rúmu ári verkefnið „Fræðadvöl í Grímshúsi” á Ísafirði og nú hefur sérstök valnefnd ákveðið fyrstu vísindamennina og sérfræðingana sem munu dvelja í húsinu. Alls voru 251 umsækjandi frá um sextíu löndum. „Fræðadvölin er í samvinnu við Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle, Háskólasetur Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og líftæknifyrirtækið Kerecis. Fræðadvölinni er ætlað að skapa erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum, fræðimönnum, rithöfundum og fleirum kost á því að dvelja í 2-6 vikur í Grímshúsi, Túngötu 3 á Ísafirði þar sem fjölskylda Ólafs Ragnars bjó á sínum tíma. Ólafur Ragnar Grímsson eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Grímshús stendur við Túngötu 3 á Ísafirði þar sem fjölskylda Ólafs Ragnars bjó á sínum tíma. Vísir/Ívar Valnefnd á vegum Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar hefur valið 10 fræðimenn sem munu dvelja í Grímshúsi á tímabilinu haust 2023 til sumars 2025. 2023 Seira Duncan frá Bretlandi. Verkefni: „Andleg vellíðan meðal frumbyggjasamfélaga á Norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga.” Dina Brode-Roger frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Verkefni: „Hvernig skilningur á umhverfinu hefur áhrif á áhættumat á Norðurslóðum: Samanburðarrannsóknir á Longyearbyen, Svalbarða og Ísafirði.” 2024 Allison Chandler frá Kanada. Verkefni: „Háskólar sem þróunartæki á Norðurslóðum.” Nishtha Tewari frá Indlandi. Verkefni: „Landafræði ókortlagðra veikinda: Heilsa, heimili og hreyfanleiki í indversku Himalajafjöllunum.” Gabriel N. Gee frá Frakklandi. Verkefni: „Siglingasaga Íslands og Ísafjarðar.” Elisa Debora og Benjamin Hofmann frá Sviss. Verkefni: „Hlutverk vísinda í sjálfbærum stjórnunarháttum: Þverfagleg sjónræn könnun á Vestfjörðum.” Luke Earl Holman frá Bretlandi. Verkefni: Rannsóknarverkefni um áhrif manna á höfin og lífríki sjávar. Styrtk af Evrópusambandinu. 2025 Anna J. Davis frá Bandaríkjunum. Verkefni: „Að vera Norðurslóðaríki? Rannsókn á Íslandi, Bandaríkjunum og Rússlandi. Mikilvægi tæknilegra og vísindalegra framfara fyrir stöðu Norðurslóðaríkja.” Patrick Maher frá Kanada. Verkefni: „Rannsóknir á samskiptum Ísafjarðarbæjar við skemmtiferðaskip - Stjórnun verndarsvæða.” Áformað er að sérhver fræðimaður haldi fyrirlestur eða taki þátt í sérstökum samræðufundum; ýmist á Ísafirði eða við háskólana í Reykjavík eða Akureyri. Listi yfir fræðimenn, verkefni þeirra og frá hvaða löndum þeir eru er birtur með fréttatilkynningunni. Valnefndin er skipuð af Matthildi Maríu Rafnsdóttur, fyrir hönd Hringborðs Norðurslóða, Dr. Peter Weiss fyrir hönd Háskólaseturs Vestfjarða og Dr. Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur fyrir hönd Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Umsóknarferlið fyrir seinni hluta 2025 og árið 2026 verður tilkynnt í byrjun næsta árs,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í nóvember á síðasta ári þar sem sagt var frá verkefninu. Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar kynnti fyrir rúmu ári verkefnið „Fræðadvöl í Grímshúsi” á Ísafirði og nú hefur sérstök valnefnd ákveðið fyrstu vísindamennina og sérfræðingana sem munu dvelja í húsinu. Alls voru 251 umsækjandi frá um sextíu löndum. „Fræðadvölin er í samvinnu við Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle, Háskólasetur Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og líftæknifyrirtækið Kerecis. Fræðadvölinni er ætlað að skapa erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum, fræðimönnum, rithöfundum og fleirum kost á því að dvelja í 2-6 vikur í Grímshúsi, Túngötu 3 á Ísafirði þar sem fjölskylda Ólafs Ragnars bjó á sínum tíma. Ólafur Ragnar Grímsson eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Grímshús stendur við Túngötu 3 á Ísafirði þar sem fjölskylda Ólafs Ragnars bjó á sínum tíma. Vísir/Ívar Valnefnd á vegum Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar hefur valið 10 fræðimenn sem munu dvelja í Grímshúsi á tímabilinu haust 2023 til sumars 2025. 2023 Seira Duncan frá Bretlandi. Verkefni: „Andleg vellíðan meðal frumbyggjasamfélaga á Norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga.” Dina Brode-Roger frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Verkefni: „Hvernig skilningur á umhverfinu hefur áhrif á áhættumat á Norðurslóðum: Samanburðarrannsóknir á Longyearbyen, Svalbarða og Ísafirði.” 2024 Allison Chandler frá Kanada. Verkefni: „Háskólar sem þróunartæki á Norðurslóðum.” Nishtha Tewari frá Indlandi. Verkefni: „Landafræði ókortlagðra veikinda: Heilsa, heimili og hreyfanleiki í indversku Himalajafjöllunum.” Gabriel N. Gee frá Frakklandi. Verkefni: „Siglingasaga Íslands og Ísafjarðar.” Elisa Debora og Benjamin Hofmann frá Sviss. Verkefni: „Hlutverk vísinda í sjálfbærum stjórnunarháttum: Þverfagleg sjónræn könnun á Vestfjörðum.” Luke Earl Holman frá Bretlandi. Verkefni: Rannsóknarverkefni um áhrif manna á höfin og lífríki sjávar. Styrtk af Evrópusambandinu. 2025 Anna J. Davis frá Bandaríkjunum. Verkefni: „Að vera Norðurslóðaríki? Rannsókn á Íslandi, Bandaríkjunum og Rússlandi. Mikilvægi tæknilegra og vísindalegra framfara fyrir stöðu Norðurslóðaríkja.” Patrick Maher frá Kanada. Verkefni: „Rannsóknir á samskiptum Ísafjarðarbæjar við skemmtiferðaskip - Stjórnun verndarsvæða.” Áformað er að sérhver fræðimaður haldi fyrirlestur eða taki þátt í sérstökum samræðufundum; ýmist á Ísafirði eða við háskólana í Reykjavík eða Akureyri. Listi yfir fræðimenn, verkefni þeirra og frá hvaða löndum þeir eru er birtur með fréttatilkynningunni. Valnefndin er skipuð af Matthildi Maríu Rafnsdóttur, fyrir hönd Hringborðs Norðurslóða, Dr. Peter Weiss fyrir hönd Háskólaseturs Vestfjarða og Dr. Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur fyrir hönd Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Umsóknarferlið fyrir seinni hluta 2025 og árið 2026 verður tilkynnt í byrjun næsta árs,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í nóvember á síðasta ári þar sem sagt var frá verkefninu.
2023 Seira Duncan frá Bretlandi. Verkefni: „Andleg vellíðan meðal frumbyggjasamfélaga á Norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga.” Dina Brode-Roger frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Verkefni: „Hvernig skilningur á umhverfinu hefur áhrif á áhættumat á Norðurslóðum: Samanburðarrannsóknir á Longyearbyen, Svalbarða og Ísafirði.” 2024 Allison Chandler frá Kanada. Verkefni: „Háskólar sem þróunartæki á Norðurslóðum.” Nishtha Tewari frá Indlandi. Verkefni: „Landafræði ókortlagðra veikinda: Heilsa, heimili og hreyfanleiki í indversku Himalajafjöllunum.” Gabriel N. Gee frá Frakklandi. Verkefni: „Siglingasaga Íslands og Ísafjarðar.” Elisa Debora og Benjamin Hofmann frá Sviss. Verkefni: „Hlutverk vísinda í sjálfbærum stjórnunarháttum: Þverfagleg sjónræn könnun á Vestfjörðum.” Luke Earl Holman frá Bretlandi. Verkefni: Rannsóknarverkefni um áhrif manna á höfin og lífríki sjávar. Styrtk af Evrópusambandinu. 2025 Anna J. Davis frá Bandaríkjunum. Verkefni: „Að vera Norðurslóðaríki? Rannsókn á Íslandi, Bandaríkjunum og Rússlandi. Mikilvægi tæknilegra og vísindalegra framfara fyrir stöðu Norðurslóðaríkja.” Patrick Maher frá Kanada. Verkefni: „Rannsóknir á samskiptum Ísafjarðarbæjar við skemmtiferðaskip - Stjórnun verndarsvæða.”
Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36