Krefjast tafarlausra aðgerða Umhverfisstofnunar vegna brota Arctic Sea Farm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2023 12:28 Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm á lögum um fiskeldi. Vísir/Einar Samtökin Náttúrugrið hafa sent kröfu á Umhverfisstofnun um tafarlausar aðgerðir vegna ætlaðs brots Arctic Sea Farm, sem samtökin segja eitt alvarlegasta umhverfisbrot sem upp hefur komið hér á landi. Málið varðar slysasleppingu sem átti sér stað í ágúst, þegar kynþroska eldislaxar sluppu úr kví fyrirtækisins. „Brot fyrirtækisins teljum við varða við ákvæði laga um umhverfisábyrgð frá 2012, sem ekki hefur áður verið látið reyna á,“ segir í tilkynningu Náttúrugriða til fjölmiðla en hún er undirrituð af formanninum, Snæbirni Guðmundssyni jarðfræðingi. „Brotin eru svo alvarleg að þau gætu að okkar mati einnig varðað refsingu skv. ákvæði almennra hegningarlaga um meiri háttar umhverfisbrot. Slík brot voru lýst refisverð með lagabreytingu 1999 og hefur einungis einu sinni verið ákært á grundvelli ákvæðisins en það var árið 2020 vegna losunar mengandi úrgangs.“ Náttúrugrið krefjast þess að Umhverfisstofnun grípi til aðgerða á grundvelli laga um umhverfisábyrgð vegna umhverfistjóns eða yfirvofandi hættu á umhvefistjóni. Í kröfunni er greint frá því að hin kynþroska eldislax úr sjókvíum Arctic Sea Farm hafi gengið upp í fjölda laxveiðiáa. Vísað er til ummæla Karls Steinars Óskarssonar, deildarstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun, að vísbendingar séu um að fyrirtækið hafi misafið með ljósastýringu í sjókví í Kvígindisdal í Patreksfirði, með þeim afleiðingum að fiskurinn hafi orðið kynþroska. „Matvælastofnun hefur beint kröfu um opinbera rannsókn til lögreglunnar á Vestfjörðum vegna meintra brota á lögum um fiskeldi nr. 71/2008. Byggist sú krafa á því að Arctic Fish hafi ekki sinnt neðansjávareftirliti á laxeldiskví í 95 daga í aðdraganda þess að kynþroska lax slapp úr kvínni, þrátt fyrir að fyrirtækinu beri að sinna slíku neðansjávareftirliti með köfurum á að minnsta kosti 60 daga fresti, auk þess að laxeldisfyrirtækið hafi ekki fjarlægt fóðurtæki úr kvínni líkt og fyrirtækið hefði átt að gera. Fóðurtækið, eða fóðrarinn, hafi í kjölfarið myndað götin tvö á kvína sem eldislaxarnir sluppu út um,“ segir í kröfugerðinni. Náttúrugrið segja fyrirtækið og forsvarsmenn þess eiga að sæta ábyrgð á mögulegu umhverfistjóni og mögulega varði brot starfsmanna allt að fjögurra ára fangelsisvist. Það sé skylda Umhverfisstofnunar að bregðast við upplýsingum um atvik á borð við þau sem hér um ræðir. Tengd skjöl 26PDF176KBSækja skjal Matvælaframleiðsla Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Stangveiði Tengdar fréttir Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. 19. september 2023 13:55 Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Málið varðar slysasleppingu sem átti sér stað í ágúst, þegar kynþroska eldislaxar sluppu úr kví fyrirtækisins. „Brot fyrirtækisins teljum við varða við ákvæði laga um umhverfisábyrgð frá 2012, sem ekki hefur áður verið látið reyna á,“ segir í tilkynningu Náttúrugriða til fjölmiðla en hún er undirrituð af formanninum, Snæbirni Guðmundssyni jarðfræðingi. „Brotin eru svo alvarleg að þau gætu að okkar mati einnig varðað refsingu skv. ákvæði almennra hegningarlaga um meiri háttar umhverfisbrot. Slík brot voru lýst refisverð með lagabreytingu 1999 og hefur einungis einu sinni verið ákært á grundvelli ákvæðisins en það var árið 2020 vegna losunar mengandi úrgangs.“ Náttúrugrið krefjast þess að Umhverfisstofnun grípi til aðgerða á grundvelli laga um umhverfisábyrgð vegna umhverfistjóns eða yfirvofandi hættu á umhvefistjóni. Í kröfunni er greint frá því að hin kynþroska eldislax úr sjókvíum Arctic Sea Farm hafi gengið upp í fjölda laxveiðiáa. Vísað er til ummæla Karls Steinars Óskarssonar, deildarstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun, að vísbendingar séu um að fyrirtækið hafi misafið með ljósastýringu í sjókví í Kvígindisdal í Patreksfirði, með þeim afleiðingum að fiskurinn hafi orðið kynþroska. „Matvælastofnun hefur beint kröfu um opinbera rannsókn til lögreglunnar á Vestfjörðum vegna meintra brota á lögum um fiskeldi nr. 71/2008. Byggist sú krafa á því að Arctic Fish hafi ekki sinnt neðansjávareftirliti á laxeldiskví í 95 daga í aðdraganda þess að kynþroska lax slapp úr kvínni, þrátt fyrir að fyrirtækinu beri að sinna slíku neðansjávareftirliti með köfurum á að minnsta kosti 60 daga fresti, auk þess að laxeldisfyrirtækið hafi ekki fjarlægt fóðurtæki úr kvínni líkt og fyrirtækið hefði átt að gera. Fóðurtækið, eða fóðrarinn, hafi í kjölfarið myndað götin tvö á kvína sem eldislaxarnir sluppu út um,“ segir í kröfugerðinni. Náttúrugrið segja fyrirtækið og forsvarsmenn þess eiga að sæta ábyrgð á mögulegu umhverfistjóni og mögulega varði brot starfsmanna allt að fjögurra ára fangelsisvist. Það sé skylda Umhverfisstofnunar að bregðast við upplýsingum um atvik á borð við þau sem hér um ræðir. Tengd skjöl 26PDF176KBSækja skjal
Matvælaframleiðsla Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Stangveiði Tengdar fréttir Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. 19. september 2023 13:55 Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21
MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. 19. september 2023 13:55
Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. 9. september 2023 12:01