Sameining sveitarfélaga á endanum ákvörðun íbúa Helena Rós Sturludóttir skrifar 24. september 2023 12:32 Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Voga. Vísir/Steingrímur Dúi Sveitarfélagið Vogar útilokar ekki mögulega sameiningu við neinn að sögn bæjarstjóra. Nágrannasveitarfélögunum á Suðurnesjum verði sent formlegt erindi á næstu dögum um samtal en of snemmt sé að spá fyrir um það hvort samtalið muni leiða til breytinga. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög um mögulega sameiningarkosti. Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri Voga segir þetta rökrétt framhald af valkostagreiningu sem þegar hafi verið farið í, þar sem kostir og gallar við mismunandi sameiningar hafi verið skoðaðar. „Það var í rauninni ekki búið að ljúka verkefninu þannig að við ákváðum að taka það aftur upp núna og við leituðum í sjálfu sér ekkert sérstaklega til Reykjanesbæjar heldur einfaldlega samþykkti bæjarráð að hefja aftur samtöl við nágranna sveitarfélögin og kanna hug þeirra til sameininga,“ segir Gunnar Axel. Útilokar ekki önnur sveitarfélög Vogar liggi mitt á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar og að sveitarfélagið útilokaði ekki að skoða sameiningu við Hafnarfjörð. „En sveitarfélögin á Suðurnesjum eiga í mjög miklu samstarfi í mörgum stórum verkefnum; sorpmálum, brunavörnum, heilbrigðiseftirlit og svo framvegis og það gengur allt mjög vel þannig það er kannski eðlilegra að leita til nágrannasveitarfélaganna í svona samtali,“ segir Gunnar Axel jafnframt. Aðspurður segir Gunnar fjárhagserfiðleika ekki ástæðu fyrir samtalinu. Sveitarfélagið eigi ekki í neinum frekari fjárhagserfiðleikum en önnur sveitarfélög. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga sé erfitt og þannig verði það sennilega áfram. Vilja tryggja betri lífsskilyrði „Bæjarstjórnin hér lítur bara á það sem sína skyldu að horfa til framtíðar og velta upp spurningum á borð við hvað er skynsamlegast fyrir íbúana. Er skynsamlegast að hafa óbreytt fyrirkomulag eða tryggjum við íbúum betri lífsskilyrði með því að vinna nánar saman sem eitt,“ segir Gunnar Axel. Vogar útiloki ekki samstarf við neinn og næsta skref sé að senda formlegt erindi á Suðurnesjabæ, Grindavík og Reykjanesbæ og fara í könnunarviðræður. „Sem gætu svo á endanum leitt til að við ákveðum tvö eða fleiri sveitarfélög að fara í formlegar sameiningarviðræður þá verður farið í svona ítarlegri vinnu og allar hliðar málsins skoðaðar. Svo er þetta auðvitað bara á endanum íbúanna að taka svona ákvarðanir, valdið liggur hjá þeim í ákvörðunum um sameiningar,“ segir Gunnar Axel að lokum. Vogar Sveitarstjórnarmál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög um mögulega sameiningarkosti. Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri Voga segir þetta rökrétt framhald af valkostagreiningu sem þegar hafi verið farið í, þar sem kostir og gallar við mismunandi sameiningar hafi verið skoðaðar. „Það var í rauninni ekki búið að ljúka verkefninu þannig að við ákváðum að taka það aftur upp núna og við leituðum í sjálfu sér ekkert sérstaklega til Reykjanesbæjar heldur einfaldlega samþykkti bæjarráð að hefja aftur samtöl við nágranna sveitarfélögin og kanna hug þeirra til sameininga,“ segir Gunnar Axel. Útilokar ekki önnur sveitarfélög Vogar liggi mitt á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar og að sveitarfélagið útilokaði ekki að skoða sameiningu við Hafnarfjörð. „En sveitarfélögin á Suðurnesjum eiga í mjög miklu samstarfi í mörgum stórum verkefnum; sorpmálum, brunavörnum, heilbrigðiseftirlit og svo framvegis og það gengur allt mjög vel þannig það er kannski eðlilegra að leita til nágrannasveitarfélaganna í svona samtali,“ segir Gunnar Axel jafnframt. Aðspurður segir Gunnar fjárhagserfiðleika ekki ástæðu fyrir samtalinu. Sveitarfélagið eigi ekki í neinum frekari fjárhagserfiðleikum en önnur sveitarfélög. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga sé erfitt og þannig verði það sennilega áfram. Vilja tryggja betri lífsskilyrði „Bæjarstjórnin hér lítur bara á það sem sína skyldu að horfa til framtíðar og velta upp spurningum á borð við hvað er skynsamlegast fyrir íbúana. Er skynsamlegast að hafa óbreytt fyrirkomulag eða tryggjum við íbúum betri lífsskilyrði með því að vinna nánar saman sem eitt,“ segir Gunnar Axel. Vogar útiloki ekki samstarf við neinn og næsta skref sé að senda formlegt erindi á Suðurnesjabæ, Grindavík og Reykjanesbæ og fara í könnunarviðræður. „Sem gætu svo á endanum leitt til að við ákveðum tvö eða fleiri sveitarfélög að fara í formlegar sameiningarviðræður þá verður farið í svona ítarlegri vinnu og allar hliðar málsins skoðaðar. Svo er þetta auðvitað bara á endanum íbúanna að taka svona ákvarðanir, valdið liggur hjá þeim í ákvörðunum um sameiningar,“ segir Gunnar Axel að lokum.
Vogar Sveitarstjórnarmál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira