Sinna þurfti fjölda beinbrota bangsa af öllum tegundum, allt frá hálsbrotnum risaeðlum yfir í fótbrotna broddgelti. Einnig þurfti að sinna ungum eigendum bangsanna og veita þeim sáluhjálp.
Hvað kom fyrir risaeðluna þína?
„Hún datt eiginlega og endaði á að vera hálsbrotin,“ sagði Hlynur, ungur risaeðlueigandi, í viðtali við fréttastofu.
Ah hálsbrotnaði hún. Og hvað þurfti eiginlega að gera?
„Ja nú, hún fékk svona umbúðir og plástur,“ sagði hann.
Og er allt í lagi með hana núna?
„Já, smá,“ sagði hann að lokum.

Sumir bangsanna þurftu að fara í röntgen
Meiðsli sumra bangsa kröfðust nánari skoðunar í röntgenmyndatöku.
Það var veið að taka röntgen veistu eitthvað hvað kom út úr því?
„Hann er með brotin bein,“ sagði Heiðrún, eigandi slasaðs kóalabjörns.
Beinbrot á tveimur stöðum var niðurstaðan og vissi Heiðrún vel hvað kóalabjörninn hennar þurfti til að láta sér batna: „Hann þarf að sofa vel og borða hollt,“ sagði hún.
Hinn blái Sonic mætti stórslasaður í dag eftir að hafa lent í ógurlegum hremmingum.
„Hann er fótbrotinn,“ sagði Bjarmi um Sonic-bangsann sinn. Aðspurður hvernig hann hefði slasað sig sagði hann „Ööhm, hann datt í risastóra holu.“
