Fótbolti

Gylfi mættur aftur á völlinn eftir rúmlega tveggja ára fjarveru

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur á knattspyrnuvöllinn.
Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur á knattspyrnuvöllinn. Vísir/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur á knattspyrnuvöllinn eftir rúmlega tveggja ára fjarveru.

Gylfi, sem gekk í raðir Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni á dögunum, kom inn á sem varamaður fyrir Sævar Atla Magnússon þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka í leik liðsins gegn Vejle.

Gylfi hefur ekki leikið knattspyrnu frá því árið 2021 þegar hann var handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Mál hans var þó látið niður fall fyrr á þessu ári og Gylfa var því frjálst að finna sér nýtt lið.

Þegar þetta er ritað er staðan 1-1 í leik Lyngby og Vejle, en Andri Lucas Guðjohnsen skoraði mark Lyngby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×