„Það skiptir engu máli hvar verkefnin eru unnin“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. september 2023 23:15 Kristín segir tíðindi dagsins afar ánægjuleg fyrir starfsfólk sýslumannsembættanna um land allt. Vísir/Ívar Dómsmálaráðherra tilkynnti í dag að hún myndi ekki leggja fram frumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna á þessu þingi við mikinn fögnuð viðstaddra. Formaður sýslumannaráðs segir ákvörðun ráðherra mikið gleðiefni. Formaður sýslumannaráðs, Kristín Þórðardóttir segir ákvörðun dómsmálaráðherra viðurkenningu á þeirri vegferð sem sýslumannsembættin hafa verið á síðustu misseri, sérstaklega í innleiðingu stafrænnar þjónustu. Fagnaðarlætin má sjá í klippunni að neðan. „Þetta eru virkilega góðar fréttir fyrir sýslumenn, og starfsfólk embættanna. Þetta er líka mikil viðurkenning á þeirri vegferð sem við höfum verið í síðustu ár og þeim árangri sem við höfum náð í aukningu á stafrænni þjónustu. Það er ánægjulegt að sjá hverjar áherslu ráðherra eru í málefnum sýslumanna. Við erum almennt viðurkennd sem leiðandi í stafrænni opinberri þjónustu og ætlum að fara enn lengra í þeirri vegferð,“ segir Kristín og að þá eigi ekki að skipta máli hvort fólk sé að mæta á staðinn eða sækja þjónustuna á netinu. Dómsmálaráðherra tekur nú frumvarpið aftur inn í ráðuneytið og fer betur yfir það í samráði við sýslumannsembættin. Með það að markmiði að auka enn meir stafræna þjónustu, samræma hana og tryggja sambærilegt aðgengi um land allt. Stefnan er að landið sé allt eitt þjónustusvæði og umdæmismörkin þannig afmáð. Formaður sýslumannaráðs segir það lykilatriði í verkefninu. „Það er grundvallarmunur á því að sameina embættin í eitt embætti eða að má út umdæmamörkin. Við erum að tala um að má út þessi þjónustusvæði þannig þjónustan sé óháð staðsetningu. Það skiptir engu máli hvar verkefnin eru unnin. Ef þú sækir um stafrænt eða á næstu starfsstöð. Þú gerir það í Kópavogi en verkefnið er unnið á Höfn í Hornafirði,“ segir Kristín og fagnar þeirri þróun að horft sé á embættin sem þjónustuembætti og að umdæmamörkin ráði ekki sé grundvallaratriði í málinu. Guðrún tekur nú frumvarpið aftur inn í ráðuneytið en heldur endurskipulagningu áfram. Vísir/Ívar Kristín er sýslumaður á Suðurlandi og segir hennar embætti hafa tekið stóran þátt í því að innleiða stafræna þjónustu. Það sé mikið að gera um þessar mundir en að í framtíðinni sjái hún fram á að aukin stafræn þjónustu veiti þeim meira svigrúm til að bæta við sig fleiri verkefnum. „Ég hef alla trú á því að sýslumannsembættin hafi alla burði til að verða þjónustumiðja ríkisins í héraði áður en langt um líður.“ Kristín segir frumvarp Jóns Gunnarssonar hafa verið frekar neikvætt innlegg í vinnu sýslumanna. „Þetta var frekar neikvætt innlegg í umræðuna og kannski helst var þetta neikvætt fyrir það starfsfólk sem hafði lagt mikið af mörkum við að innleiða stafræna þjónustu. Þessi tíðndi dagdsins eru virkilega jákvæð og ég er viss um að þu munu efla okkur mikinn baráttuhug brjóst og til allra dáða í þessum efnum.“ Innheimta meðlags til sýslumanns Eitt af þeim verkefnum sem nú er verið að vinna að því að flytja til sýslumannsembættisins á Norðurlandi vestra er verkefni innheimtustofnunar sveitarfélaga. Þar er dæmi um verkefni sem verður þjónustað á landsbyggð en gagnast öllu landinu. Birna Ágústsdóttir, sýslumaður á Norðurlandi vestra, segir starfsfólk á fullu að innleiða verkefnið en gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi um áramót. „Við erum núna á undirbúningstíma og það eru allir á hlaupum að koma því við að ekki verði rof á þjónustu,“ segir hún og að breytingin leggist vel í hana. Birna er spennt að taka við nýju verkefni frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Vísir/Ívar Hún segir stærstu breytinguna við tilfærslu verkefnisins að innheimta meðlaga fer frá sveitarfélögum og til ríkis. „Breytingin gagnvart einstaklingum verður ekki mikil. Það er annar aðili sem annast innheimtuna en innheimtuaðferðirnar og lagaumgjörðin verður sá sami.“ Hún segir verkefnið eiga mikla samlegð við önnur verkefni embættisins en það fer með innheimtu sekta og sakarkostnaðar á landsvísu. „Það bætist því við það verkefni og við erum mjög spennt að taka við þessu stóra verkefni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Formaður sýslumannaráðs, Kristín Þórðardóttir segir ákvörðun dómsmálaráðherra viðurkenningu á þeirri vegferð sem sýslumannsembættin hafa verið á síðustu misseri, sérstaklega í innleiðingu stafrænnar þjónustu. Fagnaðarlætin má sjá í klippunni að neðan. „Þetta eru virkilega góðar fréttir fyrir sýslumenn, og starfsfólk embættanna. Þetta er líka mikil viðurkenning á þeirri vegferð sem við höfum verið í síðustu ár og þeim árangri sem við höfum náð í aukningu á stafrænni þjónustu. Það er ánægjulegt að sjá hverjar áherslu ráðherra eru í málefnum sýslumanna. Við erum almennt viðurkennd sem leiðandi í stafrænni opinberri þjónustu og ætlum að fara enn lengra í þeirri vegferð,“ segir Kristín og að þá eigi ekki að skipta máli hvort fólk sé að mæta á staðinn eða sækja þjónustuna á netinu. Dómsmálaráðherra tekur nú frumvarpið aftur inn í ráðuneytið og fer betur yfir það í samráði við sýslumannsembættin. Með það að markmiði að auka enn meir stafræna þjónustu, samræma hana og tryggja sambærilegt aðgengi um land allt. Stefnan er að landið sé allt eitt þjónustusvæði og umdæmismörkin þannig afmáð. Formaður sýslumannaráðs segir það lykilatriði í verkefninu. „Það er grundvallarmunur á því að sameina embættin í eitt embætti eða að má út umdæmamörkin. Við erum að tala um að má út þessi þjónustusvæði þannig þjónustan sé óháð staðsetningu. Það skiptir engu máli hvar verkefnin eru unnin. Ef þú sækir um stafrænt eða á næstu starfsstöð. Þú gerir það í Kópavogi en verkefnið er unnið á Höfn í Hornafirði,“ segir Kristín og fagnar þeirri þróun að horft sé á embættin sem þjónustuembætti og að umdæmamörkin ráði ekki sé grundvallaratriði í málinu. Guðrún tekur nú frumvarpið aftur inn í ráðuneytið en heldur endurskipulagningu áfram. Vísir/Ívar Kristín er sýslumaður á Suðurlandi og segir hennar embætti hafa tekið stóran þátt í því að innleiða stafræna þjónustu. Það sé mikið að gera um þessar mundir en að í framtíðinni sjái hún fram á að aukin stafræn þjónustu veiti þeim meira svigrúm til að bæta við sig fleiri verkefnum. „Ég hef alla trú á því að sýslumannsembættin hafi alla burði til að verða þjónustumiðja ríkisins í héraði áður en langt um líður.“ Kristín segir frumvarp Jóns Gunnarssonar hafa verið frekar neikvætt innlegg í vinnu sýslumanna. „Þetta var frekar neikvætt innlegg í umræðuna og kannski helst var þetta neikvætt fyrir það starfsfólk sem hafði lagt mikið af mörkum við að innleiða stafræna þjónustu. Þessi tíðndi dagdsins eru virkilega jákvæð og ég er viss um að þu munu efla okkur mikinn baráttuhug brjóst og til allra dáða í þessum efnum.“ Innheimta meðlags til sýslumanns Eitt af þeim verkefnum sem nú er verið að vinna að því að flytja til sýslumannsembættisins á Norðurlandi vestra er verkefni innheimtustofnunar sveitarfélaga. Þar er dæmi um verkefni sem verður þjónustað á landsbyggð en gagnast öllu landinu. Birna Ágústsdóttir, sýslumaður á Norðurlandi vestra, segir starfsfólk á fullu að innleiða verkefnið en gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi um áramót. „Við erum núna á undirbúningstíma og það eru allir á hlaupum að koma því við að ekki verði rof á þjónustu,“ segir hún og að breytingin leggist vel í hana. Birna er spennt að taka við nýju verkefni frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Vísir/Ívar Hún segir stærstu breytinguna við tilfærslu verkefnisins að innheimta meðlaga fer frá sveitarfélögum og til ríkis. „Breytingin gagnvart einstaklingum verður ekki mikil. Það er annar aðili sem annast innheimtuna en innheimtuaðferðirnar og lagaumgjörðin verður sá sami.“ Hún segir verkefnið eiga mikla samlegð við önnur verkefni embættisins en það fer með innheimtu sekta og sakarkostnaðar á landsvísu. „Það bætist því við það verkefni og við erum mjög spennt að taka við þessu stóra verkefni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira