Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum konum Jón Þór Stefánsson skrifar 21. september 2023 20:12 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, en ákæruliðirnir voru níu talsins, en þar af voru fjögur ofbeldisbrot. Vísir/Vilhelm Karlmaður hlaut á dögunum átta mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ýmis brot, þar af fjögur ofbeldisbrot gegn konum. Þá hefur honum verið gert að greiða einni konunni 400 þúsund krónur í miskabætur. Ákæruliðirnir voru níu talsins, en maðurinn játaði skýlaust sök. Fyrsta brotið átti sér stað í apríl 2021 og það síðasta í sama mánuði ári síðar. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir líkamsárás og blygðunarsemisbrot með því að slá konu nokkrum hnefahöggum í öxlina og síðan berað kynfæri sín í viðurvist konunnar og annars einstaklings. Annað brot mannsins átti sér stað í verslun Krónunnar þar sem hann sló konu með hnefahöggi í upphandlegg hennar. Enn annað brot átti sér stað á gatnamótum, ekki kemur fram hvaða gatnamótum, þar sem maðurinn tók konu hálstaki. Fram kemur að konan hafi misst andann í stutta stund. Síðasta ofbeldisbrot mannsins átti sér stað í versluninni Corner Market þar sem hann réðst á konu með því að slá hana þrisvar sinnum í höfuðið og hrinda henni síðan, sem varð til þess að hún féll og lenti á borðkanti. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hóta tveimur einstaklingum líkamsmeiðingum of lífláti. Í ákæru segir að ummælin hafi verið til þess fallinn að vekja hjá fólkinu ótta um líf sitt og heilbrigði. Fleiri brot mannsins vörðuðu stuld á bíl, rafhlaupahjóli og matvöru. Og þá var hann einnig sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, þar sem að lítið magn amfetamíns fannst á honum. Í dómnum kemur fram að maðurinn sé í neyslu og að brot hans tengist því öll á einhvern hátt. Dómurinn metur það svo að hann sé í mikilli þörf á að komast í vímuefnameðferð. Hann á að baki sakaferill sem nær til ársins 2012 og hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Einhver brotanna sem hann var dæmdur fyrir nú á dögunum áttu sér stað skömmu eftir að hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni. Því var honum gerður hegningarauki. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust, en honum til þyngingar var að um væri að ræða ítrekuð og tilefnislaus ofbeldisbrot. Dómsmál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Ákæruliðirnir voru níu talsins, en maðurinn játaði skýlaust sök. Fyrsta brotið átti sér stað í apríl 2021 og það síðasta í sama mánuði ári síðar. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir líkamsárás og blygðunarsemisbrot með því að slá konu nokkrum hnefahöggum í öxlina og síðan berað kynfæri sín í viðurvist konunnar og annars einstaklings. Annað brot mannsins átti sér stað í verslun Krónunnar þar sem hann sló konu með hnefahöggi í upphandlegg hennar. Enn annað brot átti sér stað á gatnamótum, ekki kemur fram hvaða gatnamótum, þar sem maðurinn tók konu hálstaki. Fram kemur að konan hafi misst andann í stutta stund. Síðasta ofbeldisbrot mannsins átti sér stað í versluninni Corner Market þar sem hann réðst á konu með því að slá hana þrisvar sinnum í höfuðið og hrinda henni síðan, sem varð til þess að hún féll og lenti á borðkanti. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hóta tveimur einstaklingum líkamsmeiðingum of lífláti. Í ákæru segir að ummælin hafi verið til þess fallinn að vekja hjá fólkinu ótta um líf sitt og heilbrigði. Fleiri brot mannsins vörðuðu stuld á bíl, rafhlaupahjóli og matvöru. Og þá var hann einnig sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, þar sem að lítið magn amfetamíns fannst á honum. Í dómnum kemur fram að maðurinn sé í neyslu og að brot hans tengist því öll á einhvern hátt. Dómurinn metur það svo að hann sé í mikilli þörf á að komast í vímuefnameðferð. Hann á að baki sakaferill sem nær til ársins 2012 og hefur áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Einhver brotanna sem hann var dæmdur fyrir nú á dögunum áttu sér stað skömmu eftir að hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni. Því var honum gerður hegningarauki. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust, en honum til þyngingar var að um væri að ræða ítrekuð og tilefnislaus ofbeldisbrot.
Dómsmál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira