Fótbolti

Gylfi Þór í hóp hjá Lyngby

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Gylfi spilar að öllum líkindum sinn fyrsta leik fyrir Lyngby á morgun
Gylfi spilar að öllum líkindum sinn fyrsta leik fyrir Lyngby á morgun

Gylfi Þór Sigurðsson verður í fyrsta skipti í leikmannahópi Lyngby þegar liðið mætir Vejle í dönsku Superligunni á morgun. 

Gylfi Þór samdi við Lyngby fyrir þremur vikum síðan en hefur ekki enn leikið með liðinu vegna meiðsla. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, gaf það sterklega í skyn í viðtali á dögunum að Gylfi gæti spilað næsta leik. 

Lyngby hefur nú staðfest það á X-síðu sinni að Gylfi verði í leikmannahópnum á morgun.

Gylfi hefur ekki spilað knattspyrnuleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar og í kjölfarið leystur undan samningi sínum hjá Everton. 

Lyngby hefur farið vel af stað í dönsku deildinni eftir að hafa verið hársbreidd frá því að falla á síðasta tímabili. Liðið er í 6. sæti deildarinnar þegar 8 leikir hafa verið spilaðir. 

Liðið er skipað fjölmörgum Íslendingum en meðal leikmanna eru Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Finnson. 


Tengdar fréttir

Gylfi Þór gæti spilað á föstu­daginn

Gylfi Þór Sigurðsson gæti spilað sinn fyrsta leik síðan 2021 á föstudagskvöld þegar Lyngby fær Vejle í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×