Nær því að leysa gamla ráðgátu um sólina Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2023 16:52 Solar Orbitar, Parker Solar Proge og sólin. ESA Vísindamenn eru að nálgast svör við gamalli ráðgátu um sólina. Það hefur lengi vakið furðu að kóróna sólarinnar er heitari en yfirborð hennar. Nýjar mælingar sem gerðar vorum með gervitunglunum Solar Orbiter, frá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA), og Parkar Solar Probe, frá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA), munu líklega reynast stjarneðlisfræðingum mikilvægar við að leysa ráðgátuna. Eins og fram kemur á Störnufræðivefnum er sólin umkringd hjúpi sem kallast kóróna. Þaðan kemur sólvindurinn sem veldur norðurljósum en kórónan er um 150 sinnum heitari en yfirborð sólarinnar. Kórónan er um milljón gráður á Celsíus en yfirborðið tæplega sex þúsund gráður.- Erfitt hefur verið að rannsaka þennan mun af einhverju viti, þar til nú. Á Stjörnufræðivefnum, og vef ESA, segir að þann 1. júní í fyrra hafi afstaða gervitunglanna tveggja gert mögulegt að gera mælingar á kórónunni á sama tíma en úr mismunandi vegalengdum. Ítalskur stjarneðlisfræðingur sem heitir Daniele Telloni uppgötvaði þetta og notaði tækifærið. Hér að neðan má sjá myndband frá ESA sem sýna á hvernig rannsóknin var framkvæmd. Niðurstöðurnar úr þessari rannsókn gefa til kynna að getgátur vísindamanna í gegnum árin hafi líklega reynst réttar. Það sé ókyrrð í sólinni og kórónunni sem valdi þessum hitamun. Þessari ókyrrð er lýst á þann veg að hún sé ekki ósvipuð því þegar hrært er í heitu kaffi með skeið. Eins og segir á Stjörnufræðivefnum: „Þegar hrært er í bollanum hreyfist vökvinn handahófskennt. Orkan flyst til yfir á sífellt minni skala og nær hámarki í umbreytingu yfir í hita. Í tilviki sólkórónunnar er vökvinn líka segulmagnaður svo segulorkan umbreytist líka í hita.Tilfærsla segulorku og hreyfiorku í hita er kjarninn í ókyrrðinni. Á smáum skala víxlverka ókyrrðin við stakar agnir, aðallega róteindir, svo þær hitna.“ Frekari rannsóknar er þörf til að svara ráðgátunni fyrir fullt og allt. Vísindi Geimurinn Sólin Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Nýjar mælingar sem gerðar vorum með gervitunglunum Solar Orbiter, frá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA), og Parkar Solar Probe, frá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA), munu líklega reynast stjarneðlisfræðingum mikilvægar við að leysa ráðgátuna. Eins og fram kemur á Störnufræðivefnum er sólin umkringd hjúpi sem kallast kóróna. Þaðan kemur sólvindurinn sem veldur norðurljósum en kórónan er um 150 sinnum heitari en yfirborð sólarinnar. Kórónan er um milljón gráður á Celsíus en yfirborðið tæplega sex þúsund gráður.- Erfitt hefur verið að rannsaka þennan mun af einhverju viti, þar til nú. Á Stjörnufræðivefnum, og vef ESA, segir að þann 1. júní í fyrra hafi afstaða gervitunglanna tveggja gert mögulegt að gera mælingar á kórónunni á sama tíma en úr mismunandi vegalengdum. Ítalskur stjarneðlisfræðingur sem heitir Daniele Telloni uppgötvaði þetta og notaði tækifærið. Hér að neðan má sjá myndband frá ESA sem sýna á hvernig rannsóknin var framkvæmd. Niðurstöðurnar úr þessari rannsókn gefa til kynna að getgátur vísindamanna í gegnum árin hafi líklega reynst réttar. Það sé ókyrrð í sólinni og kórónunni sem valdi þessum hitamun. Þessari ókyrrð er lýst á þann veg að hún sé ekki ósvipuð því þegar hrært er í heitu kaffi með skeið. Eins og segir á Stjörnufræðivefnum: „Þegar hrært er í bollanum hreyfist vökvinn handahófskennt. Orkan flyst til yfir á sífellt minni skala og nær hámarki í umbreytingu yfir í hita. Í tilviki sólkórónunnar er vökvinn líka segulmagnaður svo segulorkan umbreytist líka í hita.Tilfærsla segulorku og hreyfiorku í hita er kjarninn í ókyrrðinni. Á smáum skala víxlverka ókyrrðin við stakar agnir, aðallega róteindir, svo þær hitna.“ Frekari rannsóknar er þörf til að svara ráðgátunni fyrir fullt og allt.
Vísindi Geimurinn Sólin Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira