Innlent

Bein útsending: Á­skoranir og tæki­færi sveitar­fé­laga á Fjár­mála­ráð­stefnu

Árni Sæberg skrifar
Heiða Björg Hilmisdóttir,  formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, setur ráðstefnuna klukkan 10.
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, setur ráðstefnuna klukkan 10. Stöð 2/Arnar

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Þar kemur sveitarstjórnarfólk saman til skrafs og ráðagerða varðandi fjármál og verkefni sveitarfélaga, ásamt því að ræða þau mál sem efst ber á baugi í sveitarstjórnarmálum.

Megintilgangur ráðstefnunnar er að gefa sem best yfirlit yfir efnahag og forsendur fyrir næsta ár sem sveitarstjórnir þurfa að hafa við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

Heiða B. Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, setur ráðstefnuna og þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ávarpa einnig ráðstefnuna.

Í tilkynningu segir að fjöldi annarra áhugaverðra erinda verði dagskrá þar sem áherslan sé á afkomu sveitarfélaga og horfur til næstu ára. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga er fjölmennasti viðurður ársins hjá sveitarstjórnarmönnum, en þátttakendur í ár eru tæplega 500 talsins. Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar.

Ráðstefnuna má sjá í streyminu hér að neðan:Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.