Fólk ryðjist inn í grunnskóla með ásakanir gegn kennurum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2023 22:38 Þóra Geirlaug er kynfræðslukennari og hefur kennt kynfræðslu í um áratug. Hún minnir á að kennarar séu fagfólk sem ávallt velji nám sem er við hæfi nemenda. Það eigi við um kynfræðslu rétt eins og stærðfræði. Vísir/Einar Árnason Kynfræðslukennarar hafa setið undir ásökunum um barnaníð í kjölfar óvæginnar umræðu um nýþýdda kynfræðslubók fyrir grunnskólabörn sem nefnist Kyn, Kynlíf og allt hitt. Skipst var á skoðunum um kynfræðslu barna í Pallborðinu á Vísi í dag. Kynfræðslukennarinn Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir segir umræðuna á villigötum og að kennarar velji þá kafla til kennslu sem henti þroska hvers nemendahóps fyrir sig. Hún minnir á að kennarar séu fagfólk sem bjóði börnum upp á nám við hæfi í hverri námsgrein og að umrædd bók verði ekki kennd í heild sinni. Þóra segir framkomu nokkurra foreldra í umræðu um kynfræðslu hafa komið kennurum og ekki síst nemendum í opna skjöldu. Hilja Guðmundsdóttir, höfundur kennsluleiðbeininga með kynfræðslubók, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kynfræðslukennari og Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis- fíkni og fjölskyldufræðingur ræddu kynfræðslu barna í Pallborðinu. „Því miður hefur umræðan farið gjörsamlega út um víðan völl og á svið sem tengjast kynfræðslu akkúrat ekki neitt og í alvarlegustu tilfellunum eru við að heyra af fólki sem ræðst inn í grunnskóla þar sem verið er að hóta kennurum, þar sem verið er að saka kennara um barnaníð og margt í þeim dúr og það er bara mjög alvarlegt. Það er mjög slæmt að fólk sem sinnir þessari vinnu að vera kennari og að kenna það sem okkur er uppálagt samkvæmt aðalnámskrá að sitja undir svona hótunum,“ segir þóra Geirlaug. Hvað segja krakkarnir þegar foreldrar og fullorðnir ráðast inn með svona offorsi? „Nú hef ég samband við ákveðinn hluta af nemendum á Íslandi og get ekki talað fyrir alla en mörg af þeim ungmennum sem ég hef rætt við eru bara svolítið sjokkeruð af því umræða ungs fólks í dag og síðustu misseri - og ef við spólum bara aftur um þrjátíu ár - þá er ungt fólk búið að kalla eftir kynfræðslu frá öruggum heimildum í áratugi og þau eru bara svolítið sjokkeruð líka að viðbrögðin séu á þennan hátt.“ Grunnskólar Skóla - og menntamál Kynlíf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55 Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum. 20. september 2023 12:25 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Kynfræðslukennarinn Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir segir umræðuna á villigötum og að kennarar velji þá kafla til kennslu sem henti þroska hvers nemendahóps fyrir sig. Hún minnir á að kennarar séu fagfólk sem bjóði börnum upp á nám við hæfi í hverri námsgrein og að umrædd bók verði ekki kennd í heild sinni. Þóra segir framkomu nokkurra foreldra í umræðu um kynfræðslu hafa komið kennurum og ekki síst nemendum í opna skjöldu. Hilja Guðmundsdóttir, höfundur kennsluleiðbeininga með kynfræðslubók, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kynfræðslukennari og Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis- fíkni og fjölskyldufræðingur ræddu kynfræðslu barna í Pallborðinu. „Því miður hefur umræðan farið gjörsamlega út um víðan völl og á svið sem tengjast kynfræðslu akkúrat ekki neitt og í alvarlegustu tilfellunum eru við að heyra af fólki sem ræðst inn í grunnskóla þar sem verið er að hóta kennurum, þar sem verið er að saka kennara um barnaníð og margt í þeim dúr og það er bara mjög alvarlegt. Það er mjög slæmt að fólk sem sinnir þessari vinnu að vera kennari og að kenna það sem okkur er uppálagt samkvæmt aðalnámskrá að sitja undir svona hótunum,“ segir þóra Geirlaug. Hvað segja krakkarnir þegar foreldrar og fullorðnir ráðast inn með svona offorsi? „Nú hef ég samband við ákveðinn hluta af nemendum á Íslandi og get ekki talað fyrir alla en mörg af þeim ungmennum sem ég hef rætt við eru bara svolítið sjokkeruð af því umræða ungs fólks í dag og síðustu misseri - og ef við spólum bara aftur um þrjátíu ár - þá er ungt fólk búið að kalla eftir kynfræðslu frá öruggum heimildum í áratugi og þau eru bara svolítið sjokkeruð líka að viðbrögðin séu á þennan hátt.“
Grunnskólar Skóla - og menntamál Kynlíf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55 Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum. 20. september 2023 12:25 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. 20. september 2023 15:55
Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum. 20. september 2023 12:25
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?