Innlent

Jeremy Corbyn kemur

Jakob Bjarnar skrifar
Jeremy Corbyn er væntanlegur á Klakann en hann mun halda erindi í fundarröð Ögmundar Jónassonar.
Jeremy Corbyn er væntanlegur á Klakann en hann mun halda erindi í fundarröð Ögmundar Jónassonar. Christopher Furlong/Getty

Jeremy Corbyn, fyrrum leiðtogi breska Verkamannaflokksins, verður með erindi í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík næstkomandi laugardag.

Corbyn mun stíga á stokk klukkan 12 en um er að ræða lið í fundaröð Ögmundar Jónassonar, Til róttækrar skoðunar.

Á fundinum mun Corbyn færa rök fyrir því hvers vegna hann telur þörf er á sósíalisma.

„Mér finnst það nánast liggja í augum uppi að þörf er á sósíalisma inn í pólitíkina en því fer fjarri að það finnist öllum. En óháð því hvað fólki finnst er ég þó ekki í nokkrum vafa um að fróðlegt mun mörgum þykja að heyra rök Jeremys Corbyn um þetta efni en hann hefur lengi verið ötull talsmaður vinstri sjónarmiða í Bretlandi og í vaxandi mæli á alþjóðavísu,“ segir Ögmundur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×