Innlent

Öllum rýmingum aflétt

Árni Sæberg skrifar
Rýmingum hefur verið aflétt á Seyðisfirði.
Rýmingum hefur verið aflétt á Seyðisfirði. Stöð 2/Egill

Lögreglan á Austurlandi í samráði við Veðurstofu Íslands og Ríkislögreglustjóra hefur ákveðið afléttingu allra rýminga á Seyðisfirði frá því á mánudag.

Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Austurlandi. Reitir 4 – 5 – 6 – 7a voru rýmdir á mánudagskvöld vegna mikillar úrkomu á svæðinu og aukinni hættu á aurskriðum.

Þá hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákveðið að fara niður á óvissustig almannavarna. Farið var á hættustig Almannavarna á mánudag vegna mikilla rigninga á Austfjörðum.


Tengdar fréttir

Íhuga að aflétta rýmingum

Verið er að íhuga að aflétta rýmingum á Seyðisfirði, þar sem nóttin þótti tíðindalaus. Mikið rigndi þó í nótt og er vatn víða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×