„Megum alls ekki leyfa þessari vitleysu að dreifast til Íslands“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. september 2023 14:04 Alexandra Briem sagðist þakklát flokkunum sem sitja í borgarstjórn og sagði alla utan eins flokks, sem situr utan borgarstjórnar, hafa staðið með hinsegin fólki. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segist þakklát flokkum í borgarstjórn fyrir að sameinast gegn bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks sem hún segir hafa sprungið fram með offorsi hérlendis síðustu daga með hætti sem hún hafi ekki átt von á. Hinseginfræðsla annars vegar og kynfræðsla hins vegar voru meðal umræðuefnis í borgarstjórn í dag. Settu allir flokkar nafn sitt undir þverpólitíska ályktun borgarstjórnar þar sem lýst var yfir stuðningi við hinsegin samfélagið og gegn fordómum og hatursorðræðu. Alexandra segist hafa upplifað lygar og rætnar persónulegar árásir undanfarna daga. Hún segist einnig hafa séð magnaða samstöðu þar sem samfélagið hafi risið upp og sett fram skýr skilaboð um að slík umræða ætti ekki erindi hér. „Ég hef séð mynd af mér í dreifingu á samfélagsmiðlum með texta um að ég sé veik á geði, með vísun til þess að ég sé trans, og umræðan sem fylgdi var ekki falleg, ég hlutgerð og talað mjög illa um mig.“ Bakslagið innflutt frá Bandaríkjunum Alexandra hélt ræðu í borgarstjórn í dag vegna ályktunarinnar. Þar þakkaði hún flokkum í borgarstjórn fyrir. Hún sagði bakslagið nú vera hluta af innfluttu menningarstríði frá Bandaríkjunum þar sem öllu væri tjaldað til til að skapa ótta og öryggi. „Það er búið að vinna í því að gera fólk hrætt, aftengja það frá upplýsingum frá öðrum en samsæriskenningasmiðum. Hér eru hópar sem taka upp orðræðuna frá sérstaklega Bandaríkjunum í heilu lagi.“ Hún segir mikils virði að slík orðræða hafi ekki náð fótfestu í starfi flokkanna sem sitji i borgarstjórn. Auðvelt væri fyrir stjórnmálamann með litla sál að stíga inn í og taka undir ótta sem alið sé á. „Það er mikils virði og hvað sem öðrum ágreiningi okkar á milli kann að líða, þá er það upplífgandi og jákvætt að íslensk stjórnmál hafi staðið þétt um þá hugsjón. Það er vörn sem má alls ekki bresta, og það eru einbeitt öfl sem berjast fyrir því að reka fleig á milli hvar sem þau geta og svífast til þess einskis.“ Herferð ekkert öðruvísi en sú á 9. áratug Alexandra segir að stundum hafi einbeittir illvirkjar og stundum saklaust fólk sem ekki viti betur og viti ekki hvar það á að nálgast réttar upplýsingar blandað saman hinseginfræðslu og kynfræðslu, fræðslu fyrir unglinga og fræðslu fyrir börn og tekið upplýsingar úr samhengi, skáldað þær frá gurnni eða sett þær fram í versta mögulega ljósi. „Það er líka áhyggjuefni að fólkið sem vantreystir yfirvöldum og ímyndaði sér að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin væri með annarleg markmið í Covid faraldrinum, er farið að tengja það við þessa fræðslu. Ég ætla ekki að fara nákvæmlega út í það, en það er skemmst frá að segja að það er ekki satt.“ Hún segir þessa herferð nú í raun ekkert öðruvísi en tilraunir á 9. og 10. áratug til þess að útmála samkynhneigt fólk sem barnaperra. Eða tilraunir á fyrstu áratugum þessarar aldar til að útmála trans konur sem ógn við aðrar konur, til dæmis á salernum og búningsklefum. „Það er vel skjalfest að sá áróður var vísvitandi búinn til, gegn betri vitund, af samtökum hægrisinnaðra kristinna afla í Bandaríkjunum, sem vildu einfaldlega skapa grýlu til að ota að fólki. Við erum bara að horfa núna á næsta skref í sömu herferð.“ Allir flokkar hérlendis utan eins staðið sig Alexandra segir slík öfl hafa náð sterkri fótfestu í Bandaríkjunum, Bretlandi, víða í Evrópu, Afríku og annars staðar. Fylki eftir fylki í Bandaríkjunum snúi við lögum um réttindi trans fólks. „Við megum alls ekki leyfa þessari vitleysu að dreifast til Íslands og ná hér fótfestu. Allir stjórnmálaflokkar hér hafa til þessa staðið sig í því hingað til að segja skýrt að þessi barátta muni ekki ná hér fótfestu, þeir muni ekki sigla á þau mið að sækja fylgi á kostnað jaðarsetts hóps og þeir muni ekki taka þátt í þeirri upplýsingaóreiðu og lygum sem haldið er á lofti.“ Alexandra segir það ekki sjálfgefið. Í flestum löndum sé einhver til í að sigla á þessi mið. „En fyrir utan einn flokk, sem ekki á sæti í borgarstjórn, hefur það ekki gerst hérlendis. Það er magnað og það er eitt skýrasta merki þess að þrátt fyrir mismunandi forgangsröðun og áherslur, þá geti ég raunverulega sagt að hér tökum við það ekki í mál.“ Hinsegin Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00 Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. 14. september 2023 16:56 Mikilvægt að finna fyrir stuðningi þögla meirihlutans Hinsegin fólk og aðstandendur þeirra komu saman á samstöðufundi í kvöld vegna harðrar umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu. Varaformaður Samtakanna '78 segir fundinn hafa verið gríðarlega mikilvægan og það sé gott að finna fyrir stuðningi hins þögla meirihluta. 16. september 2023 19:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Hinseginfræðsla annars vegar og kynfræðsla hins vegar voru meðal umræðuefnis í borgarstjórn í dag. Settu allir flokkar nafn sitt undir þverpólitíska ályktun borgarstjórnar þar sem lýst var yfir stuðningi við hinsegin samfélagið og gegn fordómum og hatursorðræðu. Alexandra segist hafa upplifað lygar og rætnar persónulegar árásir undanfarna daga. Hún segist einnig hafa séð magnaða samstöðu þar sem samfélagið hafi risið upp og sett fram skýr skilaboð um að slík umræða ætti ekki erindi hér. „Ég hef séð mynd af mér í dreifingu á samfélagsmiðlum með texta um að ég sé veik á geði, með vísun til þess að ég sé trans, og umræðan sem fylgdi var ekki falleg, ég hlutgerð og talað mjög illa um mig.“ Bakslagið innflutt frá Bandaríkjunum Alexandra hélt ræðu í borgarstjórn í dag vegna ályktunarinnar. Þar þakkaði hún flokkum í borgarstjórn fyrir. Hún sagði bakslagið nú vera hluta af innfluttu menningarstríði frá Bandaríkjunum þar sem öllu væri tjaldað til til að skapa ótta og öryggi. „Það er búið að vinna í því að gera fólk hrætt, aftengja það frá upplýsingum frá öðrum en samsæriskenningasmiðum. Hér eru hópar sem taka upp orðræðuna frá sérstaklega Bandaríkjunum í heilu lagi.“ Hún segir mikils virði að slík orðræða hafi ekki náð fótfestu í starfi flokkanna sem sitji i borgarstjórn. Auðvelt væri fyrir stjórnmálamann með litla sál að stíga inn í og taka undir ótta sem alið sé á. „Það er mikils virði og hvað sem öðrum ágreiningi okkar á milli kann að líða, þá er það upplífgandi og jákvætt að íslensk stjórnmál hafi staðið þétt um þá hugsjón. Það er vörn sem má alls ekki bresta, og það eru einbeitt öfl sem berjast fyrir því að reka fleig á milli hvar sem þau geta og svífast til þess einskis.“ Herferð ekkert öðruvísi en sú á 9. áratug Alexandra segir að stundum hafi einbeittir illvirkjar og stundum saklaust fólk sem ekki viti betur og viti ekki hvar það á að nálgast réttar upplýsingar blandað saman hinseginfræðslu og kynfræðslu, fræðslu fyrir unglinga og fræðslu fyrir börn og tekið upplýsingar úr samhengi, skáldað þær frá gurnni eða sett þær fram í versta mögulega ljósi. „Það er líka áhyggjuefni að fólkið sem vantreystir yfirvöldum og ímyndaði sér að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin væri með annarleg markmið í Covid faraldrinum, er farið að tengja það við þessa fræðslu. Ég ætla ekki að fara nákvæmlega út í það, en það er skemmst frá að segja að það er ekki satt.“ Hún segir þessa herferð nú í raun ekkert öðruvísi en tilraunir á 9. og 10. áratug til þess að útmála samkynhneigt fólk sem barnaperra. Eða tilraunir á fyrstu áratugum þessarar aldar til að útmála trans konur sem ógn við aðrar konur, til dæmis á salernum og búningsklefum. „Það er vel skjalfest að sá áróður var vísvitandi búinn til, gegn betri vitund, af samtökum hægrisinnaðra kristinna afla í Bandaríkjunum, sem vildu einfaldlega skapa grýlu til að ota að fólki. Við erum bara að horfa núna á næsta skref í sömu herferð.“ Allir flokkar hérlendis utan eins staðið sig Alexandra segir slík öfl hafa náð sterkri fótfestu í Bandaríkjunum, Bretlandi, víða í Evrópu, Afríku og annars staðar. Fylki eftir fylki í Bandaríkjunum snúi við lögum um réttindi trans fólks. „Við megum alls ekki leyfa þessari vitleysu að dreifast til Íslands og ná hér fótfestu. Allir stjórnmálaflokkar hér hafa til þessa staðið sig í því hingað til að segja skýrt að þessi barátta muni ekki ná hér fótfestu, þeir muni ekki sigla á þau mið að sækja fylgi á kostnað jaðarsetts hóps og þeir muni ekki taka þátt í þeirri upplýsingaóreiðu og lygum sem haldið er á lofti.“ Alexandra segir það ekki sjálfgefið. Í flestum löndum sé einhver til í að sigla á þessi mið. „En fyrir utan einn flokk, sem ekki á sæti í borgarstjórn, hefur það ekki gerst hérlendis. Það er magnað og það er eitt skýrasta merki þess að þrátt fyrir mismunandi forgangsröðun og áherslur, þá geti ég raunverulega sagt að hér tökum við það ekki í mál.“
Hinsegin Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00 Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. 14. september 2023 16:56 Mikilvægt að finna fyrir stuðningi þögla meirihlutans Hinsegin fólk og aðstandendur þeirra komu saman á samstöðufundi í kvöld vegna harðrar umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu. Varaformaður Samtakanna '78 segir fundinn hafa verið gríðarlega mikilvægan og það sé gott að finna fyrir stuðningi hins þögla meirihluta. 16. september 2023 19:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00
Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. 14. september 2023 16:56
Mikilvægt að finna fyrir stuðningi þögla meirihlutans Hinsegin fólk og aðstandendur þeirra komu saman á samstöðufundi í kvöld vegna harðrar umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu. Varaformaður Samtakanna '78 segir fundinn hafa verið gríðarlega mikilvægan og það sé gott að finna fyrir stuðningi hins þögla meirihluta. 16. september 2023 19:45