Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. september 2023 06:37 Sverrir Einar ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni, á skemmtistaðnum B. aðsend Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum. „Við eftirlit á skemmtistað í miðbænum kom í ljós að of margir gestir voru inn á staðnum auk þess sem fólk undir lögaldri var þar að skemmta sér,“ sagði í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sunnudagsmorgun. Heimildir Vísir herma að um skemmtistaðinn B hafi verið að ræða og sjónarvottar hafa lýst því hvernig Sverrir Einar var leiddur út af staðnum í járnum. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta um hvaða skemmtistað var að ræða. Keypti staðinn í júní og hefur tvisvar ratað í fréttir Sverrir Einar keypti staðinn ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni, í júní síðastliðnum. Yfirlýst markmið þeirra var að endurvekja þá stemmingu sem ríkti á fyrri útgáfu staðarins sem var starfræktur frá fyrsta áratug aldarinnar sem gekk undir nafninu B5. Athygli vakti í ágúst þegar greint var frá því að staðurinn mætti ekki heita B5, eins og stóð upphaflega til. Samkvæmt skráningu Hugverkastofu er vörkumerkið B5 í eigu KG ehf. og hafði því verið notað í heimildarleysi frá því að eigendaskipti urðu á skemmtistaðnum. Þá var nafni staðarins breytt úr Bankastræti Club í B5. Þá brugðu nýir eigendur á það ráð að endurnefna staðinn einfaldlega B. Ekki hefur náðst í Sverri Einar við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 08:30 Sverrir hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hann segist ekki sáttur við framgöngu lögreglu. Næturlíf Veitingastaðir Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. 16. ágúst 2023 17:16 Markmiðið að endurvekja gamla B5 „Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ segir Vesta Mikute unnusta viðskiptamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Saman reka þau nú skemmtistaðinn Bankastræti Club. 14. júní 2023 11:50 Eigendaskipti á Bankastræti Club Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins. 13. júní 2023 13:39 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
„Við eftirlit á skemmtistað í miðbænum kom í ljós að of margir gestir voru inn á staðnum auk þess sem fólk undir lögaldri var þar að skemmta sér,“ sagði í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á sunnudagsmorgun. Heimildir Vísir herma að um skemmtistaðinn B hafi verið að ræða og sjónarvottar hafa lýst því hvernig Sverrir Einar var leiddur út af staðnum í járnum. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta um hvaða skemmtistað var að ræða. Keypti staðinn í júní og hefur tvisvar ratað í fréttir Sverrir Einar keypti staðinn ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni, í júní síðastliðnum. Yfirlýst markmið þeirra var að endurvekja þá stemmingu sem ríkti á fyrri útgáfu staðarins sem var starfræktur frá fyrsta áratug aldarinnar sem gekk undir nafninu B5. Athygli vakti í ágúst þegar greint var frá því að staðurinn mætti ekki heita B5, eins og stóð upphaflega til. Samkvæmt skráningu Hugverkastofu er vörkumerkið B5 í eigu KG ehf. og hafði því verið notað í heimildarleysi frá því að eigendaskipti urðu á skemmtistaðnum. Þá var nafni staðarins breytt úr Bankastræti Club í B5. Þá brugðu nýir eigendur á það ráð að endurnefna staðinn einfaldlega B. Ekki hefur náðst í Sverri Einar við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 08:30 Sverrir hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hann segist ekki sáttur við framgöngu lögreglu.
Næturlíf Veitingastaðir Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. 16. ágúst 2023 17:16 Markmiðið að endurvekja gamla B5 „Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ segir Vesta Mikute unnusta viðskiptamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Saman reka þau nú skemmtistaðinn Bankastræti Club. 14. júní 2023 11:50 Eigendaskipti á Bankastræti Club Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins. 13. júní 2023 13:39 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjá meira
B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. 16. ágúst 2023 17:16
Markmiðið að endurvekja gamla B5 „Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ segir Vesta Mikute unnusta viðskiptamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Saman reka þau nú skemmtistaðinn Bankastræti Club. 14. júní 2023 11:50
Eigendaskipti á Bankastræti Club Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins. 13. júní 2023 13:39