Viðskipti innlent

B5 verður að B eftir lögbann

Kjartan Kjartansson skrifar
Markmið þeirra Sverris og Vestu var að endurvekja „endurvekja gamla B5“
Markmið þeirra Sverris og Vestu var að endurvekja „endurvekja gamla B5“ aðsend

Eigendur skemmtistaðar í Bankastræti fimm hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni staðarins úr B5 í B. Lögbann var sett á notkun nafnsins B5 sem var í eigu annars félags.

Í tilkynningu frá Sverri Einari Eiríkssyni, eiganda veitingastaðarins, segir að það hafi verið mistök að nafna staðinn B5 eftir eigendaskipti sem urðu í sumar. Hann segir að lögbannskrafa félagsins KG ehf. hafi farið fram hjá sér og því hafi farið sem fór. Biðst hann afsökunar á því.

Fyrir eigendaskiptin hét staðurinn Bankastræti Club og var í eigu Birgittu Lífar Björnsdóttur. Sverrir Einar keypti staðinn ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni. Yfirlýst markmið þeirra var að endurvekja þá stemmingu sem ríkti á fyrri útgáfur staðarins sem var starfræktur frá fyrsta áratug aldarinnar sem gekk undir nafninu B5.

Bankastræti Club var töluvert í fréttum fyrr á þessu ári vegna vopnaðrar atlögu tuga manna að þremur gestum staðarins í nóvember í fyrra. Tuttugu og fimm manns eru ákærðir í málinu, þar á meðal einn fyrir tilraun til manndráps.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.