Fótbolti

Guar­diola hló létt þegar hann var spurður út í Man United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep Guardiola og Erling Braut Håland á góðri stundu.
Pep Guardiola og Erling Braut Håland á góðri stundu. Vísir/Getty

Pep Guardiola, þjálfari Evrópu- og Englandsmeisturum Manchester City, ræddi við fjölmiðla í dag. Á blaðamannafundinum var hann spurður út í byrjun tímabilsins á Englandi og þau lið sem gætu ógnað liði hans.

Manchester City hefur byrjað tímabilið af krafti á Englandi en liðið er með fullt hús stiga að loknum fimm leikjum. Liðið hefur leik í Meistaradeild Evrópu annað kvöld þegar það mætir Rauðu stjörnunni frá Serbíu. Guardiola sat því fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.

Guardiola er virkilega ánægður með öfluga byrjun sinna manna en á síðustu leiktíð hikstaði liðið í upphafi áður en það setti í fimmta gír og vann þrennuna – það er ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeildina.

Þjálfarinn er þó viss um að það komi tími þar sem Man City muni hiksta á tímabilinu. Þá talaði hann um hversu sterkir mótherjar liðsins væru á Englandi. Nefndi hann Arsenal og Liverpool sem dæmi.

„Manchester United?“ spurði blaðamaður þá og Guardiola gat ekki annað en hlegið létt. Hann bætti þó við að hann væri viss um að bæði Man United og Chelsea myndu rétta úr kútnum fyrr en síðar.

Man United er með sex stig að svo stöddu í ensku úrvalsdeildinni á meðan Chelsea er með fimm stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.