Steve Martin neitar að hafa kýlt Miriam Margolyes Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. september 2023 18:29 Miriam Margolyes segir Steve Martin hafa kýlt sig og skellt hurðum á sig við tökur á Litlu hryllingsbúðinni. Steve Martin kannast ekki við neitt slíkt. EPA/Getty Bandaríski leikarinn Steve Martin þvertekur fyrir að hafa kýlt bresku leikkonuna Miriam Margolyes við tökur á grínmyndinni Litlu hryllingsbúðinni frá 1986. Margolyes segir Martin hafa kýlt sig í alvörunni en ekki í þykjustunni. Margolyes lék ónefndan tanntækni í myndinni sem aðstoðar sadíska tannlækninn Orin Scrivello sem var leikinn af Martin. Í einu atriði myndarinnar syngur Scrivello lagið „Tannlæknir“ og bæði kýlir tanntækninn og skellir hurð framan í hana. Í sjálfsævisögunni Oh Miriam! Stories From an Extraordinary Life sem kom út í mánuðinum greindi Margolyes frá því að Martin hefði kýlt sig í alvörunni í tökum á atriðinu. Hér fyrir neðan má sjá „Tannlækni“: „Hurðum var skellt á mig allan daginn; ég var ítrekað kýld, löðrunguð og slegin í jörðina af ógeðfelldum og kærulausum Steve Martin— kannski var hann að method-leika — og kom önug heim með dúndrandi höfuðverk,“ skrifaði hún í ævisögunni. Þá sagði hún að Martin væri snjall en hefði verið „hryllilegur“ við sig. Kannast ekki við lýsingar Margolyes Skrif Margolyes vöktu mikla athygli þegar þær fóru í dreifingu á netinu í dag og hefur Martin þegar svarað fyrir sig. Í viðtali við The Hollywood Reporter sagðist Martin muna allt öðruvísi eftir tökunum og hann hefði gætt sín sérstaklega í senunum með Margolyes. „Þegar ég las fyrst niðrandi frásögn Margolyes af senunni okkar í Litlu hryllingsbúðinni var ég hissa. Mig minnti að við hefðum verið í góðum samskiptum sem atvinnuleikarar,“ sagði í yfirlýsingu Martin. „Þegar það er ýjað að því að ég hafi skaðað hana eða verið kærulaus á einhvern í áhættuatriðum verð ég andmæla. Ég man eftir því að hafa sýnt GRÍÐARLEGA aðgát hvað varðar gervi-hnefahöggið - sömu aðgát og ég myndi sýna í sambærilegum atriðum.“ Þá sagði Martin einnig í yfirlýsingunni að þau hefðu talað saman á setti og hún fullvissað hann um að það væri allt í lagi með hana. Það hafi ekki neinar líkamlegar snertingar átt sér stað þeirra á milli, hvorki óvart né viljandi, í neinum af þeim senum sem þau tóku upp. Leikstjórinn Frank Oz hefur einnig gefið frá sér yfirlýsingu vegna skrifa Margolyes. „Atriðið átti að innihalda gervi-hnefahögg. Það er óskiljanlegt hvað hún er að tala um. Þetta er ekki sá Steve sem ég eða nokkur annar þekkir. Hann hefur alltaf verið fagmannlegur og sýnt öðrum virðingu við tökur á mínum myndum,“ sagði i yfirlýsingunni. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
Margolyes lék ónefndan tanntækni í myndinni sem aðstoðar sadíska tannlækninn Orin Scrivello sem var leikinn af Martin. Í einu atriði myndarinnar syngur Scrivello lagið „Tannlæknir“ og bæði kýlir tanntækninn og skellir hurð framan í hana. Í sjálfsævisögunni Oh Miriam! Stories From an Extraordinary Life sem kom út í mánuðinum greindi Margolyes frá því að Martin hefði kýlt sig í alvörunni í tökum á atriðinu. Hér fyrir neðan má sjá „Tannlækni“: „Hurðum var skellt á mig allan daginn; ég var ítrekað kýld, löðrunguð og slegin í jörðina af ógeðfelldum og kærulausum Steve Martin— kannski var hann að method-leika — og kom önug heim með dúndrandi höfuðverk,“ skrifaði hún í ævisögunni. Þá sagði hún að Martin væri snjall en hefði verið „hryllilegur“ við sig. Kannast ekki við lýsingar Margolyes Skrif Margolyes vöktu mikla athygli þegar þær fóru í dreifingu á netinu í dag og hefur Martin þegar svarað fyrir sig. Í viðtali við The Hollywood Reporter sagðist Martin muna allt öðruvísi eftir tökunum og hann hefði gætt sín sérstaklega í senunum með Margolyes. „Þegar ég las fyrst niðrandi frásögn Margolyes af senunni okkar í Litlu hryllingsbúðinni var ég hissa. Mig minnti að við hefðum verið í góðum samskiptum sem atvinnuleikarar,“ sagði í yfirlýsingu Martin. „Þegar það er ýjað að því að ég hafi skaðað hana eða verið kærulaus á einhvern í áhættuatriðum verð ég andmæla. Ég man eftir því að hafa sýnt GRÍÐARLEGA aðgát hvað varðar gervi-hnefahöggið - sömu aðgát og ég myndi sýna í sambærilegum atriðum.“ Þá sagði Martin einnig í yfirlýsingunni að þau hefðu talað saman á setti og hún fullvissað hann um að það væri allt í lagi með hana. Það hafi ekki neinar líkamlegar snertingar átt sér stað þeirra á milli, hvorki óvart né viljandi, í neinum af þeim senum sem þau tóku upp. Leikstjórinn Frank Oz hefur einnig gefið frá sér yfirlýsingu vegna skrifa Margolyes. „Atriðið átti að innihalda gervi-hnefahögg. Það er óskiljanlegt hvað hún er að tala um. Þetta er ekki sá Steve sem ég eða nokkur annar þekkir. Hann hefur alltaf verið fagmannlegur og sýnt öðrum virðingu við tökur á mínum myndum,“ sagði i yfirlýsingunni.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning