Jón Gunnar Ottósson er látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. september 2023 09:30 Jón Gunnar Ottósson, var forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands um árabil. Vísir Jón Gunnar Ottósson, fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands er látinn. Hann var 72 ára að aldri. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Jón hóf störf sem forstjóri stofnunarinnar árið 1994. Hann hafði starfað í faginu hjá ríkinu allt frá því að hann varði doktorsritgerð sína um samskipti skordýra og burkna frá Háskólanum í Exeter á Englandi árið 1981. Jón Gunnar fæddist á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1970. Hann lauk svo B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands. Jón Gunnar kom víða við á ævi sinni, hann starfaði meðal annars sem stundakennari við gagnfræðaskólann á Varmá í Mosfellsveit, var starfsmaður Líffræðistofnunar HÍ, kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann var auk þess sérfræðingur á rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og forstöðumaður stofnunarinnar frá 1982-1990. Þá var hann sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu árið 1990 og átti sæti í náttúruverndarráði árin 1983 til 1987 auk þess sem hann sat í ýmsum ráðum og nefndum tengdum náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu. Jón Gunnar lét af störfum sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands árið 2020. Hann sat eftir það í stjórn Vina íslenskrar náttúru. Jón lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, þau Auði, Rannveigu og Ara Klæng, auk tveggja stjúpbarna þau Áslaugu Hönnu og Frímann Birgi. Dóttir Jóns, Auður Jónsdóttir rithöfundur, minnist föður síns með hlýju á samfélagsmiðlinum Facebook og deilir viðtali Kjarnans við Jón Gunnar frá því fyrir tveimur árum í tilefni af því þegar hann lét af störfum sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar. „Ég á eftir að skrifa um þann einlæga og gáfaða hugsjónamann sem hann var. En þetta viðtal hér, sem var tekið fyrir fáeinum árum, er minnisvarði um merkilegt lífsstarf og magnaðan mann.“ Andlát Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Jón hóf störf sem forstjóri stofnunarinnar árið 1994. Hann hafði starfað í faginu hjá ríkinu allt frá því að hann varði doktorsritgerð sína um samskipti skordýra og burkna frá Háskólanum í Exeter á Englandi árið 1981. Jón Gunnar fæddist á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1970. Hann lauk svo B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands. Jón Gunnar kom víða við á ævi sinni, hann starfaði meðal annars sem stundakennari við gagnfræðaskólann á Varmá í Mosfellsveit, var starfsmaður Líffræðistofnunar HÍ, kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann var auk þess sérfræðingur á rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og forstöðumaður stofnunarinnar frá 1982-1990. Þá var hann sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu árið 1990 og átti sæti í náttúruverndarráði árin 1983 til 1987 auk þess sem hann sat í ýmsum ráðum og nefndum tengdum náttúruvernd, skógrækt og landgræðslu. Jón Gunnar lét af störfum sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands árið 2020. Hann sat eftir það í stjórn Vina íslenskrar náttúru. Jón lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, þau Auði, Rannveigu og Ara Klæng, auk tveggja stjúpbarna þau Áslaugu Hönnu og Frímann Birgi. Dóttir Jóns, Auður Jónsdóttir rithöfundur, minnist föður síns með hlýju á samfélagsmiðlinum Facebook og deilir viðtali Kjarnans við Jón Gunnar frá því fyrir tveimur árum í tilefni af því þegar hann lét af störfum sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar. „Ég á eftir að skrifa um þann einlæga og gáfaða hugsjónamann sem hann var. En þetta viðtal hér, sem var tekið fyrir fáeinum árum, er minnisvarði um merkilegt lífsstarf og magnaðan mann.“
Andlát Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira