Ágúst skipaður forstöðumaður Lands og skógar Árni Sæberg skrifar 15. september 2023 14:51 Ágúst Sigurðsson verður fyrsti forstöðumaður Lands og skógar. Stöð 2/Sigurjón Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að skipa Ágúst Sigurðsson sem forstöðumann Lands og skógar, nýrrar stofnunar sem verður til við sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Það segir að Ágúst hafi hlotið doktorsgráðu í erfðafræði frá sænska Landbúnaðarháskólanum í Uppsölum árið 1996 og útskrifast með B.Sc. gráðu frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri árið 1989. Ágúst hafi verið sveitarstjóri Rangárþings ytra frá árinu 2014 til 2022 og rektor við Landbúnaðarháskóla Íslands frá árinu 2004 til 2014 þar sem hann stýrði meðal annars sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins. Þá hafi Ágúst starfað sem landsráðsnautur í búfjárerfðafræði og hrossarækt hjá Bændasamtökum Íslands frá árinu 1996 til 2004. Ágúst hafi setið í stjórnum, ráðum, nefndum og hópum tengdum meðal annars landbúnaði, landgræðslu, hrossarækt og háskólamálum. Hann hafi ritað fjölda vísindagreina í alþjóðlegum ritrýndum vísinda- og ráðstefnuritum ásamt greinum í fagtímarit og blöð. Erfitt starf Land og skógur tekur formlega til starfa þann 1. janúar 2024. Embætti forstöðumanns var auglýst í júní síðastliðnum og sóttu níu um embættið. Hæfnisnefnd var ráðherra til ráðgjafar við mat á umsækjendum. Þrátt fyrir að hlutverk hinna tveggja sameinuðu stofnana sé um margt sambærilegt, það er að græða upp landið, hafa oft komið upp deilur milli Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Það er að landgræðslufólk og skógræktarfólk hefur tekist hart á um aðferðir og þeim tegundum sem plantað er. Því er ljóst að Ágúst gæti því átt ærið verk fyrir höndum að sætta hópana. Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Það segir að Ágúst hafi hlotið doktorsgráðu í erfðafræði frá sænska Landbúnaðarháskólanum í Uppsölum árið 1996 og útskrifast með B.Sc. gráðu frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri árið 1989. Ágúst hafi verið sveitarstjóri Rangárþings ytra frá árinu 2014 til 2022 og rektor við Landbúnaðarháskóla Íslands frá árinu 2004 til 2014 þar sem hann stýrði meðal annars sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins. Þá hafi Ágúst starfað sem landsráðsnautur í búfjárerfðafræði og hrossarækt hjá Bændasamtökum Íslands frá árinu 1996 til 2004. Ágúst hafi setið í stjórnum, ráðum, nefndum og hópum tengdum meðal annars landbúnaði, landgræðslu, hrossarækt og háskólamálum. Hann hafi ritað fjölda vísindagreina í alþjóðlegum ritrýndum vísinda- og ráðstefnuritum ásamt greinum í fagtímarit og blöð. Erfitt starf Land og skógur tekur formlega til starfa þann 1. janúar 2024. Embætti forstöðumanns var auglýst í júní síðastliðnum og sóttu níu um embættið. Hæfnisnefnd var ráðherra til ráðgjafar við mat á umsækjendum. Þrátt fyrir að hlutverk hinna tveggja sameinuðu stofnana sé um margt sambærilegt, það er að græða upp landið, hafa oft komið upp deilur milli Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Það er að landgræðslufólk og skógræktarfólk hefur tekist hart á um aðferðir og þeim tegundum sem plantað er. Því er ljóst að Ágúst gæti því átt ærið verk fyrir höndum að sætta hópana.
Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira